Skoðun

Tryggjum Bjark­eyju Ol­sen Gunnars­dóttur góðan stuðning í 1. sæti í for­vali VG í Norð­austur­kjör­dæmi

Ragnar Thorarensen skrifar

Þann 13. til 15. febrúar fer fram forval VG í Norðausturkjördæmi vegna komandi alþingiskosninga. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður VG og 2. þingmaður VG í Norðausturkjördæmi býður sig fram í 1. sæti listans. 

Bjarkey var kjörin fyrst á þing fyrir VG í alþingiskosningunum 2013. Hún hefur verið afskaplega duglegur og virkur þingmaður og var t.d. fyrst kvenna ræðudrottning Alþingis árið 2016. 

Hún er sannur landsbyggðarmaður og hefur beitt sér mikið fyrir bættum samgöngum, betra aðgengi að heilbrigðisþjónustu og almennt allri þjónustu sem og betri möguleikum á hvers konar menntun á landsbyggðinni t.d. í gegnum fjarnám. 

Bjarkey hefur líka lagt mikla áherslu á atvinnumál kjördæmisins sem og að tryggja betri rekstrargrundvöll sveitarfélaga í kjördæminu. Íbúar í Norðausturkjördæmi eru vel að því komnir að eiga slíkan öflugan málsvara á alþingi. 

Sem Siglfirðingur vil ég hvetja Siglfirðinga og Ólafsfirðinga sem og aðra íbúa í Norðausturkjördæmi að veita Bjarkeyju góðan stuðning í 1. sætið í forvalinu 13. til 15. febrúar.

Höfundur er landfræðingur, Siglfirðingur og meðlimur í VG.




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×