Starfsfólki Tónlistarskóla Árnesinga umbunað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. febrúar 2021 20:44 Þrjátíu og níu starfsmönnum Tónlistarskóla Árnesinga var nýlega umbunað fyrir vel unnin störf á tímum Covid-19. Aðsend „Gjöfin var aðeins lítill þakklætisvottur fyrir allt það óeigingjarna starf sem starfsmenn skólans hafa innt af hendi frá því kórónaveirunnar fór að gæta fyrir ári síðan. Það reyndi mikið á mannskapinn að gjörbreyta kennsluháttum á nánast einni nóttu í mars, þegar kennsla færðist yfir í fjarkennslu,“ segir Helga Sighvatsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga aðspurð um gjöf sem 39 kennarar skólans fengu nýlega. „Með nánast engum fyrirvara, þurftu þeir að kynna sér fjarfundabúnað, setja upp kennsluaðstæður heima hjá sér, hafa samband við öll heimili til að koma á tengingu og hugsa kennslustundir upp á nýtt. Eftir þessa þrekraun í vor voru kennarar úrvinda.” Um var að ræða gjafabréf á Hótel Selfoss þar sem starfsfólkið gat valið um mat, gistingu eða spa. „Það hefur verið ómetanlegt að geta haldið öllum einkatímum í staðkennslu í vetur, þó tónfræði hafi á köflum þurft að fara fram í fjarkennslu. Æðruleysi, dugnaður og samvinna kennarahópsins hefur gert það að verkum að þetta hefur allt gengið upp,” bætir Helga við. Helga segir að þrátt fyrir allt álagið hafi verið ákveðið mjög snemma að starfsfólkið skyldi reyna að nýta sér þá þekkingu, sem þau öðlist til góðs. „Já, hefðbundið tónleikahald hefur ekki verið mögulegt í vetur, en í staðinn höfum við lagt áherslu á upptökur sem sendar hafa verið heim til nemenda, eða nemendatónleika á Teams eða Zoom. Kennarar hafa ýmist nýtt eigin síma eða önnur tæki og svo keypti skólinn upptökubúnað til að gera þetta mögulegt. Hugmyndin er að geta núna á vordögum boðið upp á stöku tónleika í streymi ef vel gengur,” segir Helga. Helga Sighvatsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga, sem segir að skólinn hafi verið “iðandi af lífi” allan tímann frá því að Kórónaveiran kom upp og starfsfólk komi reynslunni ríkari út úr þessum aðstæðum og starfsfólk skólans hafi staðist þrekraunina með mikilli prýði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir „Getum tapað landinu á örfáum árum“ Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira
„Með nánast engum fyrirvara, þurftu þeir að kynna sér fjarfundabúnað, setja upp kennsluaðstæður heima hjá sér, hafa samband við öll heimili til að koma á tengingu og hugsa kennslustundir upp á nýtt. Eftir þessa þrekraun í vor voru kennarar úrvinda.” Um var að ræða gjafabréf á Hótel Selfoss þar sem starfsfólkið gat valið um mat, gistingu eða spa. „Það hefur verið ómetanlegt að geta haldið öllum einkatímum í staðkennslu í vetur, þó tónfræði hafi á köflum þurft að fara fram í fjarkennslu. Æðruleysi, dugnaður og samvinna kennarahópsins hefur gert það að verkum að þetta hefur allt gengið upp,” bætir Helga við. Helga segir að þrátt fyrir allt álagið hafi verið ákveðið mjög snemma að starfsfólkið skyldi reyna að nýta sér þá þekkingu, sem þau öðlist til góðs. „Já, hefðbundið tónleikahald hefur ekki verið mögulegt í vetur, en í staðinn höfum við lagt áherslu á upptökur sem sendar hafa verið heim til nemenda, eða nemendatónleika á Teams eða Zoom. Kennarar hafa ýmist nýtt eigin síma eða önnur tæki og svo keypti skólinn upptökubúnað til að gera þetta mögulegt. Hugmyndin er að geta núna á vordögum boðið upp á stöku tónleika í streymi ef vel gengur,” segir Helga. Helga Sighvatsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga, sem segir að skólinn hafi verið “iðandi af lífi” allan tímann frá því að Kórónaveiran kom upp og starfsfólk komi reynslunni ríkari út úr þessum aðstæðum og starfsfólk skólans hafi staðist þrekraunina með mikilli prýði.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir „Getum tapað landinu á örfáum árum“ Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira