Hlynur fimm sóknarfráköstum frá því að eiga öll frákastametin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2021 14:01 Hlynur Bæringsson sést hér vera búinn að taka eitt frákast til viðbótar í Domino´s deildinni. Vísir/Vilhelm Hlynur Bæringsson er aðeins fimm sóknarfráköstum frá því að jafna met Guðmundar Bragasonar yfir flest sóknarfráköst í sögu úrvalsdeildar karla í körfubolta. Guðmundur Bragason tók á sínum tíma 1243 sóknarfráköst í 348 leikjum í úrvalsdeildinni en Hlynur er núna kominn með 1238 sóknarfráköst í 331 leik. Hlynur hefur tekið sautján sóknafráköst í fyrstu átta leikjum Stjörnunnar eða 2,1 að meðaltali í leik. Það gæti því tekið hann meira en tvo leiki til viðbótar að ná metinu en Hlynur hefur tekið sjö sóknarfráköst í síðustu tveimur leikjum og er því að hækka meðaltali sitt á þeim vígstöðvum. Guðmundur Bragason átti öll frákastametin í langan tíma en Hlynur hefur þegar komust upp fyrir hann í heildarfráköstum og í varnarfráköstum. Nú gæti síðasta metið hans Guðmundar fallið í næstu leikjum Stjörnumanna. Guðmundur Bragason hefur átt metið yfir flest sóknarfráköst nær samfellt í meira þrjá áratugi þó að John Kevin Rhodes hafi komist upp fyrir hann um tíma á miðjum tíunda áratugnum. Guðmundur komst aftur í efsta sætið tímabilið 1999-2000 eftir að hafa komið aftur heim úr atvinnumennsku. Hann hefur því átt metið síðan haustið 1999 eða í meira en 21 ár. Guðmundur getur reyndar komið því að það var ekki tekin frákastatölfræði á hans fyrsta tímabili í úrvalsdeildinni sem var veturinn 1987-1988 en það voru reyndar bara sextán deildarleikir spilaðir þann veturinn. Hlynur Bæringsson er þegar búinn að ná 284 fleiri heildarfráköstum en Guðmundur Bragason en hér eru aðeins tekin til fráköst í deildarleikjum þeirra. Hlynur er nú kominn með 3544 fráköst i 331 leik eða 10,7 að meðaltali í leik. Guðmundur var með 9,4 fráköst að meðaltali í leik. Friðrik Erlendur Stefánsson var aðeins 48 fráköstum frá því að ná frákastameti Guðmundar þegar hann setti skóna sína upp á hillu en Hlynur eignaðist metið yfir flest heildarfráköst í úrvalsdeildinni tímabilið 2018-2019. Næstu á eftir Hlyni á listanum yfir sóknafráköst af núverandi leikmönnum Domino´s deildarinnar eru þeir Helgi Rafn Viggósson, Ragnar Ágúst Nathanaelsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson en þeir hafa allir aðeins tekið um helminginn af sóknafráköstum Hlyns. Næsti leikur Hlyns Bæringssonar og félaga í Stjörnunni er á móti ÍR á heimavelli í kvöld en Stjarnan spilar síðan við KR á fimmtudaginn. Leikur Stjörnunnar og ÍR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsendingin klukkan 19.05. Flest sóknafráköst í sögu úrvalsdeildar karla: (Tölfræðin hefur verið tekin saman frá 1988) 1. Guðmundur Bragason 1243 2. Hlynur Elías Bæringsson 1238 3. Friðrik Erlendur Stefánsson 1055 4. Ómar Örn Sævarsson 1043 5. John Kevin Rhodes 910 6. Rondey Robinson 844 7. Páll Kristinsson 837 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Stjarnan Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira
Guðmundur Bragason tók á sínum tíma 1243 sóknarfráköst í 348 leikjum í úrvalsdeildinni en Hlynur er núna kominn með 1238 sóknarfráköst í 331 leik. Hlynur hefur tekið sautján sóknafráköst í fyrstu átta leikjum Stjörnunnar eða 2,1 að meðaltali í leik. Það gæti því tekið hann meira en tvo leiki til viðbótar að ná metinu en Hlynur hefur tekið sjö sóknarfráköst í síðustu tveimur leikjum og er því að hækka meðaltali sitt á þeim vígstöðvum. Guðmundur Bragason átti öll frákastametin í langan tíma en Hlynur hefur þegar komust upp fyrir hann í heildarfráköstum og í varnarfráköstum. Nú gæti síðasta metið hans Guðmundar fallið í næstu leikjum Stjörnumanna. Guðmundur Bragason hefur átt metið yfir flest sóknarfráköst nær samfellt í meira þrjá áratugi þó að John Kevin Rhodes hafi komist upp fyrir hann um tíma á miðjum tíunda áratugnum. Guðmundur komst aftur í efsta sætið tímabilið 1999-2000 eftir að hafa komið aftur heim úr atvinnumennsku. Hann hefur því átt metið síðan haustið 1999 eða í meira en 21 ár. Guðmundur getur reyndar komið því að það var ekki tekin frákastatölfræði á hans fyrsta tímabili í úrvalsdeildinni sem var veturinn 1987-1988 en það voru reyndar bara sextán deildarleikir spilaðir þann veturinn. Hlynur Bæringsson er þegar búinn að ná 284 fleiri heildarfráköstum en Guðmundur Bragason en hér eru aðeins tekin til fráköst í deildarleikjum þeirra. Hlynur er nú kominn með 3544 fráköst i 331 leik eða 10,7 að meðaltali í leik. Guðmundur var með 9,4 fráköst að meðaltali í leik. Friðrik Erlendur Stefánsson var aðeins 48 fráköstum frá því að ná frákastameti Guðmundar þegar hann setti skóna sína upp á hillu en Hlynur eignaðist metið yfir flest heildarfráköst í úrvalsdeildinni tímabilið 2018-2019. Næstu á eftir Hlyni á listanum yfir sóknafráköst af núverandi leikmönnum Domino´s deildarinnar eru þeir Helgi Rafn Viggósson, Ragnar Ágúst Nathanaelsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson en þeir hafa allir aðeins tekið um helminginn af sóknafráköstum Hlyns. Næsti leikur Hlyns Bæringssonar og félaga í Stjörnunni er á móti ÍR á heimavelli í kvöld en Stjarnan spilar síðan við KR á fimmtudaginn. Leikur Stjörnunnar og ÍR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsendingin klukkan 19.05. Flest sóknafráköst í sögu úrvalsdeildar karla: (Tölfræðin hefur verið tekin saman frá 1988) 1. Guðmundur Bragason 1243 2. Hlynur Elías Bæringsson 1238 3. Friðrik Erlendur Stefánsson 1055 4. Ómar Örn Sævarsson 1043 5. John Kevin Rhodes 910 6. Rondey Robinson 844 7. Páll Kristinsson 837 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Flest sóknafráköst í sögu úrvalsdeildar karla: (Tölfræðin hefur verið tekin saman frá 1988) 1. Guðmundur Bragason 1243 2. Hlynur Elías Bæringsson 1238 3. Friðrik Erlendur Stefánsson 1055 4. Ómar Örn Sævarsson 1043 5. John Kevin Rhodes 910 6. Rondey Robinson 844 7. Páll Kristinsson 837
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Stjarnan Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira