„Það bjargar enginn heiminum einn“ Heimsljós 8. febrúar 2021 11:30 Úr fyrsta þættinum sem sýndur var á föstudaginn. Ungir þáttastjórnendur kynna sér heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í nýrri þáttaröð á KrakkaRÚV, HM30, sem framleidd í samstarfi við forsætis- og utanríkisráðuneytið. „Það sem kom mér mest á óvart þegar ég var að kynna mér heimsmarkmiðin var til dæmis hversu mikið vatn þarf til að búa til einn hamborgara, hversu mörg ár börn í sumum löndum fá að vera í skóla, ójafnrétti á milli karla og kvenna á vinnumarkaðnum. Og svona gæti ég haldið áfram,” segir Steinunn Kristín Valtýsdóttir eða Dídí eins og hún er jafnan kölluð. Hún sér ásamt Aroni Gauta Kristinssyni um nýja þáttaröð á KrakkaRÚV um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Þættirnir hafa hlotið nafnið HM30 og verða sýndir á föstudögum næstu mánuðina. KrakkaRÚV framleiðir þættina í samstarfi við forsætis- og utanríkisráðuneytið og undirbúningsvinna við þættina hefur staðið yfir í nokkra mánuði. Í fyrsta þættinum sem sýndur á föstudag kynntu Dídí og Aron sér markmið númer 17 - samvinnu um markmiðin og ræddu við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Að mati Arons er sautjánda markmiðið það mikilvægasta. „Það er það sem þarf að vera í lagi til að við getum unnið að hinum markmiðunum. Það bjargar enginn heiminum einn. Við þurfum samvinnu og samstöðu. Þetta snýst um það að búa til sanngjarnari, jafnari, hreinni og betri heim fyrir alla sem búa hérna á jörðinni og hvað við, ég og þú, getum gert,” segir Aron. Á skólavef Félags Sameinuðu þjóðanna er að finna ýmis konar kennslugögn tengd heimsmarkmiðunum. Um er að ræða verkefnahugmyndir sem nýtast kennurum á grunn- og framhaldsskólastigi en markmiðið er að nemendur öðlist aukinn skilning á alþjóðamálum og sjálfbærri þróun og þjálfist í gagnrýnni hugsun. Þá hefur Menntamálastofnun einnig gefið út námsefni þar sem heimsmarkmiðin koma fyrir. Handritshöfundar að HM30 eru Birkir Blær Ingólfsson, Eva Rún Þorgeirsdóttir, Jóhannes Ólafsson og Sigyn Blöndal, sem jafnframt er leikstjórin. Upptaka og samsetning er í höndum Sturlu Skúlasonar Holm. Þættirnir eru sýndir í þættinum Húllumhæ á föstudögum kl. 18.35. Jafnframt birtast þeir á vef Heimsmarkmiðanna á hverjum föstudegi, auk stoðefnis sem Félag Sameinuðu þjóðanna hefur látið þýða á íslensku. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Krakkar Sameinuðu þjóðirnar Menning Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent
„Það sem kom mér mest á óvart þegar ég var að kynna mér heimsmarkmiðin var til dæmis hversu mikið vatn þarf til að búa til einn hamborgara, hversu mörg ár börn í sumum löndum fá að vera í skóla, ójafnrétti á milli karla og kvenna á vinnumarkaðnum. Og svona gæti ég haldið áfram,” segir Steinunn Kristín Valtýsdóttir eða Dídí eins og hún er jafnan kölluð. Hún sér ásamt Aroni Gauta Kristinssyni um nýja þáttaröð á KrakkaRÚV um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Þættirnir hafa hlotið nafnið HM30 og verða sýndir á föstudögum næstu mánuðina. KrakkaRÚV framleiðir þættina í samstarfi við forsætis- og utanríkisráðuneytið og undirbúningsvinna við þættina hefur staðið yfir í nokkra mánuði. Í fyrsta þættinum sem sýndur á föstudag kynntu Dídí og Aron sér markmið númer 17 - samvinnu um markmiðin og ræddu við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Að mati Arons er sautjánda markmiðið það mikilvægasta. „Það er það sem þarf að vera í lagi til að við getum unnið að hinum markmiðunum. Það bjargar enginn heiminum einn. Við þurfum samvinnu og samstöðu. Þetta snýst um það að búa til sanngjarnari, jafnari, hreinni og betri heim fyrir alla sem búa hérna á jörðinni og hvað við, ég og þú, getum gert,” segir Aron. Á skólavef Félags Sameinuðu þjóðanna er að finna ýmis konar kennslugögn tengd heimsmarkmiðunum. Um er að ræða verkefnahugmyndir sem nýtast kennurum á grunn- og framhaldsskólastigi en markmiðið er að nemendur öðlist aukinn skilning á alþjóðamálum og sjálfbærri þróun og þjálfist í gagnrýnni hugsun. Þá hefur Menntamálastofnun einnig gefið út námsefni þar sem heimsmarkmiðin koma fyrir. Handritshöfundar að HM30 eru Birkir Blær Ingólfsson, Eva Rún Þorgeirsdóttir, Jóhannes Ólafsson og Sigyn Blöndal, sem jafnframt er leikstjórin. Upptaka og samsetning er í höndum Sturlu Skúlasonar Holm. Þættirnir eru sýndir í þættinum Húllumhæ á föstudögum kl. 18.35. Jafnframt birtast þeir á vef Heimsmarkmiðanna á hverjum föstudegi, auk stoðefnis sem Félag Sameinuðu þjóðanna hefur látið þýða á íslensku. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Krakkar Sameinuðu þjóðirnar Menning Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent