Tjónið í HÍ metið á annan milljarð króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 06:38 Ljóst er að gríðarlegt tjón varð í Háskóla Íslands í janúar þegar meira en tvö þúsund tonn af köldu vatni flæddu um nokkrar byggingar skólans. Vísir/Egill Sérfræðingar hafa áætlað að tjónið vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í janúar sé á annan milljarð króna. Er meðal annars horft til mikilla skemmda á húsgögnum og raflögnum við mat á tjóninu. Frá þessu er greint á forsíðu Morgunblaðsins í dag og haft eftir heimildum. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir í samtali við blaðið að tjónið sé mjög verulegt en of snemmt sé að meta það til fulls. Háar fjárhæðir hafi þó verið nefndar þegar allt er talið en hann geti staðfest neitt í þeim efnum þar sem enn eigi eftir að fullmeta tjónið. Auk þess sé óvissan mikil. Í Morgunblaðinu er fjárhæðin sett í samhengi við þá fjármuni sem Happdrætti Háskóli Íslands greiddi til skólans árið 2019 en það var rúmur milljarður, nánar tiltekið 1.180 milljónir króna. Það var aðfaranótt fimmtudagsins 21. janúar sem stofnlögn vatns við Suðurgötu fór í sundur með þeim afleiðingum að meira en tvö þúsund tonn af köldu vatni runnu út og fóru um nokkrar byggingar háskólans. Veitur hafa verið í framkvæmdum á Suðurgötu þar sem meðal annar var verið að endurnýja umrædda vatnslögn. Við skoðun fyrirtækisins á lekanum kom í ljós að mannleg mistök voru gerð við framkvæmdirnar sem ollu því að stofnlögnin fór í sundur. Líkt og almennt hjá ríkisstofnunum er Háskóli Íslands ekki tryggður fyrir svona tjóni. Veitur eru aftur á móti með ábyrgðartryggingu hjá sínu tryggingafélagi, VÍS. Jón Atli segist í samtali við Morgunblaðið binda vonir við að tjónið verði að fullu bætt af þeim aðilum sem því hafi valdið. „Ég myndi telja það eðlilegt og sanngjarnt að þeir aðilar sem bera ábyrgð á tjóninu standi við sínar skuldbindingar. Við vonumst til að það gangi eftir og að það falli ekki kostnaður á ríkið. Ríkisstofnanir eru ekki tryggðar en ríkið hefur leiðir til að bregðast við þegar svona áföll skella á. Það er of snemmt að spá um hvernig gengið verður frá því,“ segir Jón Atli. Vatnsleki í Háskóla Íslands Skóla - og menntamál Tryggingar Reykjavík Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Frá þessu er greint á forsíðu Morgunblaðsins í dag og haft eftir heimildum. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir í samtali við blaðið að tjónið sé mjög verulegt en of snemmt sé að meta það til fulls. Háar fjárhæðir hafi þó verið nefndar þegar allt er talið en hann geti staðfest neitt í þeim efnum þar sem enn eigi eftir að fullmeta tjónið. Auk þess sé óvissan mikil. Í Morgunblaðinu er fjárhæðin sett í samhengi við þá fjármuni sem Happdrætti Háskóli Íslands greiddi til skólans árið 2019 en það var rúmur milljarður, nánar tiltekið 1.180 milljónir króna. Það var aðfaranótt fimmtudagsins 21. janúar sem stofnlögn vatns við Suðurgötu fór í sundur með þeim afleiðingum að meira en tvö þúsund tonn af köldu vatni runnu út og fóru um nokkrar byggingar háskólans. Veitur hafa verið í framkvæmdum á Suðurgötu þar sem meðal annar var verið að endurnýja umrædda vatnslögn. Við skoðun fyrirtækisins á lekanum kom í ljós að mannleg mistök voru gerð við framkvæmdirnar sem ollu því að stofnlögnin fór í sundur. Líkt og almennt hjá ríkisstofnunum er Háskóli Íslands ekki tryggður fyrir svona tjóni. Veitur eru aftur á móti með ábyrgðartryggingu hjá sínu tryggingafélagi, VÍS. Jón Atli segist í samtali við Morgunblaðið binda vonir við að tjónið verði að fullu bætt af þeim aðilum sem því hafi valdið. „Ég myndi telja það eðlilegt og sanngjarnt að þeir aðilar sem bera ábyrgð á tjóninu standi við sínar skuldbindingar. Við vonumst til að það gangi eftir og að það falli ekki kostnaður á ríkið. Ríkisstofnanir eru ekki tryggðar en ríkið hefur leiðir til að bregðast við þegar svona áföll skella á. Það er of snemmt að spá um hvernig gengið verður frá því,“ segir Jón Atli.
Vatnsleki í Háskóla Íslands Skóla - og menntamál Tryggingar Reykjavík Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira