Segja Kínaferðina ekki hafa skilað miklum árangri Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2021 21:21 Frá blaðamannafundinum í dag. AP/Ng Han Guan Vísindamenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segja Kínaheimsókn þeirra ekki hafa skilað miklum árangri varðandi skilning vísindamanna á nýju kórónuveirunni. Hins vegar hafi teymi stofnunarinnar tekist að auka þekkingu varðandi upphaf faraldursins. Vísindamennirnir sem um ræðir luku nýverið mánaðarheimsókn til Wuhan í Kína, þar sem kórónuveiran greindist fyrst í mönnum. Leiðtogi teymisins sagði á blaðamannafundi í dag að veiran hafi að öllum líkindum borist úr dýrum í menn og að kenningar um að hún hefði borist frá rannsóknarstofu væru rangar. Meðal þeirra sem hafa varpað þeirri kenningu fram eru Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og embættismenn í ríkisstjórn hans. Markmið vísindamanna WHO var að reyna að finna upplýsingar um það hvernig veiran barst fyrst í menn. Fyrstu vísindamennirnir lentu í Kína þann 6. janúar og var þeim þá meinuð innganga í landið. Viðræður um verkefnið á milli WHO og yfirvalda í Kína höfðu þá staðið yfir í marga mánuði. Teymið heimsótti meðal annars fiskmarkað þar sem einhverjir hafa talið að veiran hafi borist snemma í menn og sagði einn sérfræðingur teymisins að þar hefðu verið dýr sem gætu hafa borið veiruna. Þar á meðal eru kanínur og rottur. Næsta skref yrði að skoða bóndabæi á svæðinu. Fram kom á blaðamannafundinum að teymið hefði ekki fundið vísbendingar um að nýja kórónuveiran hefði verið í umfangsmikilli dreifingu löngu áður en hún greindist fyrst. Leiðtogi teymisins sagði líkur á því að veiran hefði borist fyrst í menn úr leðurblökum. Hann sagði einnig að það kæmi til greina að veiran hefði borist til Kína í frosnum matvælum og það þyrfti að rannsaka frekar. Yfirvöld í Kína hafa haldið því fram að veiran hafi borist til Kína frá öðrum ríkjum og hefur því ítrekað verið lýst yfir að leifar veirunnar hafi fundist í frosnum matvælum. Samkvæmt áðurnefndum leiðtoga teymisins er talið að veiran geti lifað af í frosti en óljóst sé hvort hún geti borist í menn úr frosnum matvælum. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Vísindamennirnir sem um ræðir luku nýverið mánaðarheimsókn til Wuhan í Kína, þar sem kórónuveiran greindist fyrst í mönnum. Leiðtogi teymisins sagði á blaðamannafundi í dag að veiran hafi að öllum líkindum borist úr dýrum í menn og að kenningar um að hún hefði borist frá rannsóknarstofu væru rangar. Meðal þeirra sem hafa varpað þeirri kenningu fram eru Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og embættismenn í ríkisstjórn hans. Markmið vísindamanna WHO var að reyna að finna upplýsingar um það hvernig veiran barst fyrst í menn. Fyrstu vísindamennirnir lentu í Kína þann 6. janúar og var þeim þá meinuð innganga í landið. Viðræður um verkefnið á milli WHO og yfirvalda í Kína höfðu þá staðið yfir í marga mánuði. Teymið heimsótti meðal annars fiskmarkað þar sem einhverjir hafa talið að veiran hafi borist snemma í menn og sagði einn sérfræðingur teymisins að þar hefðu verið dýr sem gætu hafa borið veiruna. Þar á meðal eru kanínur og rottur. Næsta skref yrði að skoða bóndabæi á svæðinu. Fram kom á blaðamannafundinum að teymið hefði ekki fundið vísbendingar um að nýja kórónuveiran hefði verið í umfangsmikilli dreifingu löngu áður en hún greindist fyrst. Leiðtogi teymisins sagði líkur á því að veiran hefði borist fyrst í menn úr leðurblökum. Hann sagði einnig að það kæmi til greina að veiran hefði borist til Kína í frosnum matvælum og það þyrfti að rannsaka frekar. Yfirvöld í Kína hafa haldið því fram að veiran hafi borist til Kína frá öðrum ríkjum og hefur því ítrekað verið lýst yfir að leifar veirunnar hafi fundist í frosnum matvælum. Samkvæmt áðurnefndum leiðtoga teymisins er talið að veiran geti lifað af í frosti en óljóst sé hvort hún geti borist í menn úr frosnum matvælum.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira