Leggur Conor McGregor enn illa bólginn eftir bardagann við Poirier Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2021 09:01 Conor McGregor sést hér eftir tapið á móti Dustin Poirier en hægri leggurinn hans átti eftir að bólgna miklu miklu meira á næstu klukkutímunum á eftir. Getty/Jeff Bottari Við höfum heyrt talað um akkilesarhæl en kannski er líka hægt að tala um „akkilesarlegg“ hjá írska bardagamanninum Conor McGregor eftir frekar óvænt tap í síðasta bardaga. Það eru tvær vikur síðan að Conor McGregor tapaði á móti Dustin Poirier en hann er enn að glíma við eftirmála bardagans. Taktík Dustin Poirier að einblína á legginn hans McGregor gekk upp. Poirier náði átján spörkum í legg Írans sem endaði með því að hann gaf sig undan honum. Conor McGregor fór í gólfið og um leið opnaðist sóknarfærið fyrir Poirier til að klára bardagann sem og hann gerði. No wonder Notorious was given such a lengthy medical suspension - this looks brutal #UFC #UFC257 https://t.co/s2iwj7yhXT— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 4, 2021 McGregor hafði ekki litið illa út framan af bardaganum en honum tókst ekki að klára Poirier og tapaði á tæknilegu rothöggi. Conor McGregor sýndi fylgjendum sínum nýjustu stöðuna á leggnum á samfélagsmiðlum sínum. „Leggurinn minn er algjörlega dauður og þó að ég héldi að hann væri að ráða við spörkin frá Poirier þá gaf hann sig. Ég brást ekki rétt við og þannig er það. Dustin fær hrós fyrir það,“ sagði Conor McGregor um taktíkina sem felldi hann umfram allt annað. Það má sjá vel á myndinni af stöðunni á legg Conor McGregor að hann er ennþá mjög bólginn tveimur vikum eftir bardagann. Þar kom líka fram að taug í fæti hans hefði laskast. Conor McGregor gives detailed tactical breakdown of his stunning loss against Dustin Poirier https://t.co/mecwMcqDCW pic.twitter.com/G3Fw0oDKds— MailOnline Sport (@MailSport) February 4, 2021 Það er því ekkert skrýtið að læknalið UFC hafði ákveðið að Conor McGregor þyrfti sex mánaða hvíld til að jafna sig á meðferðinni í þessum bardaga. Það búast líka flestir við að sjá Conor koma aftur og heimta annan bardaga á móti umræddum Dustin Poirier. MMA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Það eru tvær vikur síðan að Conor McGregor tapaði á móti Dustin Poirier en hann er enn að glíma við eftirmála bardagans. Taktík Dustin Poirier að einblína á legginn hans McGregor gekk upp. Poirier náði átján spörkum í legg Írans sem endaði með því að hann gaf sig undan honum. Conor McGregor fór í gólfið og um leið opnaðist sóknarfærið fyrir Poirier til að klára bardagann sem og hann gerði. No wonder Notorious was given such a lengthy medical suspension - this looks brutal #UFC #UFC257 https://t.co/s2iwj7yhXT— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 4, 2021 McGregor hafði ekki litið illa út framan af bardaganum en honum tókst ekki að klára Poirier og tapaði á tæknilegu rothöggi. Conor McGregor sýndi fylgjendum sínum nýjustu stöðuna á leggnum á samfélagsmiðlum sínum. „Leggurinn minn er algjörlega dauður og þó að ég héldi að hann væri að ráða við spörkin frá Poirier þá gaf hann sig. Ég brást ekki rétt við og þannig er það. Dustin fær hrós fyrir það,“ sagði Conor McGregor um taktíkina sem felldi hann umfram allt annað. Það má sjá vel á myndinni af stöðunni á legg Conor McGregor að hann er ennþá mjög bólginn tveimur vikum eftir bardagann. Þar kom líka fram að taug í fæti hans hefði laskast. Conor McGregor gives detailed tactical breakdown of his stunning loss against Dustin Poirier https://t.co/mecwMcqDCW pic.twitter.com/G3Fw0oDKds— MailOnline Sport (@MailSport) February 4, 2021 Það er því ekkert skrýtið að læknalið UFC hafði ákveðið að Conor McGregor þyrfti sex mánaða hvíld til að jafna sig á meðferðinni í þessum bardaga. Það búast líka flestir við að sjá Conor koma aftur og heimta annan bardaga á móti umræddum Dustin Poirier.
MMA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira