Hlynur fimm sóknarfráköstum frá því að eiga öll frákastametin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2021 14:01 Hlynur Bæringsson sést hér vera búinn að taka eitt frákast til viðbótar í Domino´s deildinni. Vísir/Vilhelm Hlynur Bæringsson er aðeins fimm sóknarfráköstum frá því að jafna met Guðmundar Bragasonar yfir flest sóknarfráköst í sögu úrvalsdeildar karla í körfubolta. Guðmundur Bragason tók á sínum tíma 1243 sóknarfráköst í 348 leikjum í úrvalsdeildinni en Hlynur er núna kominn með 1238 sóknarfráköst í 331 leik. Hlynur hefur tekið sautján sóknafráköst í fyrstu átta leikjum Stjörnunnar eða 2,1 að meðaltali í leik. Það gæti því tekið hann meira en tvo leiki til viðbótar að ná metinu en Hlynur hefur tekið sjö sóknarfráköst í síðustu tveimur leikjum og er því að hækka meðaltali sitt á þeim vígstöðvum. Guðmundur Bragason átti öll frákastametin í langan tíma en Hlynur hefur þegar komust upp fyrir hann í heildarfráköstum og í varnarfráköstum. Nú gæti síðasta metið hans Guðmundar fallið í næstu leikjum Stjörnumanna. Guðmundur Bragason hefur átt metið yfir flest sóknarfráköst nær samfellt í meira þrjá áratugi þó að John Kevin Rhodes hafi komist upp fyrir hann um tíma á miðjum tíunda áratugnum. Guðmundur komst aftur í efsta sætið tímabilið 1999-2000 eftir að hafa komið aftur heim úr atvinnumennsku. Hann hefur því átt metið síðan haustið 1999 eða í meira en 21 ár. Guðmundur getur reyndar komið því að það var ekki tekin frákastatölfræði á hans fyrsta tímabili í úrvalsdeildinni sem var veturinn 1987-1988 en það voru reyndar bara sextán deildarleikir spilaðir þann veturinn. Hlynur Bæringsson er þegar búinn að ná 284 fleiri heildarfráköstum en Guðmundur Bragason en hér eru aðeins tekin til fráköst í deildarleikjum þeirra. Hlynur er nú kominn með 3544 fráköst i 331 leik eða 10,7 að meðaltali í leik. Guðmundur var með 9,4 fráköst að meðaltali í leik. Friðrik Erlendur Stefánsson var aðeins 48 fráköstum frá því að ná frákastameti Guðmundar þegar hann setti skóna sína upp á hillu en Hlynur eignaðist metið yfir flest heildarfráköst í úrvalsdeildinni tímabilið 2018-2019. Næstu á eftir Hlyni á listanum yfir sóknafráköst af núverandi leikmönnum Domino´s deildarinnar eru þeir Helgi Rafn Viggósson, Ragnar Ágúst Nathanaelsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson en þeir hafa allir aðeins tekið um helminginn af sóknafráköstum Hlyns. Næsti leikur Hlyns Bæringssonar og félaga í Stjörnunni er á móti ÍR á heimavelli í kvöld en Stjarnan spilar síðan við KR á fimmtudaginn. Leikur Stjörnunnar og ÍR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsendingin klukkan 19.05. Flest sóknafráköst í sögu úrvalsdeildar karla: (Tölfræðin hefur verið tekin saman frá 1988) 1. Guðmundur Bragason 1243 2. Hlynur Elías Bæringsson 1238 3. Friðrik Erlendur Stefánsson 1055 4. Ómar Örn Sævarsson 1043 5. John Kevin Rhodes 910 6. Rondey Robinson 844 7. Páll Kristinsson 837 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Stjarnan Mest lesið Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
Guðmundur Bragason tók á sínum tíma 1243 sóknarfráköst í 348 leikjum í úrvalsdeildinni en Hlynur er núna kominn með 1238 sóknarfráköst í 331 leik. Hlynur hefur tekið sautján sóknafráköst í fyrstu átta leikjum Stjörnunnar eða 2,1 að meðaltali í leik. Það gæti því tekið hann meira en tvo leiki til viðbótar að ná metinu en Hlynur hefur tekið sjö sóknarfráköst í síðustu tveimur leikjum og er því að hækka meðaltali sitt á þeim vígstöðvum. Guðmundur Bragason átti öll frákastametin í langan tíma en Hlynur hefur þegar komust upp fyrir hann í heildarfráköstum og í varnarfráköstum. Nú gæti síðasta metið hans Guðmundar fallið í næstu leikjum Stjörnumanna. Guðmundur Bragason hefur átt metið yfir flest sóknarfráköst nær samfellt í meira þrjá áratugi þó að John Kevin Rhodes hafi komist upp fyrir hann um tíma á miðjum tíunda áratugnum. Guðmundur komst aftur í efsta sætið tímabilið 1999-2000 eftir að hafa komið aftur heim úr atvinnumennsku. Hann hefur því átt metið síðan haustið 1999 eða í meira en 21 ár. Guðmundur getur reyndar komið því að það var ekki tekin frákastatölfræði á hans fyrsta tímabili í úrvalsdeildinni sem var veturinn 1987-1988 en það voru reyndar bara sextán deildarleikir spilaðir þann veturinn. Hlynur Bæringsson er þegar búinn að ná 284 fleiri heildarfráköstum en Guðmundur Bragason en hér eru aðeins tekin til fráköst í deildarleikjum þeirra. Hlynur er nú kominn með 3544 fráköst i 331 leik eða 10,7 að meðaltali í leik. Guðmundur var með 9,4 fráköst að meðaltali í leik. Friðrik Erlendur Stefánsson var aðeins 48 fráköstum frá því að ná frákastameti Guðmundar þegar hann setti skóna sína upp á hillu en Hlynur eignaðist metið yfir flest heildarfráköst í úrvalsdeildinni tímabilið 2018-2019. Næstu á eftir Hlyni á listanum yfir sóknafráköst af núverandi leikmönnum Domino´s deildarinnar eru þeir Helgi Rafn Viggósson, Ragnar Ágúst Nathanaelsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson en þeir hafa allir aðeins tekið um helminginn af sóknafráköstum Hlyns. Næsti leikur Hlyns Bæringssonar og félaga í Stjörnunni er á móti ÍR á heimavelli í kvöld en Stjarnan spilar síðan við KR á fimmtudaginn. Leikur Stjörnunnar og ÍR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsendingin klukkan 19.05. Flest sóknafráköst í sögu úrvalsdeildar karla: (Tölfræðin hefur verið tekin saman frá 1988) 1. Guðmundur Bragason 1243 2. Hlynur Elías Bæringsson 1238 3. Friðrik Erlendur Stefánsson 1055 4. Ómar Örn Sævarsson 1043 5. John Kevin Rhodes 910 6. Rondey Robinson 844 7. Páll Kristinsson 837 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Flest sóknafráköst í sögu úrvalsdeildar karla: (Tölfræðin hefur verið tekin saman frá 1988) 1. Guðmundur Bragason 1243 2. Hlynur Elías Bæringsson 1238 3. Friðrik Erlendur Stefánsson 1055 4. Ómar Örn Sævarsson 1043 5. John Kevin Rhodes 910 6. Rondey Robinson 844 7. Páll Kristinsson 837
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Stjarnan Mest lesið Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti