Hafa greitt út fimm milljarða í tekjufallsstyrki Eiður Þór Árnason skrifar 3. febrúar 2021 15:03 Styrkirnir eru hluti af aðgerðum stjórnvalda til að bregðast við neikvæðum efnahagsáhrifum heimsfaraldursins. Vísir/vilhelm Um fimm milljarðar króna hafa verið greiddir í tekjufallsstyrki undanfarnar þrjár vikur til 822 rekstraraðila, að sögn stjórnvalda. Styrkirnir nýtast fyrirtækjum, félögum og einstaklingum sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi og hafa orðið fyrir minnst 40% tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Um vika er liðin frá því að stjórnvöld tilkynntu að 3,7 milljarðar króna hafi verið greiddir í slíka styrki. Skatturinn hefur nú alls afgreitt um fjögur þúsund umsóknir vegna tekjufalls- og lokunarstyrkja auk stuðnings við fyrirtæki við greiðslu launa á uppsagnarfresti. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Auk þess sé unnið að því að opna fyrir umsóknir um svokallaða viðspyrnustyrki sem voru samþykktir á Alþingi fyrir jól. Er þeim ætlað að gera fyrirtækjum kleift að viðhalda lágmarksstarfsemi meðan áhrifa faraldursins gætir og bjóðast rekstraraðilum sem hafa orðið fyrir minnst 60% tekjufalli vegna faraldursins. Stefnir Skatturinn að því að hefja móttöku umsókna um viðspyrnustyrki í lok febrúar. Miklar tafir á greiðslu styrkja „Síðustu mánuði hafa á fjórða þúsund rekstraraðilar og tugþúsundir einstaklinga nýtt sér ýmis úrræði stjórnvalda sem eru á annan tug talsins – styrki, lán, gjaldfresti og annan stuðning. Nefna má að búið er að afgreiða allar umsóknir sem borist hafa um greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, alls 1.521 talsins og greiddir hafa verið út styrkir fyrir 12 milljarða króna til rekstraraðila,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Lög um tekjufallsstyrki voru samþykkt í nóvember en samkvæmt þeim eiga fyrirtæki og einyrkjar sem hafa orðið fyrir 40-70% tekjufalli í faraldrinum rétt á styrk úr ríkissjóði fyrir hvert stöðugildi upp að tilteknu marki. Bæði rekstraraðilar og stjórnarandstaðan hafa gagnrýnt seinagang við veitingu styrkjanna og sagt að stór hluti rekstraraðila hafi ekki enn fengið greitt. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði því á Alþingi í gær að það væru vonbrigði að greiðsla hafi tafist jafn lengi og raun ber vitni. Þrátt fyrir það hafi kraftur verið settur í undirbúning og afgreiðslu umsókna. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir 3,7 milljarðar í tekjufallsstyrki síðustu tvær vikur Undanfarnar tvær vikur hafa um 3,7 milljarðar króna verið greiddir í tekjufallsstyrki til rekstraraðila sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. 26. janúar 2021 16:37 Vísa óánægðum kráareigendum á heilbrigðisráðuneytið Sóttvarnarlæknir segir í höndum heilbrigðisráðuneytisins að setja sóttvarnartillögur sínar í regluform. Ef ef kráraeigendur telji jafnræðisreglu brotna á sér vísi hann þangað. Hann bendir á að þriðja bylga faraldursins hafi byrjað á krám og börum. 2. febrúar 2021 14:00 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Um vika er liðin frá því að stjórnvöld tilkynntu að 3,7 milljarðar króna hafi verið greiddir í slíka styrki. Skatturinn hefur nú alls afgreitt um fjögur þúsund umsóknir vegna tekjufalls- og lokunarstyrkja auk stuðnings við fyrirtæki við greiðslu launa á uppsagnarfresti. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Auk þess sé unnið að því að opna fyrir umsóknir um svokallaða viðspyrnustyrki sem voru samþykktir á Alþingi fyrir jól. Er þeim ætlað að gera fyrirtækjum kleift að viðhalda lágmarksstarfsemi meðan áhrifa faraldursins gætir og bjóðast rekstraraðilum sem hafa orðið fyrir minnst 60% tekjufalli vegna faraldursins. Stefnir Skatturinn að því að hefja móttöku umsókna um viðspyrnustyrki í lok febrúar. Miklar tafir á greiðslu styrkja „Síðustu mánuði hafa á fjórða þúsund rekstraraðilar og tugþúsundir einstaklinga nýtt sér ýmis úrræði stjórnvalda sem eru á annan tug talsins – styrki, lán, gjaldfresti og annan stuðning. Nefna má að búið er að afgreiða allar umsóknir sem borist hafa um greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, alls 1.521 talsins og greiddir hafa verið út styrkir fyrir 12 milljarða króna til rekstraraðila,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Lög um tekjufallsstyrki voru samþykkt í nóvember en samkvæmt þeim eiga fyrirtæki og einyrkjar sem hafa orðið fyrir 40-70% tekjufalli í faraldrinum rétt á styrk úr ríkissjóði fyrir hvert stöðugildi upp að tilteknu marki. Bæði rekstraraðilar og stjórnarandstaðan hafa gagnrýnt seinagang við veitingu styrkjanna og sagt að stór hluti rekstraraðila hafi ekki enn fengið greitt. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði því á Alþingi í gær að það væru vonbrigði að greiðsla hafi tafist jafn lengi og raun ber vitni. Þrátt fyrir það hafi kraftur verið settur í undirbúning og afgreiðslu umsókna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir 3,7 milljarðar í tekjufallsstyrki síðustu tvær vikur Undanfarnar tvær vikur hafa um 3,7 milljarðar króna verið greiddir í tekjufallsstyrki til rekstraraðila sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. 26. janúar 2021 16:37 Vísa óánægðum kráareigendum á heilbrigðisráðuneytið Sóttvarnarlæknir segir í höndum heilbrigðisráðuneytisins að setja sóttvarnartillögur sínar í regluform. Ef ef kráraeigendur telji jafnræðisreglu brotna á sér vísi hann þangað. Hann bendir á að þriðja bylga faraldursins hafi byrjað á krám og börum. 2. febrúar 2021 14:00 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
3,7 milljarðar í tekjufallsstyrki síðustu tvær vikur Undanfarnar tvær vikur hafa um 3,7 milljarðar króna verið greiddir í tekjufallsstyrki til rekstraraðila sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. 26. janúar 2021 16:37
Vísa óánægðum kráareigendum á heilbrigðisráðuneytið Sóttvarnarlæknir segir í höndum heilbrigðisráðuneytisins að setja sóttvarnartillögur sínar í regluform. Ef ef kráraeigendur telji jafnræðisreglu brotna á sér vísi hann þangað. Hann bendir á að þriðja bylga faraldursins hafi byrjað á krám og börum. 2. febrúar 2021 14:00