„Þá var ég orðin mjög hrædd“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2021 11:46 Það var létt yfir Steinunni Björnsdóttur í viðtalinu eftir leikinn á móti Stjörnunni en hún fagnaði því að þurfa ekki að horfa á fleiri leiki liðsins í gegnum sjónvarpið. S2 Sport Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Framkvenna, var aftur á skýrslu í síðasta leik og snéri þá aftur eftir hafa fengið slæmt högg á höfuðið í leik á móti FH. Útlitið var ekki bjart fyrst eftir höggið því þá missti hún sjón á auganu og upplifi mikinn sársauka. Það héldu allir að hún yrði frá í margar vikur, í það minnsta, en Steinunn er nú komin aftur af stað. „Staðan á mér er bara góð. Ég hefði aldrei trúað því fyrir viku síðan að ég myndi standa hér og geta tekið þátt í þessum sigri, á bekknum. Ég er ótrúlega þakklát því þetta er búið að vera mikil rússibanareið,“ sagði Steinunn Björnsdóttir í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Steinunn kom ekki inn á völlinn í sigrinum á Stjörnunni en ætlar sér að spila næsta leik sem er á móti HK á sunnudaginn kemur. „Ég hélt fyrst að ég væri orðin blind á öðru auganu en sólarhring seinna fór ég að sjá aðeins meira. Svo er ótrúlegt hvernig mannslíkaminn nær að jafna sig,“ sagði Steinunn. Þetta leit samt ansi illa út og það kom meðal annars skurður á augað. Það fór því í alvöru um Steinunni þegar hún lenti í þessu. „Strax og ég fékk höggið þá vissi ég að það væri eitthvað alvarlegt því það var mikill sársauki sem fylgdi þessu. Svo var ég tekin útaf og sat á bekknum. Ég var alltaf að biðja sjúkraþjálfarann minn um að fá að opna augað. Svo sagði hann mér að augað væri opið og þá áttaði ég mig á alvarleika málsins. Þá var ég mjög hrædd,“ sagði Steinunn. „Ég er ótrúlega heppin og það er nákvæmlega það sem læknarnir segja. Það var mikil áverki á auganu. Þetta hefði getað farið miklu verr. Ég er ótrúlega þakklát að vera með sjón og sjá vel. Hún er kannski ekki alveg komin til baka en hún mun koma til baka,“ sagði Steinunn. Steinunn stefnir á það að spila næsta leik. „Það voru mikil vonbrigði þegar Stebbi sagði að það væri frí á morgun á æfingu. Ég var orðin spennt að mæta með hlífðargleraugun og klár í slaginn aftur. Ég ætla að prófa það að mæta á æfingar og sjá hvernig líkaminn bregst við. Ef allt gengur vel þá mæti ég bara á sunnudaginn,“ sagði Steinunn. Það má finna allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Steinunni Björnsdóttur um meiðslin Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Sjá meira
Útlitið var ekki bjart fyrst eftir höggið því þá missti hún sjón á auganu og upplifi mikinn sársauka. Það héldu allir að hún yrði frá í margar vikur, í það minnsta, en Steinunn er nú komin aftur af stað. „Staðan á mér er bara góð. Ég hefði aldrei trúað því fyrir viku síðan að ég myndi standa hér og geta tekið þátt í þessum sigri, á bekknum. Ég er ótrúlega þakklát því þetta er búið að vera mikil rússibanareið,“ sagði Steinunn Björnsdóttir í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Steinunn kom ekki inn á völlinn í sigrinum á Stjörnunni en ætlar sér að spila næsta leik sem er á móti HK á sunnudaginn kemur. „Ég hélt fyrst að ég væri orðin blind á öðru auganu en sólarhring seinna fór ég að sjá aðeins meira. Svo er ótrúlegt hvernig mannslíkaminn nær að jafna sig,“ sagði Steinunn. Þetta leit samt ansi illa út og það kom meðal annars skurður á augað. Það fór því í alvöru um Steinunni þegar hún lenti í þessu. „Strax og ég fékk höggið þá vissi ég að það væri eitthvað alvarlegt því það var mikill sársauki sem fylgdi þessu. Svo var ég tekin útaf og sat á bekknum. Ég var alltaf að biðja sjúkraþjálfarann minn um að fá að opna augað. Svo sagði hann mér að augað væri opið og þá áttaði ég mig á alvarleika málsins. Þá var ég mjög hrædd,“ sagði Steinunn. „Ég er ótrúlega heppin og það er nákvæmlega það sem læknarnir segja. Það var mikil áverki á auganu. Þetta hefði getað farið miklu verr. Ég er ótrúlega þakklát að vera með sjón og sjá vel. Hún er kannski ekki alveg komin til baka en hún mun koma til baka,“ sagði Steinunn. Steinunn stefnir á það að spila næsta leik. „Það voru mikil vonbrigði þegar Stebbi sagði að það væri frí á morgun á æfingu. Ég var orðin spennt að mæta með hlífðargleraugun og klár í slaginn aftur. Ég ætla að prófa það að mæta á æfingar og sjá hvernig líkaminn bregst við. Ef allt gengur vel þá mæti ég bara á sunnudaginn,“ sagði Steinunn. Það má finna allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Steinunni Björnsdóttur um meiðslin
Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Sjá meira