„Vonin hefur dvínað“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. febrúar 2021 22:04 Umfangsmikil leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr í dag bar ekki árangur. Um þrír sólarhringar eru nú síðan þeir héldu í ferð sína á toppinn og fer vonin dvínandi að þeir finnist á lífi. Þetta er annar dagurinn í röð sem skipulögð leit fer fram að þeim félögum á vegum pakistanska hersins. Aðstæður til leitar eru erfiðar en aðeins tókst að fljúga þyrlum hersins í innan við átta þúsund metra hæð. Fjallið er 8.611 metra hátt. Það var á fimmtudagskvöldið sem þeir félagar héldu á stað í átt að toppnum en gert var ráð fyrir að það tæki þá fimmtán til sextán klukkustundir að ná toppnum. Um fimm leytið aðfaranótt föstudagsins lenti fjórði maðurinn sem var með í för Sajid Sapara í vanda og snéri við. Þegar hann sá þremenningana síðast voru þeir við flöskuháls í um 8.200 metra hæð eða um fjögur hundruð metra frá toppnum líkt og sjá má á þessari mynd. Síðan þá hefur ekkert heyrst í þeim. Græni hringurinn sýnir flöskuhálsinn þar sem John Snorri og félagar sáust síðast. Þeir áttu þá eftir um fjögur hundruð metra leið upp á toppinn.Mynd/Aðsend Aðstæður erfiðar og kalt í hlíðum fjallsins Juan Pablo Mohr, einn þremenninganna var í ferð sem fjallaferðaskrifstofan Seven Summit Treaks sá um skipulagningu á. Starfsfólk þar hefur tekið þátt í skipulaginu leitarinnar og leitinni sjálfri. „Við gerðum áætlun í dag og merktum inn á kort þá staði þar sem þeir gætu mögulega hafa hrapað eða týnst. Tvær þyrlur á vegum hersins leituðu á þessum stöðum,“ segir Thaneswar Guragai hjá Seven Summit Treaks Hann segir aðstæður erfiðar og kalt efst í hlíðum fjallsins. „ Nú er vetur og kuldinn er svo gífurlega mikill. Það er ekki óalgengt að hann fari niður í mínus 75 gráður þegar vindkælingin bætist við. Þá mælist 50 stiga frost og mínus 75 stig með vindkælingarstuðli.“ Leit var að mestu lokið á fjórða tímanum að íslenskum tíma í dag þar til birtir á ný. Þá stendur til að fljúga þyrlum hersins aftur yfir svæðið. „Vonin hefur dvínað. Samkvæmt upplýsingum sem ég hef frá grunnbúðum þá eru aðstæður mjög svo erfiðar. Þetta er K2 og það er vetur,“ segir Thaneswar Guragai. Pakistan Íslendingar erlendis Fjallamennska John Snorri á K2 Tengdar fréttir Sajid Sadpara er vonlítill um að faðir hans og samferðamenn finnist á lífi Sajid Sadpara, sem var með John Snorra á K2 en þurfti að snúa við vegna bilaðs súrefniskútar, segist vonlítill um að Ali faðir hans og samferðamenn finnist á lífi. 7. febrúar 2021 17:55 Myndir frá leitinni: Víðtæk leit hefur enn engan árangur borið Víðtæk leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á fjallinu K2 hefur enn engan árangur borið. Stefnt er að því að leita af fullum þunga í dag alveg þar til dimmir. 7. febrúar 2021 12:28 „Til að takast hið ómögulega verður maður að reyna hið fáránlega“ Þessi orð eru höfð eftir spænska rithöfundinum Miguel de Cervantes sem var uppi á 16. og 17. öld. Þessi orð valdi John Snorri Sigurjónsson fjallagarpur og birtir á veglegri heimasíðu sinni, johnsnorri.com. 7. febrúar 2021 07:13 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira
Þetta er annar dagurinn í röð sem skipulögð leit fer fram að þeim félögum á vegum pakistanska hersins. Aðstæður til leitar eru erfiðar en aðeins tókst að fljúga þyrlum hersins í innan við átta þúsund metra hæð. Fjallið er 8.611 metra hátt. Það var á fimmtudagskvöldið sem þeir félagar héldu á stað í átt að toppnum en gert var ráð fyrir að það tæki þá fimmtán til sextán klukkustundir að ná toppnum. Um fimm leytið aðfaranótt föstudagsins lenti fjórði maðurinn sem var með í för Sajid Sapara í vanda og snéri við. Þegar hann sá þremenningana síðast voru þeir við flöskuháls í um 8.200 metra hæð eða um fjögur hundruð metra frá toppnum líkt og sjá má á þessari mynd. Síðan þá hefur ekkert heyrst í þeim. Græni hringurinn sýnir flöskuhálsinn þar sem John Snorri og félagar sáust síðast. Þeir áttu þá eftir um fjögur hundruð metra leið upp á toppinn.Mynd/Aðsend Aðstæður erfiðar og kalt í hlíðum fjallsins Juan Pablo Mohr, einn þremenninganna var í ferð sem fjallaferðaskrifstofan Seven Summit Treaks sá um skipulagningu á. Starfsfólk þar hefur tekið þátt í skipulaginu leitarinnar og leitinni sjálfri. „Við gerðum áætlun í dag og merktum inn á kort þá staði þar sem þeir gætu mögulega hafa hrapað eða týnst. Tvær þyrlur á vegum hersins leituðu á þessum stöðum,“ segir Thaneswar Guragai hjá Seven Summit Treaks Hann segir aðstæður erfiðar og kalt efst í hlíðum fjallsins. „ Nú er vetur og kuldinn er svo gífurlega mikill. Það er ekki óalgengt að hann fari niður í mínus 75 gráður þegar vindkælingin bætist við. Þá mælist 50 stiga frost og mínus 75 stig með vindkælingarstuðli.“ Leit var að mestu lokið á fjórða tímanum að íslenskum tíma í dag þar til birtir á ný. Þá stendur til að fljúga þyrlum hersins aftur yfir svæðið. „Vonin hefur dvínað. Samkvæmt upplýsingum sem ég hef frá grunnbúðum þá eru aðstæður mjög svo erfiðar. Þetta er K2 og það er vetur,“ segir Thaneswar Guragai.
Pakistan Íslendingar erlendis Fjallamennska John Snorri á K2 Tengdar fréttir Sajid Sadpara er vonlítill um að faðir hans og samferðamenn finnist á lífi Sajid Sadpara, sem var með John Snorra á K2 en þurfti að snúa við vegna bilaðs súrefniskútar, segist vonlítill um að Ali faðir hans og samferðamenn finnist á lífi. 7. febrúar 2021 17:55 Myndir frá leitinni: Víðtæk leit hefur enn engan árangur borið Víðtæk leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á fjallinu K2 hefur enn engan árangur borið. Stefnt er að því að leita af fullum þunga í dag alveg þar til dimmir. 7. febrúar 2021 12:28 „Til að takast hið ómögulega verður maður að reyna hið fáránlega“ Þessi orð eru höfð eftir spænska rithöfundinum Miguel de Cervantes sem var uppi á 16. og 17. öld. Þessi orð valdi John Snorri Sigurjónsson fjallagarpur og birtir á veglegri heimasíðu sinni, johnsnorri.com. 7. febrúar 2021 07:13 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira
Sajid Sadpara er vonlítill um að faðir hans og samferðamenn finnist á lífi Sajid Sadpara, sem var með John Snorra á K2 en þurfti að snúa við vegna bilaðs súrefniskútar, segist vonlítill um að Ali faðir hans og samferðamenn finnist á lífi. 7. febrúar 2021 17:55
Myndir frá leitinni: Víðtæk leit hefur enn engan árangur borið Víðtæk leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á fjallinu K2 hefur enn engan árangur borið. Stefnt er að því að leita af fullum þunga í dag alveg þar til dimmir. 7. febrúar 2021 12:28
„Til að takast hið ómögulega verður maður að reyna hið fáránlega“ Þessi orð eru höfð eftir spænska rithöfundinum Miguel de Cervantes sem var uppi á 16. og 17. öld. Þessi orð valdi John Snorri Sigurjónsson fjallagarpur og birtir á veglegri heimasíðu sinni, johnsnorri.com. 7. febrúar 2021 07:13