Hver á réttinn? Harpa Þorsteinsdóttir skrifar 4. febrúar 2021 08:31 Nú stöndum við frammi fyrir því að vinna að styttingu vinnuvikunnar á yngsta skólastiginu, leikskólanum. Leikskólinn er reyndar einnig einn mikilvægasti þjónustuaðili hjá sveitafélögum ásamt því að vera eitt mest krefjandi vinnuumhverfi sem fagfólki í skólastarfi býðst að starfa í. Þetta þrennt vinnur oft á tíðum gegn hvert öðru þar sem leikskólinn er að mínu mati pólitískasta skólastigið þar sem það er nauðsynlegt að bjóða upp á ákveðna þjónustu sem tryggir jafnræði foreldra á vinnumarkaði en jafnframt huga að því hvaða afleiðingar slík þjónusta hefur á þjónustu við börnin sem þar dvelja oft á tíðum hátt í 80% af vökutíma sínum. Umræðan sem skapast hefur meðal þeirra sem starfa í leikskólum víðsvegar hefur verið á þá leið að áhyggjur hafa myndast af því að þetta ferli komi til með að bitna á faglegu starfi og þá sérstaklega vegna þess að það hefur verið stöðugt fráhvarf frá leikskólakennarastéttinni um nokkurt skeið eða í kjölfar breytinga er varða leyfisbréf á milli skólastiga. Rannsóknir hafa sýnt fram á að leikskólakennarar leita annað í von um betra vinnuumhverfi. Stytting vinnuvikunnar ef vel er farið með getur vissulega haft jákvæð áhrif á vinnuumhverfi kennara ásamt auknum undirbúningstíma en það tvennt þýðir á sama tíma minni viðvera með börnum. Í leikskóla læra börn einna helst í gegnum leikinn, námsumhverfið þeirra er nánasta umhverfi þeirra á leikskólanum. Til þess að námsumhverfið standist kröfur eru mikilvægustu þættirnir þeir að barnið upplifi öryggi og vellíðan. Í Garðabæ eru leikskólagjöld hærri en tíðkast í öðrum sveitafélögum, það hefur verið rökstutt með gæðum þjónustu við börn og foreldra. Nú stöndum við frammi fyrir krefjandi áskorunum sem kallar á samvinnu stjórnenda, starfsmanna og sveitarfélagsins. Nú þegar í fjárhagsáætlunum er gert ráð fyrir 50% minni fjárhæð í þróunarsjóð í leikskólum Garðabæjar sem hefur verið gulrót í fagstarfi í skólastofnunum sveitarfélagsins. Starfsfólk á leikskólum hefur undanfarið ár starfað undir miklu álagi á tímum Covid og er verið að rannsaka áhrif þess á starfsemi leikskóla og nú er ljóst er að það mun taka sinn toll að innleiða styttingu vinnuvikunnar. Eins og sveitafélögin setja dæmið fram núna þá hafa skilaboðin verið þau að stytta eigi vinnutímann án þess að hækka kostnað og skerða þjónustu gagnvart börnunum en eins og þetta horfir við í raunveruleikanum þá skiptir einnig höfuðmáli að skerða ekki þjónustu gagnvart foreldrum. Viðhorf samfélagsins til leikskólans togast á í heimi þar sem konur, menn og börn þurfa nauðsynlega á því að halda að gæði skerðist ekki. Það er dæmi sem gengur illa upp og því fyrr sem sveitafélögin hefja samtal um raunverulegan kostnað eða skerðingu á þjónustu komumst við nær að því að leysa þetta verkefni á farsælan hátt. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stytting vinnuvikunnar Garðabær Harpa Þorsteinsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nú stöndum við frammi fyrir því að vinna að styttingu vinnuvikunnar á yngsta skólastiginu, leikskólanum. Leikskólinn er reyndar einnig einn mikilvægasti þjónustuaðili hjá sveitafélögum ásamt því að vera eitt mest krefjandi vinnuumhverfi sem fagfólki í skólastarfi býðst að starfa í. Þetta þrennt vinnur oft á tíðum gegn hvert öðru þar sem leikskólinn er að mínu mati pólitískasta skólastigið þar sem það er nauðsynlegt að bjóða upp á ákveðna þjónustu sem tryggir jafnræði foreldra á vinnumarkaði en jafnframt huga að því hvaða afleiðingar slík þjónusta hefur á þjónustu við börnin sem þar dvelja oft á tíðum hátt í 80% af vökutíma sínum. Umræðan sem skapast hefur meðal þeirra sem starfa í leikskólum víðsvegar hefur verið á þá leið að áhyggjur hafa myndast af því að þetta ferli komi til með að bitna á faglegu starfi og þá sérstaklega vegna þess að það hefur verið stöðugt fráhvarf frá leikskólakennarastéttinni um nokkurt skeið eða í kjölfar breytinga er varða leyfisbréf á milli skólastiga. Rannsóknir hafa sýnt fram á að leikskólakennarar leita annað í von um betra vinnuumhverfi. Stytting vinnuvikunnar ef vel er farið með getur vissulega haft jákvæð áhrif á vinnuumhverfi kennara ásamt auknum undirbúningstíma en það tvennt þýðir á sama tíma minni viðvera með börnum. Í leikskóla læra börn einna helst í gegnum leikinn, námsumhverfið þeirra er nánasta umhverfi þeirra á leikskólanum. Til þess að námsumhverfið standist kröfur eru mikilvægustu þættirnir þeir að barnið upplifi öryggi og vellíðan. Í Garðabæ eru leikskólagjöld hærri en tíðkast í öðrum sveitafélögum, það hefur verið rökstutt með gæðum þjónustu við börn og foreldra. Nú stöndum við frammi fyrir krefjandi áskorunum sem kallar á samvinnu stjórnenda, starfsmanna og sveitarfélagsins. Nú þegar í fjárhagsáætlunum er gert ráð fyrir 50% minni fjárhæð í þróunarsjóð í leikskólum Garðabæjar sem hefur verið gulrót í fagstarfi í skólastofnunum sveitarfélagsins. Starfsfólk á leikskólum hefur undanfarið ár starfað undir miklu álagi á tímum Covid og er verið að rannsaka áhrif þess á starfsemi leikskóla og nú er ljóst er að það mun taka sinn toll að innleiða styttingu vinnuvikunnar. Eins og sveitafélögin setja dæmið fram núna þá hafa skilaboðin verið þau að stytta eigi vinnutímann án þess að hækka kostnað og skerða þjónustu gagnvart börnunum en eins og þetta horfir við í raunveruleikanum þá skiptir einnig höfuðmáli að skerða ekki þjónustu gagnvart foreldrum. Viðhorf samfélagsins til leikskólans togast á í heimi þar sem konur, menn og börn þurfa nauðsynlega á því að halda að gæði skerðist ekki. Það er dæmi sem gengur illa upp og því fyrr sem sveitafélögin hefja samtal um raunverulegan kostnað eða skerðingu á þjónustu komumst við nær að því að leysa þetta verkefni á farsælan hátt. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun