Fórnarlömb kynbundinna ofsókna sem fá ekki vernd á Íslandi Anna Bentína Hermansen og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifa 4. febrúar 2021 15:31 Nýverið bárust fréttir af því að nígerísk kona sem seld var mansali frá Nígeríu til Ítalíu hafi verið neitað um alþjóðlega vernd á Íslandi og til standi að flytja hana aftur til Nígeríu. Stígamót gera alvarlegar athugasemdir við það mat stjórnvalda að Nígería teljist öruggt land fyrir mansalsfórnarlamb til að snúa til baka til. Hér á Stígamótum höfum við hitt allmargar konur frá Nígeríu sem hafa nánast sömu sögu af mansali að segja og er mikilvægt að miðla þessum sögum og upplýsingum sem bæði Stígamót og önnur alþjóðleg samtök hafa fengið frá nígerískum konum. Mansal er iðulega skipulögð glæpastarfsemi og svo nákvæmlega úthugsuð að það er nánast eins og ítrekað sé tekið á móti sömu konunni. Mansal er gríðarlega umfangsmikið í Nígeríu og eru sögur kvennanna af tælingu (e. grooming), ferðatilhögun (transportation) og stjórnun (controlling) allar af svipuðum toga. Skipulögð glæpastarfsemi í kringum mansal er afar umfangsmikil og er ágóði af starfseminni meiri en af flestum öðrum „viðskiptamódelum“ ef svo má að orði komast þar sem hægt er að selja sömu manneskjuna ítrekað, jafnvel í mörg ár. Í upphafi er konan tæld með því að bjóða henni betri lífsafkomu í öðru landi (yfirleitt Ítalíu) þar sem henni er lofað góðum launum og fjölmörgum möguleikum. Þannig geti hún jafnvel séð fjölskyldu sinni farborða. Hluti af þessum samningi er að fara í gegnum svokallaða juju helgiathöfn sem er notuð til að tryggja algjöra hlýðni og undirgefni við yfirmenn viðkomandi. Juju færir þér heppni ef þú hlýðir og bölvun ef þú óhlýðnast. Þessi bölvun getur jafnvel færst yfir á fjölskyldur kvennanna, þannig að ef þær flýja aðstæður og fara heim þá er líklegt að fjölskyldan útskúfi þeim. Hvorki konurnar né fjölskyldur þeirra hafa vitneskju um að „tækifærið“ sem þeim býðst, sé að fara í vændi. Sá sem býður þeim vinnuna, borgar flutning þeirra frá Nígeríu, sem er yfirleitt löng ferð og áhættusöm. Flestar koma þær sjóleiðina og sumar láta lífið á leiðinni. Ef þær komast til Ítalíu þá tekur „madamma“ á móti þeim, sem er yfirleitt sjálf mansalsfórnarlamb sem hefur elst og er ekki lengur „söluvæn afurð“. Að verða madamma er skárri kostur þar sem hún þarf ekki að selja líkama sinn en er skikkuð til að selja líkama annarra kvenna. Við komuna eru þær í mikilli skuld við yfirmanninn, upphæðin veltur á tugum þúsunda evra og þær sem eru útsettar fyrir „tækifærinu“ eru bláfátækar konur. Þær eiga að borga þessa skuld með því að selja sig og ef þær gera það ekki eru þær barðar, þeim hópnauðgað og þær markvisst brotnar niður. Oft þarf það ekki til því ef þær óhlýðnast sér juju helgiathöfnin um að halda þeim í heljargreipum. En raunin er sú að oftast er „skuldin“ svo há að ógerningur er að greiða hana til baka. Flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna hefur bent á að konum, sem eru fórnarlömb mansals, er sérstaklega hætt við hefndaraðgerðum af hálfu þrælasalanna eftir flótta eða við endurkomu til heimalands. Jafnframt eiga þær á hættu að vera aftur seldar mansali, útskúfað af fjölskyldum sínum eða samfélagi eða verða fyrir grófri mismunun. Þær hafa því ríka ástæðu til að óttast ofsóknir. Tilteknum hópum kvenna í Nígeíu er sérstaklega hætt við að verða seldar mansali og geta þá talist falla undir skilyrði flóttamannasáttmálans um að tilheyra tilteknum félagsmálaflokki. Líta má á þessa einstaklinga sem fórnarlömb kynbundinna ofsókna. Til að tryggja að umsóknir kvenkyns fórnarlamba ofbeldis um alþjóðlega vernd fái viðhlítandi málsmeðferð ættu íslensk stjórnvöld að taka tillit til þeirra atriða og sjónarmiða sem er að finna leiðbeiningum flóttamannafulltrúa SÞ um hvernig beita megi ákvæðum Flóttamannasamnings SÞ svo hann nái til fórnarlamba mansals. Saga þeirra nígerísku kvenna sem hafa leitað til Stígamóta og annarra sambærilegra samtaka í Evrópu er átakanleg og nánast samhljóma hjá þeim öllum. Margar þeirra hafa upplifað ítrekað ofbeldi og nauðganir. Margar lifa þessa meðferð ekki af. Sumar enda hér á Íslandi og það er óásættanlegt að íslensk stjórnvöld ákveði þá að senda þær aftur í ofbeldisaðstæður. Slíkur gjörningur lýsir skilningsleysi eða skeytingarleysi íslenskra stjórnvalda á þeim kynbyndnu ofsóknum sem þessar konur verða fyrir. Höfundar eru starfskonur á Stígamótum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Hælisleitendur Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Nýverið bárust fréttir af því að nígerísk kona sem seld var mansali frá Nígeríu til Ítalíu hafi verið neitað um alþjóðlega vernd á Íslandi og til standi að flytja hana aftur til Nígeríu. Stígamót gera alvarlegar athugasemdir við það mat stjórnvalda að Nígería teljist öruggt land fyrir mansalsfórnarlamb til að snúa til baka til. Hér á Stígamótum höfum við hitt allmargar konur frá Nígeríu sem hafa nánast sömu sögu af mansali að segja og er mikilvægt að miðla þessum sögum og upplýsingum sem bæði Stígamót og önnur alþjóðleg samtök hafa fengið frá nígerískum konum. Mansal er iðulega skipulögð glæpastarfsemi og svo nákvæmlega úthugsuð að það er nánast eins og ítrekað sé tekið á móti sömu konunni. Mansal er gríðarlega umfangsmikið í Nígeríu og eru sögur kvennanna af tælingu (e. grooming), ferðatilhögun (transportation) og stjórnun (controlling) allar af svipuðum toga. Skipulögð glæpastarfsemi í kringum mansal er afar umfangsmikil og er ágóði af starfseminni meiri en af flestum öðrum „viðskiptamódelum“ ef svo má að orði komast þar sem hægt er að selja sömu manneskjuna ítrekað, jafnvel í mörg ár. Í upphafi er konan tæld með því að bjóða henni betri lífsafkomu í öðru landi (yfirleitt Ítalíu) þar sem henni er lofað góðum launum og fjölmörgum möguleikum. Þannig geti hún jafnvel séð fjölskyldu sinni farborða. Hluti af þessum samningi er að fara í gegnum svokallaða juju helgiathöfn sem er notuð til að tryggja algjöra hlýðni og undirgefni við yfirmenn viðkomandi. Juju færir þér heppni ef þú hlýðir og bölvun ef þú óhlýðnast. Þessi bölvun getur jafnvel færst yfir á fjölskyldur kvennanna, þannig að ef þær flýja aðstæður og fara heim þá er líklegt að fjölskyldan útskúfi þeim. Hvorki konurnar né fjölskyldur þeirra hafa vitneskju um að „tækifærið“ sem þeim býðst, sé að fara í vændi. Sá sem býður þeim vinnuna, borgar flutning þeirra frá Nígeríu, sem er yfirleitt löng ferð og áhættusöm. Flestar koma þær sjóleiðina og sumar láta lífið á leiðinni. Ef þær komast til Ítalíu þá tekur „madamma“ á móti þeim, sem er yfirleitt sjálf mansalsfórnarlamb sem hefur elst og er ekki lengur „söluvæn afurð“. Að verða madamma er skárri kostur þar sem hún þarf ekki að selja líkama sinn en er skikkuð til að selja líkama annarra kvenna. Við komuna eru þær í mikilli skuld við yfirmanninn, upphæðin veltur á tugum þúsunda evra og þær sem eru útsettar fyrir „tækifærinu“ eru bláfátækar konur. Þær eiga að borga þessa skuld með því að selja sig og ef þær gera það ekki eru þær barðar, þeim hópnauðgað og þær markvisst brotnar niður. Oft þarf það ekki til því ef þær óhlýðnast sér juju helgiathöfnin um að halda þeim í heljargreipum. En raunin er sú að oftast er „skuldin“ svo há að ógerningur er að greiða hana til baka. Flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna hefur bent á að konum, sem eru fórnarlömb mansals, er sérstaklega hætt við hefndaraðgerðum af hálfu þrælasalanna eftir flótta eða við endurkomu til heimalands. Jafnframt eiga þær á hættu að vera aftur seldar mansali, útskúfað af fjölskyldum sínum eða samfélagi eða verða fyrir grófri mismunun. Þær hafa því ríka ástæðu til að óttast ofsóknir. Tilteknum hópum kvenna í Nígeíu er sérstaklega hætt við að verða seldar mansali og geta þá talist falla undir skilyrði flóttamannasáttmálans um að tilheyra tilteknum félagsmálaflokki. Líta má á þessa einstaklinga sem fórnarlömb kynbundinna ofsókna. Til að tryggja að umsóknir kvenkyns fórnarlamba ofbeldis um alþjóðlega vernd fái viðhlítandi málsmeðferð ættu íslensk stjórnvöld að taka tillit til þeirra atriða og sjónarmiða sem er að finna leiðbeiningum flóttamannafulltrúa SÞ um hvernig beita megi ákvæðum Flóttamannasamnings SÞ svo hann nái til fórnarlamba mansals. Saga þeirra nígerísku kvenna sem hafa leitað til Stígamóta og annarra sambærilegra samtaka í Evrópu er átakanleg og nánast samhljóma hjá þeim öllum. Margar þeirra hafa upplifað ítrekað ofbeldi og nauðganir. Margar lifa þessa meðferð ekki af. Sumar enda hér á Íslandi og það er óásættanlegt að íslensk stjórnvöld ákveði þá að senda þær aftur í ofbeldisaðstæður. Slíkur gjörningur lýsir skilningsleysi eða skeytingarleysi íslenskra stjórnvalda á þeim kynbyndnu ofsóknum sem þessar konur verða fyrir. Höfundar eru starfskonur á Stígamótum
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun