Lára kveður skjáinn Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2021 15:48 Lára segir Ferðastiklurnar standa uppúr annars afskaplega lifandi tíma á fjölmiðlum. Lífið er núna, segir Lára sem útilokar ekki að hún komi einhvern tíma aftur nálægt fjölmiðlum en það verður ekki næstu árin. Svo mikið er víst. Lára Ómarsdóttir fréttamaður hefur sent félögum sínum á RÚV ohf kveðjupóst og tilkynnt að hún sé á förum. Lára hefur sagt upp á RÚV. Hún er að taka síðustu vaktina á fréttastofunni núna í dag. Henni bauðst óvænt starf sem er of spennandi að hafna. Eitthvað nýtt dæmi, krefjandi og lærdómsríkt. Svo segir í kveðjubréfi hennar og Lára segir að svona sé þetta, nákvæmlega, í samtali við Vísi. Hún segist ekki geta greint frá því að svo stöddu hvað hún er að fara að taka sér fyrir hendur. Hún þurfi að ganga frá einhverjum málum áður en hún getur gert það heyrinkunnugt. Lára hefur nú verið í tólf ár hjá RÚV, bæði á almennum fréttavöktum og í fréttaskýringaþættinum Kveik. „Það er kominn tími til að prófa eitthvað nýtt,“ segir Lára þar sem hún er á leið uppá Hellisheiði. Sem verður síðasti vettvangur fréttamennsku hennar, í bili í það minnsta kosti. Lára, sem er afar vinsæll sjónvarpsmaður, á að baki langan feril í fjölmiðlum. Sem hófst á hinni sögufrægu NFS-sjónvarpsstöð árið 2005. „Svo þegar NFS var lagt niður var ég áfram á Stöð 2, kom svo aðeins við á Mogganum og 24 stundum. Svo lenti ég inn á RÚV í mars 2009. Og er eiginlega búin að gera allt sem mig hefur langað til þar.“ Gos og læti Spurð um hvað standi uppúr segir Lára það hljóti að vera þættirnir Ferðastiklur. „Að fá að fara um allt land, hitta fólk og vera í íslenskri náttúru. Það held ég að hljóti að standa upp úr. Þó margt annað hafi verið skemmtilegt. Það var svona mitt.“ Lára í Holuhrauni. Hún segir það hafa verið mikið ævintýri, að fjalla um það mikla gos.skáskot Lára segir að allt hafi verið jákvætt við þá dagskrárgerð, henni hafi alls staðar verið ótrúlega vel tekið. Hún nefnir einnig Holuhraunsgosið. Og öll þau skipti sem hún fór þangað. Það var mikið ævintýri. Lára fjallaði um gosið nánast áður en það hófst og þar til yfir lauk sem var um mánaðarmótin febrúar/mars 2015 en gosið hófst seint í ágúst 2014. „Eitt stærsta hraungos síðan land byggðist. Ég fór þangað margoft. Svo endað ég á því að gera með Ragnari Santos heimildarmynd um gosið, einstaklega gaman að vinna þetta allt saman. Svæðið norðan Vatnajökuls er flottasta og fallegasta svæði landsins og mér finnst alltaf gaman að koma þangað. Mikið ævintýri líka.“ Ofboðslega lifandi starf Lára segist vilja nefna það til viðbótar; allt þetta fólk sem hún hefur kynnst, unnið með og kynnst í gegnum þetta starf - ómetanlegt. „Þetta er mjög lifandi starf, ofsalega skemmtilegt fólk og mikið fjör í kringum þetta einhvern veginn, læti og hasar.“ Og þú munt þá væntanlega sakna þess? „Já, þetta verður allaveganna mikil breyting. En, mér finnst þetta samt frábært tækifæri til að prófa eitthvað annað og læra eitthvað nýtt. Ég þarf alltaf að vera að ögra mér. Það þýðir ekkert að vera hrædd við að taka skrefið, stundum bara að kýla á það. Lífið er núna,“ sagði Lára á leið uppá Hellisheiði. Vistaskipti Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Lára hefur sagt upp á RÚV. Hún er að taka síðustu vaktina á fréttastofunni núna í dag. Henni bauðst óvænt starf sem er of spennandi að hafna. Eitthvað nýtt dæmi, krefjandi og lærdómsríkt. Svo segir í kveðjubréfi hennar og Lára segir að svona sé þetta, nákvæmlega, í samtali við Vísi. Hún segist ekki geta greint frá því að svo stöddu hvað hún er að fara að taka sér fyrir hendur. Hún þurfi að ganga frá einhverjum málum áður en hún getur gert það heyrinkunnugt. Lára hefur nú verið í tólf ár hjá RÚV, bæði á almennum fréttavöktum og í fréttaskýringaþættinum Kveik. „Það er kominn tími til að prófa eitthvað nýtt,“ segir Lára þar sem hún er á leið uppá Hellisheiði. Sem verður síðasti vettvangur fréttamennsku hennar, í bili í það minnsta kosti. Lára, sem er afar vinsæll sjónvarpsmaður, á að baki langan feril í fjölmiðlum. Sem hófst á hinni sögufrægu NFS-sjónvarpsstöð árið 2005. „Svo þegar NFS var lagt niður var ég áfram á Stöð 2, kom svo aðeins við á Mogganum og 24 stundum. Svo lenti ég inn á RÚV í mars 2009. Og er eiginlega búin að gera allt sem mig hefur langað til þar.“ Gos og læti Spurð um hvað standi uppúr segir Lára það hljóti að vera þættirnir Ferðastiklur. „Að fá að fara um allt land, hitta fólk og vera í íslenskri náttúru. Það held ég að hljóti að standa upp úr. Þó margt annað hafi verið skemmtilegt. Það var svona mitt.“ Lára í Holuhrauni. Hún segir það hafa verið mikið ævintýri, að fjalla um það mikla gos.skáskot Lára segir að allt hafi verið jákvætt við þá dagskrárgerð, henni hafi alls staðar verið ótrúlega vel tekið. Hún nefnir einnig Holuhraunsgosið. Og öll þau skipti sem hún fór þangað. Það var mikið ævintýri. Lára fjallaði um gosið nánast áður en það hófst og þar til yfir lauk sem var um mánaðarmótin febrúar/mars 2015 en gosið hófst seint í ágúst 2014. „Eitt stærsta hraungos síðan land byggðist. Ég fór þangað margoft. Svo endað ég á því að gera með Ragnari Santos heimildarmynd um gosið, einstaklega gaman að vinna þetta allt saman. Svæðið norðan Vatnajökuls er flottasta og fallegasta svæði landsins og mér finnst alltaf gaman að koma þangað. Mikið ævintýri líka.“ Ofboðslega lifandi starf Lára segist vilja nefna það til viðbótar; allt þetta fólk sem hún hefur kynnst, unnið með og kynnst í gegnum þetta starf - ómetanlegt. „Þetta er mjög lifandi starf, ofsalega skemmtilegt fólk og mikið fjör í kringum þetta einhvern veginn, læti og hasar.“ Og þú munt þá væntanlega sakna þess? „Já, þetta verður allaveganna mikil breyting. En, mér finnst þetta samt frábært tækifæri til að prófa eitthvað annað og læra eitthvað nýtt. Ég þarf alltaf að vera að ögra mér. Það þýðir ekkert að vera hrædd við að taka skrefið, stundum bara að kýla á það. Lífið er núna,“ sagði Lára á leið uppá Hellisheiði.
Vistaskipti Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira