Hafa opnað veginn yfir Jökulsá á Fjöllum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. febrúar 2021 11:54 Enn er mikill krapi í Jökulsá á Fjöllum og ekki óhætt að hafa veginn opinn nema í björtu. Lögreglan Vegurinn yfir Jökulsá á Fjöllum hefur verið opnaður á ný en með takmörkunum. Veginum var lokað í gær vegna vísbendinga um að hreyfing væri komin á klakastífluna sunnan við brúna yfir ána. Vegurinn verður opinn næstu daga milli 9 og 18 en lokaður utan þess tíma að því er fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum. Þá er óvissustig almannavarna vegna krapahlaupsins enn í gildi og er enn talin hætta á krapahlaupum í ánni. Þó eru engar vísbendingar um að nýjar stíflur séu að myndast í ánni ofan við brúna. Í tilkynningu almannavarna segir að almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglan á Norðurlandi eystra, Vegagerðin og Veðurstofa Íslands hafi fundað í morgun vegna Jökulsár á Fjöllum. „Í gær var veginum um Mývatnsöræfi lokað vegna aukinnar hættu á að þrepahlaup gæti verið að hefjast í Jökulsá á Fjöllum. Gervitunglamyndir sýndu breytingar á milli daga, uppsöfnun krapa var 3 km sunnan við brúna og minniháttar óróamerki mældist um tíma á jarðskjálftamæli nálægt brúarstæðinu. Af þeim sökum þótti réttast að loka veginum á meðan frekari athuganir færu fram. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands fóru í könnunarflug eftir ánni í gær. Þá sást að augljóslega er enn mikill krapi í ánni og nær hann rúma 3 km frá brúni upp með ánni. Ís getur haldið áfram að safnast upp á meðan kalt er í veðri. Engar vísbendingar sáust þó um að nýjar stíflur væru að myndast ofan við brúna sem framkallað gætu sambærilegt hlaup og varð þann 26. janúar síðastliðinn. Lækkandi vatnshæð við brúna í gær voru líklega merki um að áin væri að bræða af sér krapa og vatn þannig að finna sér leið undir krapanum. Ekki er þó hægt að útiloka annað krapahlaup og því er nauðsynlegt að fylgjast áfram vel með þróun mála. Niðurstöður fundarins voru þær að óhætt er að opna veginn aftur með þeim takmörkunum sem áður voru. Vegurinn verður opinn næstu daga á milli 09:00-18:00, en lokaður utan þess tíma. Þetta fyrirkomulag verður endurskoðað á föstudaginn að öllu óbreyttu,“ segir í tilkynningu almannavarna. Náttúruhamfarir Norðurþing Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Vegurinn verður opinn næstu daga milli 9 og 18 en lokaður utan þess tíma að því er fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum. Þá er óvissustig almannavarna vegna krapahlaupsins enn í gildi og er enn talin hætta á krapahlaupum í ánni. Þó eru engar vísbendingar um að nýjar stíflur séu að myndast í ánni ofan við brúna. Í tilkynningu almannavarna segir að almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglan á Norðurlandi eystra, Vegagerðin og Veðurstofa Íslands hafi fundað í morgun vegna Jökulsár á Fjöllum. „Í gær var veginum um Mývatnsöræfi lokað vegna aukinnar hættu á að þrepahlaup gæti verið að hefjast í Jökulsá á Fjöllum. Gervitunglamyndir sýndu breytingar á milli daga, uppsöfnun krapa var 3 km sunnan við brúna og minniháttar óróamerki mældist um tíma á jarðskjálftamæli nálægt brúarstæðinu. Af þeim sökum þótti réttast að loka veginum á meðan frekari athuganir færu fram. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands fóru í könnunarflug eftir ánni í gær. Þá sást að augljóslega er enn mikill krapi í ánni og nær hann rúma 3 km frá brúni upp með ánni. Ís getur haldið áfram að safnast upp á meðan kalt er í veðri. Engar vísbendingar sáust þó um að nýjar stíflur væru að myndast ofan við brúna sem framkallað gætu sambærilegt hlaup og varð þann 26. janúar síðastliðinn. Lækkandi vatnshæð við brúna í gær voru líklega merki um að áin væri að bræða af sér krapa og vatn þannig að finna sér leið undir krapanum. Ekki er þó hægt að útiloka annað krapahlaup og því er nauðsynlegt að fylgjast áfram vel með þróun mála. Niðurstöður fundarins voru þær að óhætt er að opna veginn aftur með þeim takmörkunum sem áður voru. Vegurinn verður opinn næstu daga á milli 09:00-18:00, en lokaður utan þess tíma. Þetta fyrirkomulag verður endurskoðað á föstudaginn að öllu óbreyttu,“ segir í tilkynningu almannavarna.
Náttúruhamfarir Norðurþing Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira