Frá þessu greinir Greta Ósk í tilkynningu til fjölmiðla. Þar segir að Greta Ósk hafi síðasta áratuginn starfað við afgreiðslu í heilsubúðum og við bætiefnaráðgjöf.
„Hennar helstu hugðarefni eru heilsa, umhverfi, náttúruvernd, persónuleg fjármál, fjármálalæsi og menntamál.
Greta Ósk er gift og á þrjú börn. Hún er formaður húsfélagsins þar sem hún býr í Vinastræti og er varaformaður Íbúasamtaka Urriðaholts.
Helstu baráttumál
Greta hefur verið virk í baráttu fyrir umbótum í málefnum rakaskemmda og myglu í húsnæði á Íslandi og unnið að því að vekja athygli á þeim áhrifum sem slík innimengun getur haft á heilsuna.
Hún vill vinna að því að fá nýju stjórnarskránna lögfesta, draga úr síaukinni misskiptingu í samfélaginu, vinna að auknu gagnsæi, vinna mót spillingu og gera kerfin skilvirkari og sanngjarnari.
Greta hefur áhuga á því að vinna að betrumbótum í umhverfismálum og lífkerfinu í stóra og smáa samhenginu,“ segir í tilkynningunni.