Þetta þarf ekki að vera svona flókið Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 08:32 Fjölgun opinberra starfa í hinum dreifðu byggðum er eitthvað sem hefur gengið hægt að koma á. Það er eiginlega dapurlegt frá því að segja að í áratugi hefur þetta hreint ekkert gengið sem heitið getur. Á vef Byggðastofnunar frá því í desember síðastliðnum má finna kort þar sem sjá má 83 staði út um allt land og yfir 100 starfsstöðvar sem geta tekið á móti fólki til þess að vinna störf án staðsetningar. Markmiðið er að 10% allra auglýstra starfa í ráðuneytum og stofnunum eigi að vera án staðsetningar árið 2024 þannig að búseta hafi ekki áhrif á val á starfsfólki. Þetta gengur allt of hægt. Sannarlega hafa verið unnin skref og ekki skal gera lítið úr þeim. En það er hægt að gera miklu betur og það þarf að breyta viðhorfi innan stofnananna líka, ekki bara inni í ráðuneytunum. En ég veit ekki hvaða aðferð þarf að beita til þess að þetta verði raunverulegt því það er ljóst að það sem hefur verið gert fram til þessa er augljóslega ekki að skila sér og það er óásættanlegt. Við höfum, svo sannarlega, uppgötvað það flest öll í tengslum við Covid- faraldurinn að það er auðvelt að vinna svo ótal mörg störf hvar sem er á landinu. Að þessu sögðu ætla ég samt að nefna eitt glænýtt dæmi, um störf án staðsetningar, afskaplega ánægjulegt að mínu mati. Þar er um að ræða tvö störf hjá Persónuvernd sem unnin erum í samstarfi við sýslumanninn á Norðurlandi eystra á starfsstöðinni á Húsavík, lögfræðing og sérfræðing í þjónustuveri. Þetta er dæmi um mál sem kom fyrir fjárlaganefnd og við afgreiddum fyrir jólin. Þetta er hægt að gera svo miklu víðar enda kemur fram í skýrslunni sem ég vitnaði til hér að ofan að það er hægt að auglýsa um 890 störf án staðsetningar þ.e. 13% stöðugilda ríkisins. Þetta þarf ekki að vera svona flókið en það þarf hugarfarsbreytingu. Höfundur er þingflokksformaður VG og sækist eftir 1. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Norðausturkjördæmi Vinstri græn Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Sjá meira
Fjölgun opinberra starfa í hinum dreifðu byggðum er eitthvað sem hefur gengið hægt að koma á. Það er eiginlega dapurlegt frá því að segja að í áratugi hefur þetta hreint ekkert gengið sem heitið getur. Á vef Byggðastofnunar frá því í desember síðastliðnum má finna kort þar sem sjá má 83 staði út um allt land og yfir 100 starfsstöðvar sem geta tekið á móti fólki til þess að vinna störf án staðsetningar. Markmiðið er að 10% allra auglýstra starfa í ráðuneytum og stofnunum eigi að vera án staðsetningar árið 2024 þannig að búseta hafi ekki áhrif á val á starfsfólki. Þetta gengur allt of hægt. Sannarlega hafa verið unnin skref og ekki skal gera lítið úr þeim. En það er hægt að gera miklu betur og það þarf að breyta viðhorfi innan stofnananna líka, ekki bara inni í ráðuneytunum. En ég veit ekki hvaða aðferð þarf að beita til þess að þetta verði raunverulegt því það er ljóst að það sem hefur verið gert fram til þessa er augljóslega ekki að skila sér og það er óásættanlegt. Við höfum, svo sannarlega, uppgötvað það flest öll í tengslum við Covid- faraldurinn að það er auðvelt að vinna svo ótal mörg störf hvar sem er á landinu. Að þessu sögðu ætla ég samt að nefna eitt glænýtt dæmi, um störf án staðsetningar, afskaplega ánægjulegt að mínu mati. Þar er um að ræða tvö störf hjá Persónuvernd sem unnin erum í samstarfi við sýslumanninn á Norðurlandi eystra á starfsstöðinni á Húsavík, lögfræðing og sérfræðing í þjónustuveri. Þetta er dæmi um mál sem kom fyrir fjárlaganefnd og við afgreiddum fyrir jólin. Þetta er hægt að gera svo miklu víðar enda kemur fram í skýrslunni sem ég vitnaði til hér að ofan að það er hægt að auglýsa um 890 störf án staðsetningar þ.e. 13% stöðugilda ríkisins. Þetta þarf ekki að vera svona flókið en það þarf hugarfarsbreytingu. Höfundur er þingflokksformaður VG og sækist eftir 1. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar