Íslenskt frjálsíþróttafólk nær því að þurfa ekki að leita á náðir nágranna Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2021 10:01 Frjálsíþróttalandsliðið vann til fjölda verðlauna á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi 2019. Sama ár vann liðið 3. deild EM og keppir því í 2. deild í sumar ef kórónuveirufaraldurinn kemur ekki í veg fyrir það. ÍSÍ „Við höfum þurft að vísa frá okkur mótum. Við erum til dæmis inni í „róteringu“ með hinum Norðurlöndunum varðandi mót og höfum bara þurft að afsaka okkur og leita á náðir nágranna okkar á meðan að ástandið er svona. Það er algjör skandall.“ Þetta segir Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, um stöðu þjóðarleikvangs í frjálsum íþróttum. Laugardalsvöllur, eini völlurinn hérlendis sem uppfyllt hefur alþjóðlegar kröfur, hefur lengi þarfnast umbóta og frjálsíþróttafólk beðið þess að fá sómasamlegan heimavöll. Nú virðist rofa til í þeim málum. Því var alla vega slegið fram í fyrirsögn á heimasíðu FRÍ og á mbl.is í gær að nýr þjóðarleikvangur væri „í augsýn“. Er það svo? „Það er spurning hvað maður sér langt. Það verður nú ekki byrjað að grafa neitt á næstu dögum en við höfum alla vega fengið jákvæðar fréttir,“ segir Freyr. Starfshópurinn skilar af sér fyrir maí Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur nefnilega skipað starfshóp sem gera á tillögur um fyrirkomulag þjóðarleikvangs fyrir frjálsar íþróttir. Freyr verður formaður hópsins en í honum eru einnig fulltrúar Reykjavíkurborgar, ÍSÍ og ráðuneytisins. Hópurinn mun ljúka störfum í síðasta lagi 1. maí. Hlynur Andrésson er handhafi fjölda Íslandsmeta en keppir ekki fyrir íslenska landsliðið á heimavelli fyrr en búið verður að reisa nýja aðstöðu.ÍSÍ „Við erum bara jákvæð núna því þetta hefur verið óskaplega langur tími þar sem ekki hefur verið hoggið á hnútinn. Líklega er samt eitt vandasamasta verkið eftir – að ríki og borg semji um hver borgar hvað. Ég held að það liggi nú ekki endilega fyrir. En þetta útspil er alla vega mikil viðurkenning á því að það er ekki hægt að henda bara frjálsum íþróttum út af Laugardalsvelli. Það þarf að byrja á að byggja nýja frjálsíþróttaaðstöðu, áður en farið er í önnur verkefni,“ segir Freyr en til stendur að reisa nýjan knattspyrnuleikvang á Laugardalsvelli. Vilja vera við frjálsíþróttahöllina Raunar stendur margt til í Laugardal því þar á einnig að reisa nýja höll fyrir innanhússíþróttir í stað Laugardalshallar sem fyrir löngu er komin til ára sinna. Á sama tíma þarf að finna út úr aðstöðumálum fyrir hverfisfélögin, Þrótt og Ármann. Laugardalsvöllur dugar fótbolta- og frjálsíþróttalandsliðinu illa eins og staðan er í dag.VÍSIR/VILHELM Vinna starfshópsins er ekki hafin en hvaða lausn hugnast frjálsíþróttasambandinu best varðandi framtíðaraðstöðu? „Okkur finnst aðgengilegasta nálgunin vera að byggja upp völl við hliðina á frjálsíþróttahöllinni hér í Laugardal. Það rímar líka við það sem Þróttur hefur rætt um við borgina, að fá gervigrasvöll á Laugardalsvöll. Ef að Þróttur myndi afsala sér velli við Suðurlandsbraut í staðinn, fyrir þetta verkefni, þá gengur þetta upp,“ segir Freyr. Frjálsíþróttaleikvangurinn væri þá nokkrum skrefum frá frjálsíþróttahöllinni sem byggð var við Laugardalshöll og þannig væri til aðstaða til upphitunar á öðrum velli en keppnisvellinum, eins og alþjóðlegar kröfur gera ráð fyrir. Freyr vill einnig að aðstaðan stuðli að aukinni lýðheilsu og heilbrigði almennings, ekki síst barna og unglinga: „Við sjáum fyrir okkur að þessi völlur okkar í Laugardalnum geti orðið Mekka lýðheilsunnar á landinu. Okkur langar að sjá ekki bara völl heldur til að mynda upphitaðar skokkbrautir í kringum völlinn sem að almenningur getur notað, líkt og við höfum séð í Hollandi og Danmörku meðal annars. Það eru mikil tækifæri þarna.