Lára kveður skjáinn Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2021 15:48 Lára segir Ferðastiklurnar standa uppúr annars afskaplega lifandi tíma á fjölmiðlum. Lífið er núna, segir Lára sem útilokar ekki að hún komi einhvern tíma aftur nálægt fjölmiðlum en það verður ekki næstu árin. Svo mikið er víst. Lára Ómarsdóttir fréttamaður hefur sent félögum sínum á RÚV ohf kveðjupóst og tilkynnt að hún sé á förum. Lára hefur sagt upp á RÚV. Hún er að taka síðustu vaktina á fréttastofunni núna í dag. Henni bauðst óvænt starf sem er of spennandi að hafna. Eitthvað nýtt dæmi, krefjandi og lærdómsríkt. Svo segir í kveðjubréfi hennar og Lára segir að svona sé þetta, nákvæmlega, í samtali við Vísi. Hún segist ekki geta greint frá því að svo stöddu hvað hún er að fara að taka sér fyrir hendur. Hún þurfi að ganga frá einhverjum málum áður en hún getur gert það heyrinkunnugt. Lára hefur nú verið í tólf ár hjá RÚV, bæði á almennum fréttavöktum og í fréttaskýringaþættinum Kveik. „Það er kominn tími til að prófa eitthvað nýtt,“ segir Lára þar sem hún er á leið uppá Hellisheiði. Sem verður síðasti vettvangur fréttamennsku hennar, í bili í það minnsta kosti. Lára, sem er afar vinsæll sjónvarpsmaður, á að baki langan feril í fjölmiðlum. Sem hófst á hinni sögufrægu NFS-sjónvarpsstöð árið 2005. „Svo þegar NFS var lagt niður var ég áfram á Stöð 2, kom svo aðeins við á Mogganum og 24 stundum. Svo lenti ég inn á RÚV í mars 2009. Og er eiginlega búin að gera allt sem mig hefur langað til þar.“ Gos og læti Spurð um hvað standi uppúr segir Lára það hljóti að vera þættirnir Ferðastiklur. „Að fá að fara um allt land, hitta fólk og vera í íslenskri náttúru. Það held ég að hljóti að standa upp úr. Þó margt annað hafi verið skemmtilegt. Það var svona mitt.“ Lára í Holuhrauni. Hún segir það hafa verið mikið ævintýri, að fjalla um það mikla gos.skáskot Lára segir að allt hafi verið jákvætt við þá dagskrárgerð, henni hafi alls staðar verið ótrúlega vel tekið. Hún nefnir einnig Holuhraunsgosið. Og öll þau skipti sem hún fór þangað. Það var mikið ævintýri. Lára fjallaði um gosið nánast áður en það hófst og þar til yfir lauk sem var um mánaðarmótin febrúar/mars 2015 en gosið hófst seint í ágúst 2014. „Eitt stærsta hraungos síðan land byggðist. Ég fór þangað margoft. Svo endað ég á því að gera með Ragnari Santos heimildarmynd um gosið, einstaklega gaman að vinna þetta allt saman. Svæðið norðan Vatnajökuls er flottasta og fallegasta svæði landsins og mér finnst alltaf gaman að koma þangað. Mikið ævintýri líka.“ Ofboðslega lifandi starf Lára segist vilja nefna það til viðbótar; allt þetta fólk sem hún hefur kynnst, unnið með og kynnst í gegnum þetta starf - ómetanlegt. „Þetta er mjög lifandi starf, ofsalega skemmtilegt fólk og mikið fjör í kringum þetta einhvern veginn, læti og hasar.“ Og þú munt þá væntanlega sakna þess? „Já, þetta verður allaveganna mikil breyting. En, mér finnst þetta samt frábært tækifæri til að prófa eitthvað annað og læra eitthvað nýtt. Ég þarf alltaf að vera að ögra mér. Það þýðir ekkert að vera hrædd við að taka skrefið, stundum bara að kýla á það. Lífið er núna,“ sagði Lára á leið uppá Hellisheiði. Vistaskipti Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Lára hefur sagt upp á RÚV. Hún er að taka síðustu vaktina á fréttastofunni núna í dag. Henni bauðst óvænt starf sem er of spennandi að hafna. Eitthvað nýtt dæmi, krefjandi og lærdómsríkt. Svo segir í kveðjubréfi hennar og Lára segir að svona sé þetta, nákvæmlega, í samtali við Vísi. Hún segist ekki geta greint frá því að svo stöddu hvað hún er að fara að taka sér fyrir hendur. Hún þurfi að ganga frá einhverjum málum áður en hún getur gert það heyrinkunnugt. Lára hefur nú verið í tólf ár hjá RÚV, bæði á almennum fréttavöktum og í fréttaskýringaþættinum Kveik. „Það er kominn tími til að prófa eitthvað nýtt,“ segir Lára þar sem hún er á leið uppá Hellisheiði. Sem verður síðasti vettvangur fréttamennsku hennar, í bili í það minnsta kosti. Lára, sem er afar vinsæll sjónvarpsmaður, á að baki langan feril í fjölmiðlum. Sem hófst á hinni sögufrægu NFS-sjónvarpsstöð árið 2005. „Svo þegar NFS var lagt niður var ég áfram á Stöð 2, kom svo aðeins við á Mogganum og 24 stundum. Svo lenti ég inn á RÚV í mars 2009. Og er eiginlega búin að gera allt sem mig hefur langað til þar.“ Gos og læti Spurð um hvað standi uppúr segir Lára það hljóti að vera þættirnir Ferðastiklur. „Að fá að fara um allt land, hitta fólk og vera í íslenskri náttúru. Það held ég að hljóti að standa upp úr. Þó margt annað hafi verið skemmtilegt. Það var svona mitt.“ Lára í Holuhrauni. Hún segir það hafa verið mikið ævintýri, að fjalla um það mikla gos.skáskot Lára segir að allt hafi verið jákvætt við þá dagskrárgerð, henni hafi alls staðar verið ótrúlega vel tekið. Hún nefnir einnig Holuhraunsgosið. Og öll þau skipti sem hún fór þangað. Það var mikið ævintýri. Lára fjallaði um gosið nánast áður en það hófst og þar til yfir lauk sem var um mánaðarmótin febrúar/mars 2015 en gosið hófst seint í ágúst 2014. „Eitt stærsta hraungos síðan land byggðist. Ég fór þangað margoft. Svo endað ég á því að gera með Ragnari Santos heimildarmynd um gosið, einstaklega gaman að vinna þetta allt saman. Svæðið norðan Vatnajökuls er flottasta og fallegasta svæði landsins og mér finnst alltaf gaman að koma þangað. Mikið ævintýri líka.“ Ofboðslega lifandi starf Lára segist vilja nefna það til viðbótar; allt þetta fólk sem hún hefur kynnst, unnið með og kynnst í gegnum þetta starf - ómetanlegt. „Þetta er mjög lifandi starf, ofsalega skemmtilegt fólk og mikið fjör í kringum þetta einhvern veginn, læti og hasar.“ Og þú munt þá væntanlega sakna þess? „Já, þetta verður allaveganna mikil breyting. En, mér finnst þetta samt frábært tækifæri til að prófa eitthvað annað og læra eitthvað nýtt. Ég þarf alltaf að vera að ögra mér. Það þýðir ekkert að vera hrædd við að taka skrefið, stundum bara að kýla á það. Lífið er núna,“ sagði Lára á leið uppá Hellisheiði.
Vistaskipti Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira