Fórnarlömb kynbundinna ofsókna sem fá ekki vernd á Íslandi Anna Bentína Hermansen og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifa 4. febrúar 2021 15:31 Nýverið bárust fréttir af því að nígerísk kona sem seld var mansali frá Nígeríu til Ítalíu hafi verið neitað um alþjóðlega vernd á Íslandi og til standi að flytja hana aftur til Nígeríu. Stígamót gera alvarlegar athugasemdir við það mat stjórnvalda að Nígería teljist öruggt land fyrir mansalsfórnarlamb til að snúa til baka til. Hér á Stígamótum höfum við hitt allmargar konur frá Nígeríu sem hafa nánast sömu sögu af mansali að segja og er mikilvægt að miðla þessum sögum og upplýsingum sem bæði Stígamót og önnur alþjóðleg samtök hafa fengið frá nígerískum konum. Mansal er iðulega skipulögð glæpastarfsemi og svo nákvæmlega úthugsuð að það er nánast eins og ítrekað sé tekið á móti sömu konunni. Mansal er gríðarlega umfangsmikið í Nígeríu og eru sögur kvennanna af tælingu (e. grooming), ferðatilhögun (transportation) og stjórnun (controlling) allar af svipuðum toga. Skipulögð glæpastarfsemi í kringum mansal er afar umfangsmikil og er ágóði af starfseminni meiri en af flestum öðrum „viðskiptamódelum“ ef svo má að orði komast þar sem hægt er að selja sömu manneskjuna ítrekað, jafnvel í mörg ár. Í upphafi er konan tæld með því að bjóða henni betri lífsafkomu í öðru landi (yfirleitt Ítalíu) þar sem henni er lofað góðum launum og fjölmörgum möguleikum. Þannig geti hún jafnvel séð fjölskyldu sinni farborða. Hluti af þessum samningi er að fara í gegnum svokallaða juju helgiathöfn sem er notuð til að tryggja algjöra hlýðni og undirgefni við yfirmenn viðkomandi. Juju færir þér heppni ef þú hlýðir og bölvun ef þú óhlýðnast. Þessi bölvun getur jafnvel færst yfir á fjölskyldur kvennanna, þannig að ef þær flýja aðstæður og fara heim þá er líklegt að fjölskyldan útskúfi þeim. Hvorki konurnar né fjölskyldur þeirra hafa vitneskju um að „tækifærið“ sem þeim býðst, sé að fara í vændi. Sá sem býður þeim vinnuna, borgar flutning þeirra frá Nígeríu, sem er yfirleitt löng ferð og áhættusöm. Flestar koma þær sjóleiðina og sumar láta lífið á leiðinni. Ef þær komast til Ítalíu þá tekur „madamma“ á móti þeim, sem er yfirleitt sjálf mansalsfórnarlamb sem hefur elst og er ekki lengur „söluvæn afurð“. Að verða madamma er skárri kostur þar sem hún þarf ekki að selja líkama sinn en er skikkuð til að selja líkama annarra kvenna. Við komuna eru þær í mikilli skuld við yfirmanninn, upphæðin veltur á tugum þúsunda evra og þær sem eru útsettar fyrir „tækifærinu“ eru bláfátækar konur. Þær eiga að borga þessa skuld með því að selja sig og ef þær gera það ekki eru þær barðar, þeim hópnauðgað og þær markvisst brotnar niður. Oft þarf það ekki til því ef þær óhlýðnast sér juju helgiathöfnin um að halda þeim í heljargreipum. En raunin er sú að oftast er „skuldin“ svo há að ógerningur er að greiða hana til baka. Flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna hefur bent á að konum, sem eru fórnarlömb mansals, er sérstaklega hætt við hefndaraðgerðum af hálfu þrælasalanna eftir flótta eða við endurkomu til heimalands. Jafnframt eiga þær á hættu að vera aftur seldar mansali, útskúfað af fjölskyldum sínum eða samfélagi eða verða fyrir grófri mismunun. Þær hafa því ríka ástæðu til að óttast ofsóknir. Tilteknum hópum kvenna í Nígeíu er sérstaklega hætt við að verða seldar mansali og geta þá talist falla undir skilyrði flóttamannasáttmálans um að tilheyra tilteknum félagsmálaflokki. Líta má á þessa einstaklinga sem fórnarlömb kynbundinna ofsókna. Til að tryggja að umsóknir kvenkyns fórnarlamba ofbeldis um alþjóðlega vernd fái viðhlítandi málsmeðferð ættu íslensk stjórnvöld að taka tillit til þeirra atriða og sjónarmiða sem er að finna leiðbeiningum flóttamannafulltrúa SÞ um hvernig beita megi ákvæðum Flóttamannasamnings SÞ svo hann nái til fórnarlamba mansals. Saga þeirra nígerísku kvenna sem hafa leitað til Stígamóta og annarra sambærilegra samtaka í Evrópu er átakanleg og nánast samhljóma hjá þeim öllum. Margar þeirra hafa upplifað ítrekað ofbeldi og nauðganir. Margar lifa þessa meðferð ekki af. Sumar enda hér á Íslandi og það er óásættanlegt að íslensk stjórnvöld ákveði þá að senda þær aftur í ofbeldisaðstæður. Slíkur gjörningur lýsir skilningsleysi eða skeytingarleysi íslenskra stjórnvalda á þeim kynbyndnu ofsóknum sem þessar konur verða fyrir. Höfundar eru starfskonur á Stígamótum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Hælisleitendur Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nýverið bárust fréttir af því að nígerísk kona sem seld var mansali frá Nígeríu til Ítalíu hafi verið neitað um alþjóðlega vernd á Íslandi og til standi að flytja hana aftur til Nígeríu. Stígamót gera alvarlegar athugasemdir við það mat stjórnvalda að Nígería teljist öruggt land fyrir mansalsfórnarlamb til að snúa til baka til. Hér á Stígamótum höfum við hitt allmargar konur frá Nígeríu sem hafa nánast sömu sögu af mansali að segja og er mikilvægt að miðla þessum sögum og upplýsingum sem bæði Stígamót og önnur alþjóðleg samtök hafa fengið frá nígerískum konum. Mansal er iðulega skipulögð glæpastarfsemi og svo nákvæmlega úthugsuð að það er nánast eins og ítrekað sé tekið á móti sömu konunni. Mansal er gríðarlega umfangsmikið í Nígeríu og eru sögur kvennanna af tælingu (e. grooming), ferðatilhögun (transportation) og stjórnun (controlling) allar af svipuðum toga. Skipulögð glæpastarfsemi í kringum mansal er afar umfangsmikil og er ágóði af starfseminni meiri en af flestum öðrum „viðskiptamódelum“ ef svo má að orði komast þar sem hægt er að selja sömu manneskjuna ítrekað, jafnvel í mörg ár. Í upphafi er konan tæld með því að bjóða henni betri lífsafkomu í öðru landi (yfirleitt Ítalíu) þar sem henni er lofað góðum launum og fjölmörgum möguleikum. Þannig geti hún jafnvel séð fjölskyldu sinni farborða. Hluti af þessum samningi er að fara í gegnum svokallaða juju helgiathöfn sem er notuð til að tryggja algjöra hlýðni og undirgefni við yfirmenn viðkomandi. Juju færir þér heppni ef þú hlýðir og bölvun ef þú óhlýðnast. Þessi bölvun getur jafnvel færst yfir á fjölskyldur kvennanna, þannig að ef þær flýja aðstæður og fara heim þá er líklegt að fjölskyldan útskúfi þeim. Hvorki konurnar né fjölskyldur þeirra hafa vitneskju um að „tækifærið“ sem þeim býðst, sé að fara í vændi. Sá sem býður þeim vinnuna, borgar flutning þeirra frá Nígeríu, sem er yfirleitt löng ferð og áhættusöm. Flestar koma þær sjóleiðina og sumar láta lífið á leiðinni. Ef þær komast til Ítalíu þá tekur „madamma“ á móti þeim, sem er yfirleitt sjálf mansalsfórnarlamb sem hefur elst og er ekki lengur „söluvæn afurð“. Að verða madamma er skárri kostur þar sem hún þarf ekki að selja líkama sinn en er skikkuð til að selja líkama annarra kvenna. Við komuna eru þær í mikilli skuld við yfirmanninn, upphæðin veltur á tugum þúsunda evra og þær sem eru útsettar fyrir „tækifærinu“ eru bláfátækar konur. Þær eiga að borga þessa skuld með því að selja sig og ef þær gera það ekki eru þær barðar, þeim hópnauðgað og þær markvisst brotnar niður. Oft þarf það ekki til því ef þær óhlýðnast sér juju helgiathöfnin um að halda þeim í heljargreipum. En raunin er sú að oftast er „skuldin“ svo há að ógerningur er að greiða hana til baka. Flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna hefur bent á að konum, sem eru fórnarlömb mansals, er sérstaklega hætt við hefndaraðgerðum af hálfu þrælasalanna eftir flótta eða við endurkomu til heimalands. Jafnframt eiga þær á hættu að vera aftur seldar mansali, útskúfað af fjölskyldum sínum eða samfélagi eða verða fyrir grófri mismunun. Þær hafa því ríka ástæðu til að óttast ofsóknir. Tilteknum hópum kvenna í Nígeíu er sérstaklega hætt við að verða seldar mansali og geta þá talist falla undir skilyrði flóttamannasáttmálans um að tilheyra tilteknum félagsmálaflokki. Líta má á þessa einstaklinga sem fórnarlömb kynbundinna ofsókna. Til að tryggja að umsóknir kvenkyns fórnarlamba ofbeldis um alþjóðlega vernd fái viðhlítandi málsmeðferð ættu íslensk stjórnvöld að taka tillit til þeirra atriða og sjónarmiða sem er að finna leiðbeiningum flóttamannafulltrúa SÞ um hvernig beita megi ákvæðum Flóttamannasamnings SÞ svo hann nái til fórnarlamba mansals. Saga þeirra nígerísku kvenna sem hafa leitað til Stígamóta og annarra sambærilegra samtaka í Evrópu er átakanleg og nánast samhljóma hjá þeim öllum. Margar þeirra hafa upplifað ítrekað ofbeldi og nauðganir. Margar lifa þessa meðferð ekki af. Sumar enda hér á Íslandi og það er óásættanlegt að íslensk stjórnvöld ákveði þá að senda þær aftur í ofbeldisaðstæður. Slíkur gjörningur lýsir skilningsleysi eða skeytingarleysi íslenskra stjórnvalda á þeim kynbyndnu ofsóknum sem þessar konur verða fyrir. Höfundar eru starfskonur á Stígamótum
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun