Pence stekkur á hlaðvarpsvagninn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. febrúar 2021 17:49 Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og brátt hlaðvarpsstjórnandi. Vísir/Getty Mike Pence, sem lét af embætti varaforseta Bandaríkjanna í janúar, hyggur á útgáfu nýrra hlaðvarpsþátta á næstu mánuðum. Politico greindi frá málinu en þetta nýjasta ævintýri Pence verður í samstarfi við Young America‘s Foundation (YAF), samtök íhaldssamra ungmenna sem voru stofnuð á sjöunda áratugnum. Varaforsetinn fyrrverandi er reyndar enginn nýgræðingur í þessum geira. Í um áratug, áður en hann var kjörinn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings árið 2000, stýrði hann útvarpsþætti um stjórnmál í Miðvesturríkjunum sem var nokkuð vinsæll á meðal íhaldsmanna. Í fótspor Reagans Markhópurinn fyrir nýju þættina samanstendur af íhaldssömum ungmennum, enda verður Pence í samstarfi við YAF. Áður höfðu samtökin stutt Ronald Reagan, sem var forseti frá 1981 til 1989, þegar hann hélt úti útvarpsþætti á áttunda áratugnum. „Varaforsetinn mun án nokkurs vafa einbeita sér að því að fjalla um afrek íhaldsmanna undanfarin fjögur ár og um það hvaða lærdóm við getum dregið af þeim,“ hafði Politico eftir talsmanni Pence. Scott Walker, fyrrverandi ríkisstjóri Wisconsin og nú forseti samtakanna, sagði samstarfið við Pence til þess fallið að auka áhuga ungmenna á hugmyndafræði bandarískra íhaldsmanna. Frá því þegar stuðningsmenn Trumps réðust á þinghúsið þann 6. janúar. Getty/Win McNamee Framtíðin óljós Mikið hefur verið fjallað um stirt samband Pence við Donald Trump, fyrrverandi forseta, síðustu vikur. Sambandið er sagt hafa versnað töluvert eftir að Pence neitaði þeirri bón forseta síns að hafna niðurstöðum forsetakosninga nóvembermánaðar. Einnig eftir árás stuðningsmanna Trumps á þinghúsið, þar sem Pence var staddur einmitt til þess að staðfesta niðurstöðurnar. Með hlaðvarpsþáttunum gæti Pence sum sé verið að styrkja stöðu sína á ný innan Repúblikanaflokksins, en ljóst er að meirihluti kjósenda flokksins er enn á bandi Trumps. Auk hlaðvarpsins er Pence sagður ætla að gefa út bók, aðstoða frambjóðendur Repúblikana við fjármögnun kosningabaráttu árið 2022 og jú, skoða hvort hann eigi að bjóða sig fram til forseta árið 2024. Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira
Politico greindi frá málinu en þetta nýjasta ævintýri Pence verður í samstarfi við Young America‘s Foundation (YAF), samtök íhaldssamra ungmenna sem voru stofnuð á sjöunda áratugnum. Varaforsetinn fyrrverandi er reyndar enginn nýgræðingur í þessum geira. Í um áratug, áður en hann var kjörinn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings árið 2000, stýrði hann útvarpsþætti um stjórnmál í Miðvesturríkjunum sem var nokkuð vinsæll á meðal íhaldsmanna. Í fótspor Reagans Markhópurinn fyrir nýju þættina samanstendur af íhaldssömum ungmennum, enda verður Pence í samstarfi við YAF. Áður höfðu samtökin stutt Ronald Reagan, sem var forseti frá 1981 til 1989, þegar hann hélt úti útvarpsþætti á áttunda áratugnum. „Varaforsetinn mun án nokkurs vafa einbeita sér að því að fjalla um afrek íhaldsmanna undanfarin fjögur ár og um það hvaða lærdóm við getum dregið af þeim,“ hafði Politico eftir talsmanni Pence. Scott Walker, fyrrverandi ríkisstjóri Wisconsin og nú forseti samtakanna, sagði samstarfið við Pence til þess fallið að auka áhuga ungmenna á hugmyndafræði bandarískra íhaldsmanna. Frá því þegar stuðningsmenn Trumps réðust á þinghúsið þann 6. janúar. Getty/Win McNamee Framtíðin óljós Mikið hefur verið fjallað um stirt samband Pence við Donald Trump, fyrrverandi forseta, síðustu vikur. Sambandið er sagt hafa versnað töluvert eftir að Pence neitaði þeirri bón forseta síns að hafna niðurstöðum forsetakosninga nóvembermánaðar. Einnig eftir árás stuðningsmanna Trumps á þinghúsið, þar sem Pence var staddur einmitt til þess að staðfesta niðurstöðurnar. Með hlaðvarpsþáttunum gæti Pence sum sé verið að styrkja stöðu sína á ný innan Repúblikanaflokksins, en ljóst er að meirihluti kjósenda flokksins er enn á bandi Trumps. Auk hlaðvarpsins er Pence sagður ætla að gefa út bók, aðstoða frambjóðendur Repúblikana við fjármögnun kosningabaráttu árið 2022 og jú, skoða hvort hann eigi að bjóða sig fram til forseta árið 2024.
Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira