Talsverð rigning í kortunum og líkur á vatnavöxtum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 07:29 Úrkomuspákort Veðurstofunnar fyrir hádegið á sunnudag. Veðurstofa Íslands Veðurstofa Íslands spáir allhvassri eða hvassri suðaustanátt um helgina með talsverðri rigningu sunnan- og austanlands, einkum á Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum. Því má reikna með hláku með auknu afrennsli og líkum á vatnavöxtum að því er segir í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þá má búast við snörpum vindhviðum við fjöll suðvestantil á landinu í dag og víða um land á morgun. Vegna veðurspárinnar þarf að fylgjast með hættu á bæði votum snjóflóðum og skriðuföllum, sagði í tilkynningu lögreglunnar á Austurlandi í gær. Ofanflóðavöktun verður þannig aukin um helgina og fylgst með hvernig aðstæður þróast á Seyðisfirði þar sem stórar aurskriður féllu í desember í hamfararigningu. „Metið verður um helgina hvort grípa þurfi til rýmingar eða annarra ráðstafana. Tilkynning vegna þessa verður á send út á þessum vettvangi á morgun milli klukkan 13 og 16,“ sagði í Facebook-færslu lögreglunnar á Austurlandi í gær. Seyðisfjörður: Búið er að móta varnargarða ofan við Tækniminjasafnið og Slippinn //English translation...Posted by Lögreglan á Austurlandi on Thursday, February 11, 2021 „Í dag er spáð nokkuð hvassri austan- og suðaustanátt suðvestanlands, en björtu veðri norðantil á landinu. Úrkoma verður líklega óveruleg þar til í kvöld þegar fer að rigna um landið suðaustanvert. Hiti 1 til 6 stig, en vægt frost á Norður- og Austurlandi. Á morgun er útlit fyrir hvassa suðaustanátt með rigningu syðra, en skýjuðu og þurru fyrir norðan. Hiti 2 til 8 stig. Á sunnudag er helsta breytingin sú að það rignir líklega víða um land og sennilega talsvert eða mikið á Suðausturlandi og Austfjörðum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Austan og suðaustan 10-18 m/s í dag, hvassast sunnan heiða. Léttskýjað um landið norðanvert, en dálitlar skúrir eða él suðaustantil. Hiti 1 til 6 stig, en víða 0 til 5 stiga frost á N- og A-landi. Rigning við S-ströndina í kvöld og bætir í vind. Hvöss suðaustanátt og rigning á morgun, einkum SA-lands, en þurrt að kalla norðan heiða. Hiti 2 til 8 stig. Á laugardag: Suðaustan 13-20 m/s og talsverð rigning á S-verðu landinu, en þurrt að kalla N-til. Hiti 2 til 8 stig. Á sunnudag: Suðaustan og austan 13-20, en hægari V-lands síðdegis. Rigning með köflum, en talsverð rigning á SA- og A-landi. Hiti breytist lítið. Á mánudag: Sunnan 5-13 og rigning eða skúrir, en yfirleitt þurrt N- og NA-lands. Hiti 3 til 8 stig. Á þriðjudag: Austlæg átt og vætusamt, en úrkomulítið norðan heiða. Áfram milt í veðri. Veður Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Því má reikna með hláku með auknu afrennsli og líkum á vatnavöxtum að því er segir í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þá má búast við snörpum vindhviðum við fjöll suðvestantil á landinu í dag og víða um land á morgun. Vegna veðurspárinnar þarf að fylgjast með hættu á bæði votum snjóflóðum og skriðuföllum, sagði í tilkynningu lögreglunnar á Austurlandi í gær. Ofanflóðavöktun verður þannig aukin um helgina og fylgst með hvernig aðstæður þróast á Seyðisfirði þar sem stórar aurskriður féllu í desember í hamfararigningu. „Metið verður um helgina hvort grípa þurfi til rýmingar eða annarra ráðstafana. Tilkynning vegna þessa verður á send út á þessum vettvangi á morgun milli klukkan 13 og 16,“ sagði í Facebook-færslu lögreglunnar á Austurlandi í gær. Seyðisfjörður: Búið er að móta varnargarða ofan við Tækniminjasafnið og Slippinn //English translation...Posted by Lögreglan á Austurlandi on Thursday, February 11, 2021 „Í dag er spáð nokkuð hvassri austan- og suðaustanátt suðvestanlands, en björtu veðri norðantil á landinu. Úrkoma verður líklega óveruleg þar til í kvöld þegar fer að rigna um landið suðaustanvert. Hiti 1 til 6 stig, en vægt frost á Norður- og Austurlandi. Á morgun er útlit fyrir hvassa suðaustanátt með rigningu syðra, en skýjuðu og þurru fyrir norðan. Hiti 2 til 8 stig. Á sunnudag er helsta breytingin sú að það rignir líklega víða um land og sennilega talsvert eða mikið á Suðausturlandi og Austfjörðum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Austan og suðaustan 10-18 m/s í dag, hvassast sunnan heiða. Léttskýjað um landið norðanvert, en dálitlar skúrir eða él suðaustantil. Hiti 1 til 6 stig, en víða 0 til 5 stiga frost á N- og A-landi. Rigning við S-ströndina í kvöld og bætir í vind. Hvöss suðaustanátt og rigning á morgun, einkum SA-lands, en þurrt að kalla norðan heiða. Hiti 2 til 8 stig. Á laugardag: Suðaustan 13-20 m/s og talsverð rigning á S-verðu landinu, en þurrt að kalla N-til. Hiti 2 til 8 stig. Á sunnudag: Suðaustan og austan 13-20, en hægari V-lands síðdegis. Rigning með köflum, en talsverð rigning á SA- og A-landi. Hiti breytist lítið. Á mánudag: Sunnan 5-13 og rigning eða skúrir, en yfirleitt þurrt N- og NA-lands. Hiti 3 til 8 stig. Á þriðjudag: Austlæg átt og vætusamt, en úrkomulítið norðan heiða. Áfram milt í veðri.
Veður Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira