„Þetta er orðið atvinnugrein og við erum ekkert að laumupokast með það“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. febrúar 2021 19:00 Börkur Edvardsson, formaður Vals, segir að félagið hafi eftir síðasta tímabil ákveðið að færa liðið enn frekar inn í atvinnumannaumhverfi. Vísir/Sigurjón Ólason Formaður knattspyrnudeildar Vals fór yfir nýjar áherslur félagsins fyrir komandi tímabil í Pepsi Max deildinni í fótbolta í viðtali við Stöð 2 Sport. Liðið æfir tvisvar á dag tvo daga vikunnar og er í raun orðið atvinnumannalið. Knattspyrnudeild Vals hefur nú stigið skrefið sem hefur verið beðið eftir hér á landi. Tvisvar í viku æfa leikmenn félagsins tvisvar á dag og nærast á Hlíðarenda, heimavelli liðsins, líkt og atvinnumenn í greininni. „Við erum allavega með ígildi þess, komumst varla nær því í dag. Þetta hefur verið í þróun í mörg ár og við erum komnir á þennan stað núna. Við erum ekkert hættir og erum sífellt að leita að hvernig við getum bætt umgjörðina hjá okkur, leikmannahópinn og knattspyrnuna í heild sinni til að ná betri árangri. Við munum síðan endurmeta þessa stöðu þegar þessi tilraun okkar er búin núna. Þá munum við taka ákvörðun að gera eitthvað annað, eða meira,“ sagði Börkur Edvardsson, formaður Vals í viðtali við Stöð 2 Sport fyrr í dag. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Börkur segir að fótbolti á Íslandi sé atvinnugrein sem velti miklum fjármunum. „Þetta kostar peninga en það má ekki gleyma því að þetta er orðið atvinnugrein knattspyrnunnar á Íslandi í efstu deild karla og það má eiginlega segja að flest öll liðin séu að greiða leikmönnum laun fyrir að stunda þessa íþrótt. Niðurstaðan úr því að við þorum að taka þetta skref og viðurkenna það að leikmenn eru að fá góð laun og við krefjumst þess á móti að þeir mæti í vinnu.“ Var aldrei spurning að fara þessa leið? „Nei nei, við stjórnendur og þjálfarateymið settumst niður eftir mótið í fyrra og vildum bæta umgjörðina, ásýndina og okkar leik. Þetta var eitt af þeim málum sem við ræddum, hvernig getum við æft meira, haft meiri gæði á æfingum, haft strákana meira saman og þetta varð úr. Að við ákváðum að prófa þetta svona,“ sagði formaðurinn. Þarf ekki mikið fjármagn til að geta gert þetta? „Jú jú, það má ekki gleyma því að velta efstu deildar karla er í kringum þrír milljarðar. Við erum að velta að meðaltali 300 milljónum í meistaraflokkunum, við erum kannski tíu prósent af heildarveltu í deildinni. Þannig þetta er orðið atvinnugrein og við erum ekkert að laumupokast með það og þetta er komið á þennan stað. Ég spái því að knattspyrnan muni bara stækka á Íslandi á komandi tímum.“ Aukast ekki kröfurnar með því að titla leikmenn Vals sem atvinnumenn? „Að sjálfsögðu, með auknum kröfum náum við betri árangri og með betri árangri fáum við meiri pening í kassann. Þetta helst allt í hendur. Okkar sýn er að við getum mátað okkur við þessi meðalstóru lið í Skandinavíu og staðið jafnfætis þeim í einu og öllu.“ „Aðstaðan þarf að vera fyrir hendi, starfsfólkið, aðstaðan, leikmannahópurinn, þjálfarateymið og stjórnin. Sem betur fer hefur þetta verið í lagi hér á Hlíðarenda, í öllum deildum,“ sagði Börkur Edvardsson, formaður Vals að lokum. Klippa: Formaður Vals fór yfir atvinnumennskuna á Hlíðarenda Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Fótbolti Fleiri fréttir FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Sjá meira
Knattspyrnudeild Vals hefur nú stigið skrefið sem hefur verið beðið eftir hér á landi. Tvisvar í viku æfa leikmenn félagsins tvisvar á dag og nærast á Hlíðarenda, heimavelli liðsins, líkt og atvinnumenn í greininni. „Við erum allavega með ígildi þess, komumst varla nær því í dag. Þetta hefur verið í þróun í mörg ár og við erum komnir á þennan stað núna. Við erum ekkert hættir og erum sífellt að leita að hvernig við getum bætt umgjörðina hjá okkur, leikmannahópinn og knattspyrnuna í heild sinni til að ná betri árangri. Við munum síðan endurmeta þessa stöðu þegar þessi tilraun okkar er búin núna. Þá munum við taka ákvörðun að gera eitthvað annað, eða meira,“ sagði Börkur Edvardsson, formaður Vals í viðtali við Stöð 2 Sport fyrr í dag. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Börkur segir að fótbolti á Íslandi sé atvinnugrein sem velti miklum fjármunum. „Þetta kostar peninga en það má ekki gleyma því að þetta er orðið atvinnugrein knattspyrnunnar á Íslandi í efstu deild karla og það má eiginlega segja að flest öll liðin séu að greiða leikmönnum laun fyrir að stunda þessa íþrótt. Niðurstaðan úr því að við þorum að taka þetta skref og viðurkenna það að leikmenn eru að fá góð laun og við krefjumst þess á móti að þeir mæti í vinnu.“ Var aldrei spurning að fara þessa leið? „Nei nei, við stjórnendur og þjálfarateymið settumst niður eftir mótið í fyrra og vildum bæta umgjörðina, ásýndina og okkar leik. Þetta var eitt af þeim málum sem við ræddum, hvernig getum við æft meira, haft meiri gæði á æfingum, haft strákana meira saman og þetta varð úr. Að við ákváðum að prófa þetta svona,“ sagði formaðurinn. Þarf ekki mikið fjármagn til að geta gert þetta? „Jú jú, það má ekki gleyma því að velta efstu deildar karla er í kringum þrír milljarðar. Við erum að velta að meðaltali 300 milljónum í meistaraflokkunum, við erum kannski tíu prósent af heildarveltu í deildinni. Þannig þetta er orðið atvinnugrein og við erum ekkert að laumupokast með það og þetta er komið á þennan stað. Ég spái því að knattspyrnan muni bara stækka á Íslandi á komandi tímum.“ Aukast ekki kröfurnar með því að titla leikmenn Vals sem atvinnumenn? „Að sjálfsögðu, með auknum kröfum náum við betri árangri og með betri árangri fáum við meiri pening í kassann. Þetta helst allt í hendur. Okkar sýn er að við getum mátað okkur við þessi meðalstóru lið í Skandinavíu og staðið jafnfætis þeim í einu og öllu.“ „Aðstaðan þarf að vera fyrir hendi, starfsfólkið, aðstaðan, leikmannahópurinn, þjálfarateymið og stjórnin. Sem betur fer hefur þetta verið í lagi hér á Hlíðarenda, í öllum deildum,“ sagði Börkur Edvardsson, formaður Vals að lokum. Klippa: Formaður Vals fór yfir atvinnumennskuna á Hlíðarenda
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Fótbolti Fleiri fréttir FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Sjá meira