“ Frjálsar íþróttir Laugardalsvöllur Reykjavík Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Þetta segir Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, um stöðu þjóðarleikvangs í frjálsum íþróttum. Laugardalsvöllur, eini völlurinn hérlendis sem uppfyllt hefur alþjóðlegar kröfur, hefur lengi þarfnast umbóta og frjálsíþróttafólk beðið þess að fá sómasamlegan heimavöll. Nú virðist rofa til í þeim málum. Því var alla vega slegið fram í fyrirsögn á heimasíðu FRÍ og á mbl.is í gær að nýr þjóðarleikvangur væri „í augsýn“. Er það svo? „Það er spurning hvað maður sér langt. Það verður nú ekki byrjað að grafa neitt á næstu dögum en við höfum alla vega fengið jákvæðar fréttir,“ segir Freyr. Starfshópurinn skilar af sér fyrir maí Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur nefnilega skipað starfshóp sem gera á tillögur um fyrirkomulag þjóðarleikvangs fyrir frjálsar íþróttir. Freyr verður formaður hópsins en í honum eru einnig fulltrúar Reykjavíkurborgar, ÍSÍ og ráðuneytisins. Hópurinn mun ljúka störfum í síðasta lagi 1. maí. Hlynur Andrésson er handhafi fjölda Íslandsmeta en keppir ekki fyrir íslenska landsliðið á heimavelli fyrr en búið verður að reisa nýja aðstöðu.ÍSÍ „Við erum bara jákvæð núna því þetta hefur verið óskaplega langur tími þar sem ekki hefur verið hoggið á hnútinn. Líklega er samt eitt vandasamasta verkið eftir – að ríki og borg semji um hver borgar hvað. Ég held að það liggi nú ekki endilega fyrir. En þetta útspil er alla vega mikil viðurkenning á því að það er ekki hægt að henda bara frjálsum íþróttum út af Laugardalsvelli. Það þarf að byrja á að byggja nýja frjálsíþróttaaðstöðu, áður en farið er í önnur verkefni,“ segir Freyr en til stendur að reisa nýjan knattspyrnuleikvang á Laugardalsvelli. Vilja vera við frjálsíþróttahöllina Raunar stendur margt til í Laugardal því þar á einnig að reisa nýja höll fyrir innanhússíþróttir í stað Laugardalshallar sem fyrir löngu er komin til ára sinna. Á sama tíma þarf að finna út úr aðstöðumálum fyrir hverfisfélögin, Þrótt og Ármann. Laugardalsvöllur dugar fótbolta- og frjálsíþróttalandsliðinu illa eins og staðan er í dag.VÍSIR/VILHELM Vinna starfshópsins er ekki hafin en hvaða lausn hugnast frjálsíþróttasambandinu best varðandi framtíðaraðstöðu? „Okkur finnst aðgengilegasta nálgunin vera að byggja upp völl við hliðina á frjálsíþróttahöllinni hér í Laugardal. Það rímar líka við það sem Þróttur hefur rætt um við borgina, að fá gervigrasvöll á Laugardalsvöll. Ef að Þróttur myndi afsala sér velli við Suðurlandsbraut í staðinn, fyrir þetta verkefni, þá gengur þetta upp,“ segir Freyr. Frjálsíþróttaleikvangurinn væri þá nokkrum skrefum frá frjálsíþróttahöllinni sem byggð var við Laugardalshöll og þannig væri til aðstaða til upphitunar á öðrum velli en keppnisvellinum, eins og alþjóðlegar kröfur gera ráð fyrir. Freyr vill einnig að aðstaðan stuðli að aukinni lýðheilsu og heilbrigði almennings, ekki síst barna og unglinga: „Við sjáum fyrir okkur að þessi völlur okkar í Laugardalnum geti orðið Mekka lýðheilsunnar á landinu. Okkur langar að sjá ekki bara völl heldur til að mynda upphitaðar skokkbrautir í kringum völlinn sem að almenningur getur notað, líkt og við höfum séð í Hollandi og Danmörku meðal annars. Það eru mikil tækifæri þarna.“
Frjálsar íþróttir Laugardalsvöllur Reykjavík Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira