Borgarlína og Sundabraut lifi góðu lífi saman Birgir Olgeirsson skrifar 6. febrúar 2021 15:31 Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar. Vísir/Sigurjón Borgarlínan og Sundabraut geta vel þrifist saman að mati forstjóra Vegagerðarinnar. Tillögur að Borgarlínu og Sundabrautinni gera báðar ráð fyrir nýjum brúm, sem myndu þvera Kleppsvík og Elliðaárvog. Frumdrög að fyrstu lotu Borgarlínunnar voru kynnt í gær. Þar er um að ræða leið sem fer frá Ártúnshöfða, niður í miðbæ, þaðan út í Vatnsmýri, yfir Fossvog út á Kársnes og þaðan í Hamraborg í Kópavogi. Reisa á brú yfir Fossvog og brýr yfir Elliðaárvog sem myndu tengja saman Suðurlandsbraut og Ártúnshöfða. Báðar brýr yrðu einungis fyrir almenningssamöngur. Sundabrú yrði lengsta brú landsins sem myndi tengjast við núverandi gatnamót Holtavegar og Sæbrautar en sú leið myndi myndi tengja vegfarendur við Kjalarnes. Reiknað er með að brúin muni henta bílum, almenningssamgöngum, hjólandi og gangandi. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir þessar tvær framkvæmdir geta þrifist saman. „Það er að okkar mati þannig. Samgöngusáttmálinn gengur út á að samhæfa alla samgöngumáta. Það er enginn að tala um að það verði engin bílaumferð, hún mun fara vaxandi ef eitthvað er. En við erum að tala um að koma með raunhæfa valkosti til að hægja á vexti bílaumferð og gera þetta lífvænlegra fyrir alla samgöngumáta,“ segir Bergþóra. Reiknað er með miklum vexti höfuðborgarsvæðisins næstu 25 árin. Talið er að íbúum fjölgi hátt í 40 prósent, eða um 70 þúsund og verði þá orðnir tæplega 300.000. Með Borgarlínunni er ætla að draga úr bílaumferð, stytta ferðatíma og að fjölskyldur nýti almenningssamgöngur sem valkost við aðra ferðamáta. „Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir ört stækkandi höfuðborgarsvæðis að koma með raunhæfan valkost. Ég er ekki að tala niður til þess sem er í dag þegar ég segi það, en á almenningssamöngur á öðrum standardi fyrir fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu án þess að menn þurfi að velja það af einhverri neyð.“ Borgarlína Samgöngur Sundabraut Reykjavík Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira
Frumdrög að fyrstu lotu Borgarlínunnar voru kynnt í gær. Þar er um að ræða leið sem fer frá Ártúnshöfða, niður í miðbæ, þaðan út í Vatnsmýri, yfir Fossvog út á Kársnes og þaðan í Hamraborg í Kópavogi. Reisa á brú yfir Fossvog og brýr yfir Elliðaárvog sem myndu tengja saman Suðurlandsbraut og Ártúnshöfða. Báðar brýr yrðu einungis fyrir almenningssamöngur. Sundabrú yrði lengsta brú landsins sem myndi tengjast við núverandi gatnamót Holtavegar og Sæbrautar en sú leið myndi myndi tengja vegfarendur við Kjalarnes. Reiknað er með að brúin muni henta bílum, almenningssamgöngum, hjólandi og gangandi. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir þessar tvær framkvæmdir geta þrifist saman. „Það er að okkar mati þannig. Samgöngusáttmálinn gengur út á að samhæfa alla samgöngumáta. Það er enginn að tala um að það verði engin bílaumferð, hún mun fara vaxandi ef eitthvað er. En við erum að tala um að koma með raunhæfa valkosti til að hægja á vexti bílaumferð og gera þetta lífvænlegra fyrir alla samgöngumáta,“ segir Bergþóra. Reiknað er með miklum vexti höfuðborgarsvæðisins næstu 25 árin. Talið er að íbúum fjölgi hátt í 40 prósent, eða um 70 þúsund og verði þá orðnir tæplega 300.000. Með Borgarlínunni er ætla að draga úr bílaumferð, stytta ferðatíma og að fjölskyldur nýti almenningssamgöngur sem valkost við aðra ferðamáta. „Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir ört stækkandi höfuðborgarsvæðis að koma með raunhæfan valkost. Ég er ekki að tala niður til þess sem er í dag þegar ég segi það, en á almenningssamöngur á öðrum standardi fyrir fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu án þess að menn þurfi að velja það af einhverri neyð.“
Borgarlína Samgöngur Sundabraut Reykjavík Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira