Sjö stærstu útgerðirnar greiddu einn tíunda af samanlögðum rekstrarhagnaði í veiðigjöld Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. febrúar 2021 21:21 Sjö stærstu útgerðir landsins greiða eigendum sínum margfalt meira í arð en þær greiða í veiðigjöld, sem eru innan við einn tíundi af samanlögðum rekstrarhagnaði fyrirtækjanna. Álagning veiðigjalda á útgerðir hefur lækkað talsvert á síðustu þremur árum eftir að breytingar þannig að þau taka nú meira mið af nýliðinni veiðireynslu og stöðu útgerða en áður. Þau voru til að mynda um 1,8 milljarði lægri í fyrra en árið á undan. Árið 2019 greiddu 934 útgerðir samtals um 6,6 milljarða í veiðigjöld og af þeim greiddu fimm stærstu útgerðirnar samtals um einn komma þrjá milljarða króna. Álagning veiðigjalda á útgerðir hefur lækkað talsvert á síðustu þremur árum.Stöð 2/Hafsteinn Ársreikningar fyrir síðasta ár eru ekki komnir fram en í ársreikningum sjö stærstu útgerðanna fyrir 2019 kemur fram að Samherji á Íslandi var með tæpa sjö milljarða í rekstrarhagnað og greiddi um helming í arð og um 450 milljónir í veiðigjöld. Brim var með 6 milljarða hagnað, greiddi einn þriðja í arð og 630 milljónir í veiðigjöld. Síldarvinnslan var með 5,7 milljarða í rekstrarhagnað, greiddi 1,3 milljarða í arð og 280 milljónir í veiðigjöld. Samanlagður rekstrarhagnaður fyrirtækjanna sjö er um 26,5 milljarða en arðgreiðslur voru um 7,2 milljarða. Veiðigjöldin nema þannig einum tíunda af hagnaði og þriðjungi af arðgreiðslum. Samherji var með mestan rekstrarhagnað íslenskra útgerða árið 2019 samkvæmt ársreikningum.Stöð 2/Hafsteinn Segir hlutfallið vera óeðlilega lágt Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði, segir allt benda til að þetta hlutfall hafi lækkað á síðasta ári ef horft sé á þróunina í tekjum útgerðarinnar. Hann telur hlutfallið vera óeðlilega lágt. „Ég held að við verðum að viðurkenna að þetta er mjög lágur aðgöngumiði miðað við þann hagnað sem útgerðin hefur skapað og þetta er hlutfallsega mun minna en útgerðin hefur greitt á undanförnum árum.“ Hvað veldur því að þetta er svona lágt? „Þetta er reiknuð stærð og að hluta til er þetta vegna þess að afkoma ársins 2018 var ekkert sérstaklega góð og það er hún sem er lögð til grundvallar við mat á gjaldinu. Svo þetta gæti átt eftir að breytast á komandi árum en fyrst og fremst þá held ég að þessi aðferð að meta þetta með þessum hætti sé einfaldlega ekki góð,“ segir Daði. Nú eru lagðar til breytingar á stjórnarskránni varðandi auðlindaákvæðið, verður tekið á þessu þar? „Nei, því miður. Það leit nú út fyrir á tímabili að það yrði samstaða um þessar tillögur um breytingar að stjórnarskránni sem forsætisráðherra er að leggja fram en það ákvæði sem hún endaði með gengur ekki lengra en fyrsta grein laga um stjórn fiskveiða sem hefur skapað þetta ástand sem við erum með í dag. Það var krafa meðal annars Viðreisnar að það yrði sett inn í stjórnarskránna ákvæði um tímabindingu þessara réttinda og ef að það hefði verið þarna inni hefði verið mögulegt að taka upp annars konar gjaldtöku sem við vitum út frá reynslu nágrannalandanna að gefi betri raun heldur en þessi gerir,“ segir Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði. Sjávarútvegur Skattar og tollar Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Sjá meira
Álagning veiðigjalda á útgerðir hefur lækkað talsvert á síðustu þremur árum eftir að breytingar þannig að þau taka nú meira mið af nýliðinni veiðireynslu og stöðu útgerða en áður. Þau voru til að mynda um 1,8 milljarði lægri í fyrra en árið á undan. Árið 2019 greiddu 934 útgerðir samtals um 6,6 milljarða í veiðigjöld og af þeim greiddu fimm stærstu útgerðirnar samtals um einn komma þrjá milljarða króna. Álagning veiðigjalda á útgerðir hefur lækkað talsvert á síðustu þremur árum.Stöð 2/Hafsteinn Ársreikningar fyrir síðasta ár eru ekki komnir fram en í ársreikningum sjö stærstu útgerðanna fyrir 2019 kemur fram að Samherji á Íslandi var með tæpa sjö milljarða í rekstrarhagnað og greiddi um helming í arð og um 450 milljónir í veiðigjöld. Brim var með 6 milljarða hagnað, greiddi einn þriðja í arð og 630 milljónir í veiðigjöld. Síldarvinnslan var með 5,7 milljarða í rekstrarhagnað, greiddi 1,3 milljarða í arð og 280 milljónir í veiðigjöld. Samanlagður rekstrarhagnaður fyrirtækjanna sjö er um 26,5 milljarða en arðgreiðslur voru um 7,2 milljarða. Veiðigjöldin nema þannig einum tíunda af hagnaði og þriðjungi af arðgreiðslum. Samherji var með mestan rekstrarhagnað íslenskra útgerða árið 2019 samkvæmt ársreikningum.Stöð 2/Hafsteinn Segir hlutfallið vera óeðlilega lágt Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði, segir allt benda til að þetta hlutfall hafi lækkað á síðasta ári ef horft sé á þróunina í tekjum útgerðarinnar. Hann telur hlutfallið vera óeðlilega lágt. „Ég held að við verðum að viðurkenna að þetta er mjög lágur aðgöngumiði miðað við þann hagnað sem útgerðin hefur skapað og þetta er hlutfallsega mun minna en útgerðin hefur greitt á undanförnum árum.“ Hvað veldur því að þetta er svona lágt? „Þetta er reiknuð stærð og að hluta til er þetta vegna þess að afkoma ársins 2018 var ekkert sérstaklega góð og það er hún sem er lögð til grundvallar við mat á gjaldinu. Svo þetta gæti átt eftir að breytast á komandi árum en fyrst og fremst þá held ég að þessi aðferð að meta þetta með þessum hætti sé einfaldlega ekki góð,“ segir Daði. Nú eru lagðar til breytingar á stjórnarskránni varðandi auðlindaákvæðið, verður tekið á þessu þar? „Nei, því miður. Það leit nú út fyrir á tímabili að það yrði samstaða um þessar tillögur um breytingar að stjórnarskránni sem forsætisráðherra er að leggja fram en það ákvæði sem hún endaði með gengur ekki lengra en fyrsta grein laga um stjórn fiskveiða sem hefur skapað þetta ástand sem við erum með í dag. Það var krafa meðal annars Viðreisnar að það yrði sett inn í stjórnarskránna ákvæði um tímabindingu þessara réttinda og ef að það hefði verið þarna inni hefði verið mögulegt að taka upp annars konar gjaldtöku sem við vitum út frá reynslu nágrannalandanna að gefi betri raun heldur en þessi gerir,“ segir Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði.
Sjávarútvegur Skattar og tollar Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Sjá meira