Segir að réttar upplýsingar um mögulega rannsókn Pfizer verði veittar þegar þær liggja fyrir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 11:27 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu. Lögreglan Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir engin samningsdrög frá Pfizer liggja á borðinu varðandi rannsóknarverkefni á bólusetningu íslensku þjóðarinnar með bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19, en hávær orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna daga um að samningur við Pfizer sé í höfn. Á upplýsingafundi landlæknis og almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins í dag kvaðst Þórólfur geta fullvissað alla um að réttar upplýsingar yrðu gefnar um málið fljótlega eða strax eftir að þær liggja fyrir. „Hið sanna er að við höfum enn ekki fengið samningsdrög frá Pfizer og á meðan svo er þá liggur ekki fyrir hvort af þessu verkefni verður og því síður hversu marga skammta af bóluefni við fáum eða hvenær það kemur. Ég get fullvissað alla um að réttar upplýsingar verða gefnar um þetta mál fljótlega eða strax eftir að þær liggja fyrir,“ sagði Þórólfur. Þetta er í takt við það sem Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, sagði á Facebook-síðu Freys Rögnvaldssonar, blaðamanns, um helgina þar sem orðrómurinn var til umræðu. „Ef það væri kominn samningur, eða undirritun hans yfirvofandi, þá yrði það tilkynnt mjög afdráttarlaust. Það er ekki hægt að ráðast í risavaxið rannsóknarverkefni sem þetta án þess að kynna það vel og nokkuð áður en það hefst. Ef það væri raunin að unnið væri að því bakvið tjöldin að hefja fjöldabólusetningu þjóðarinnar og á mánudaginn yrði hún boðuð í Laugardalshöll, þá væri það vægast vafasöm upplýsingagjöf og seint til þess fallin að auka trúverðugleika verkefnisins,“ sagði Kjartan Hreinn í svari við færslu Freys. Aðspurður hvort að hann og aðrir mundi ekki hreinlega bara staðfastlega neita öllu í tengslum við mögulegan samning við Pfizer vegna þess hversu stórt mál þetta væri, meðal annars fyrir hlutabréfamarkaðinn sagði Þórólfur: „Bara eins og við höfum gert allan tímann í þessum faraldri þá höfum við bara komið með þær staðreyndir sem liggja á borðinu. Við erum ekki að koma með eitthvað sem er óljóst eða menn eru svona að velta vöngum yfir. Það gildir það sama um þetta bóluefni. Það vita allir að við höfum komið með ákveðna tillögu til Pfizer, hún er til meðhöndlunar þar og þeir eru að koma með drög að samningi sem er ekki kominn og þá er ekki meira um það að segja í sjálfu sér. En um leið og það verður komið þá þurfum við náttúrulega fyrst að byrja á því að skoða þau samningstilboð sem þar eru og hvort það sé ásættanlegt fyrir okkur og íslenska þjóð og eftir það þá verður þetta bara tilkynnt, já eða nei.“ Ein af þeim flökkusögum sem gengið hafa fjöllum hærra undanfarna daga er að eitt af skilyrðum Pfizer fyrir að gera rannsóknina hér sé að landamæri landsins verði opnuð upp á gátt. Þórólfur var spurður hvort að þetta hefði komið til tals. „Nei, eins og ég sagði áðan þá eru mjög margar flökkusögur, sumar skemmtilegar og aðrar ekki eins skemmtilegar. En ég get bara ekkert svarað þessu, það hefur ekkert komið fram, við erum ekki með samningsdrög að einu eða neinu ennþá þannig að ég get ekki svarað þessu, hvorki neitandi né neitandi.“ Þá hvar hann spurður hvort að hann myndi sætta sig við slíkt skilyrði; að allir yrðu bólusettir að því gefnu að landamærin yrðu opnuð. Þórólfur kvaðst heldur ekki alveg geta svarað þessu. Skoða þyrfti málið í heild sinni. „Eins og ég hef sagt áður þá er hluti af því að fá þessi drög fyrir okkur að skoða þau og kanna hvort þetta sé ásættanlegt fyrir okkur. Það eru ýmsir þættir sem eru ásættanlegir og aðrir ekki en við verðum að líta á þetta út frá okkar hagsmunum líka.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Á upplýsingafundi landlæknis og almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins í dag kvaðst Þórólfur geta fullvissað alla um að réttar upplýsingar yrðu gefnar um málið fljótlega eða strax eftir að þær liggja fyrir. „Hið sanna er að við höfum enn ekki fengið samningsdrög frá Pfizer og á meðan svo er þá liggur ekki fyrir hvort af þessu verkefni verður og því síður hversu marga skammta af bóluefni við fáum eða hvenær það kemur. Ég get fullvissað alla um að réttar upplýsingar verða gefnar um þetta mál fljótlega eða strax eftir að þær liggja fyrir,“ sagði Þórólfur. Þetta er í takt við það sem Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, sagði á Facebook-síðu Freys Rögnvaldssonar, blaðamanns, um helgina þar sem orðrómurinn var til umræðu. „Ef það væri kominn samningur, eða undirritun hans yfirvofandi, þá yrði það tilkynnt mjög afdráttarlaust. Það er ekki hægt að ráðast í risavaxið rannsóknarverkefni sem þetta án þess að kynna það vel og nokkuð áður en það hefst. Ef það væri raunin að unnið væri að því bakvið tjöldin að hefja fjöldabólusetningu þjóðarinnar og á mánudaginn yrði hún boðuð í Laugardalshöll, þá væri það vægast vafasöm upplýsingagjöf og seint til þess fallin að auka trúverðugleika verkefnisins,“ sagði Kjartan Hreinn í svari við færslu Freys. Aðspurður hvort að hann og aðrir mundi ekki hreinlega bara staðfastlega neita öllu í tengslum við mögulegan samning við Pfizer vegna þess hversu stórt mál þetta væri, meðal annars fyrir hlutabréfamarkaðinn sagði Þórólfur: „Bara eins og við höfum gert allan tímann í þessum faraldri þá höfum við bara komið með þær staðreyndir sem liggja á borðinu. Við erum ekki að koma með eitthvað sem er óljóst eða menn eru svona að velta vöngum yfir. Það gildir það sama um þetta bóluefni. Það vita allir að við höfum komið með ákveðna tillögu til Pfizer, hún er til meðhöndlunar þar og þeir eru að koma með drög að samningi sem er ekki kominn og þá er ekki meira um það að segja í sjálfu sér. En um leið og það verður komið þá þurfum við náttúrulega fyrst að byrja á því að skoða þau samningstilboð sem þar eru og hvort það sé ásættanlegt fyrir okkur og íslenska þjóð og eftir það þá verður þetta bara tilkynnt, já eða nei.“ Ein af þeim flökkusögum sem gengið hafa fjöllum hærra undanfarna daga er að eitt af skilyrðum Pfizer fyrir að gera rannsóknina hér sé að landamæri landsins verði opnuð upp á gátt. Þórólfur var spurður hvort að þetta hefði komið til tals. „Nei, eins og ég sagði áðan þá eru mjög margar flökkusögur, sumar skemmtilegar og aðrar ekki eins skemmtilegar. En ég get bara ekkert svarað þessu, það hefur ekkert komið fram, við erum ekki með samningsdrög að einu eða neinu ennþá þannig að ég get ekki svarað þessu, hvorki neitandi né neitandi.“ Þá hvar hann spurður hvort að hann myndi sætta sig við slíkt skilyrði; að allir yrðu bólusettir að því gefnu að landamærin yrðu opnuð. Þórólfur kvaðst heldur ekki alveg geta svarað þessu. Skoða þyrfti málið í heild sinni. „Eins og ég hef sagt áður þá er hluti af því að fá þessi drög fyrir okkur að skoða þau og kanna hvort þetta sé ásættanlegt fyrir okkur. Það eru ýmsir þættir sem eru ásættanlegir og aðrir ekki en við verðum að líta á þetta út frá okkar hagsmunum líka.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira