Darri Freyr: Í Vesturbænum veit fólk hvenær leikirnir byrja að skipta máli Atli Freyr Arason skrifar 8. febrúar 2021 23:08 Darri Freyr tók við stjórnartaumunum hjá KR í sumar. vísir/vilhelm Darri Freyr Atlason var himinlifandi með sigur lærisveina sinna í KR á Grindavík í Dominos deild karla í kvöld. KR vann góðan útisigur eftir tap á heimavelli gegn Keflavík í síðustu umferð en Darri segir jafn framt að KR-ingar viti hvenær mikilvægustu leikirnir byrja; í úrslitakeppninni. „Ég er ánægður með að hafa klárað þetta. Við byrjuðum sérstaklega vel sóknarlega þar sem það var mikið flæði og það var það sem við þurftum að laga eftir seinni hálfleikinn gegn Keflavík. Við brugðumst vel við því. Svo kom kafli í seinni hálfleik í kvöld þar sem mér fannst við vera full slappir undir körfunni í frákasta baráttunni en við náðum alltaf að skora á móti sem svona hélt okkur á floti en síðan hertum við á fráköstunum undir rest og sigldum þessu heim,“ sagði glaður þjálfari KR-inga í leikslok. Jóhann Árni, leikmaður Grindavíkur, fór meiddur af velli í kvöld með skurð í andlitinu og baráttan undir körfunni var hörð á tímabili. Leikmenn beggja liða létu dómarana nokkru sinnum heyra það í leiknum en Darra fannst leikurinn í kvöld ekkert óvenju grófur. „Mér fannst þetta heilt yfir þokkalega vel dæmt. átökin voru einhver en ekkert eitthvað of nasty. Bara svona venjuleg slagsmál, allavega frá mínu sjónarhorni.“ Það gerðist ansi skondið atvik í fyrsta leikhluta þegar leikurinn var stöðvaður eftir að Darri hafði sparkað tússpenna inn á leikvöllinn þegar hans menn voru í ákjósanlegu færi. „Ég held að ég hafi tekið körfu af liðinu mínu með þessu,“ sagði Darri og hlær áður en hann bætir við: „Ég vissi ekki af pennanum á gólfinu og sparkaði honum óvart inn á völlinn þegar Matti var þarna í opnum leik á móti Joonas meira að segja, það match-up var frekar skrítið en þeir ná að laga það því leikurinn er eðlilega stöðvaður þegar einhver sparkar penna inn á völlinn. Ég þarf bara að taka þau tvö stig á kassann,“ svaraði Darri með stóru glotti. Það er þétt spilað eins og áður og KR-ingum býður erfitt verkefni í næsta leik þegar þeir fá Stjörnuna í heimsókn. „Stemningin fyrir þeim leik er góð. Við erum búnir að tala um það síðan í sumar að við séum á ákveðinni vegferð, við erum að breyta fullt af hlutum og í Vesturbænum veit fólk hvenær leikirnir byrja að skipta máli og það er ekki alveg strax. Við ætlum bara að reyna að halda áfram með það sem við erum að gera vel og að laga kannski þessi augljósu atriði, hvort sem það verður með einhverju innfluttu vinnuafli eða taktískum meistaraverkum þá þurfum við allavegana að stoppa upp í það og þá erum við í ágætis málum,“ sagði Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla KR Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
„Ég er ánægður með að hafa klárað þetta. Við byrjuðum sérstaklega vel sóknarlega þar sem það var mikið flæði og það var það sem við þurftum að laga eftir seinni hálfleikinn gegn Keflavík. Við brugðumst vel við því. Svo kom kafli í seinni hálfleik í kvöld þar sem mér fannst við vera full slappir undir körfunni í frákasta baráttunni en við náðum alltaf að skora á móti sem svona hélt okkur á floti en síðan hertum við á fráköstunum undir rest og sigldum þessu heim,“ sagði glaður þjálfari KR-inga í leikslok. Jóhann Árni, leikmaður Grindavíkur, fór meiddur af velli í kvöld með skurð í andlitinu og baráttan undir körfunni var hörð á tímabili. Leikmenn beggja liða létu dómarana nokkru sinnum heyra það í leiknum en Darra fannst leikurinn í kvöld ekkert óvenju grófur. „Mér fannst þetta heilt yfir þokkalega vel dæmt. átökin voru einhver en ekkert eitthvað of nasty. Bara svona venjuleg slagsmál, allavega frá mínu sjónarhorni.“ Það gerðist ansi skondið atvik í fyrsta leikhluta þegar leikurinn var stöðvaður eftir að Darri hafði sparkað tússpenna inn á leikvöllinn þegar hans menn voru í ákjósanlegu færi. „Ég held að ég hafi tekið körfu af liðinu mínu með þessu,“ sagði Darri og hlær áður en hann bætir við: „Ég vissi ekki af pennanum á gólfinu og sparkaði honum óvart inn á völlinn þegar Matti var þarna í opnum leik á móti Joonas meira að segja, það match-up var frekar skrítið en þeir ná að laga það því leikurinn er eðlilega stöðvaður þegar einhver sparkar penna inn á völlinn. Ég þarf bara að taka þau tvö stig á kassann,“ svaraði Darri með stóru glotti. Það er þétt spilað eins og áður og KR-ingum býður erfitt verkefni í næsta leik þegar þeir fá Stjörnuna í heimsókn. „Stemningin fyrir þeim leik er góð. Við erum búnir að tala um það síðan í sumar að við séum á ákveðinni vegferð, við erum að breyta fullt af hlutum og í Vesturbænum veit fólk hvenær leikirnir byrja að skipta máli og það er ekki alveg strax. Við ætlum bara að reyna að halda áfram með það sem við erum að gera vel og að laga kannski þessi augljósu atriði, hvort sem það verður með einhverju innfluttu vinnuafli eða taktískum meistaraverkum þá þurfum við allavegana að stoppa upp í það og þá erum við í ágætis málum,“ sagði Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla KR Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum