„Frammararnir voru hrikalega flottir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. febrúar 2021 15:31 Þorgrímur Smári Ólafsson lék vel þegar Fram vann Val. vísir/bára Einar Andri Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, var virkilega hrifinn af frammistöðu Fram í sigrinum á Val, 26-22, á fimmtudaginn. Eftir tapið fyrir ÍBV, 19-17, í fyrsta leik sínum eftir hléið langa var allt annað að sjá til Fram í leiknum gegn Fram, sérstaklega í sókninni. Frammarar skoruðu sextán mörk í fyrri hálfleik, einu minna en í öllum leiknum gegn Eyjamönnum. Einar Andri fékk það verkefni að greina leik Fram í Seinni bylgjunni og var hrifinn af því sem hann sá. „Það var mjög gaman að sjá Frammarana í þessum leik. Í fyrri hálfleik spiluðu þeir til dæmis innleysingataktík, þar sem miðjumaðurinn leysti inn, og Valsmennirnir náðu ekki að leysa þetta,“ sagði Einar Andri. „Almennt séð voru Frammararnir hrikalega flottir. Þetta var allt annað en frá því í leiknum gegn ÍBV. Taktíkarnar voru vel útfærðar og gerðar af fullum krafti, ekkert hik. Í Eyjum voru þeir með 22 tapaða bolta en fóru með það niður í tíu sem er virkilega vel gert. Það var greinilega farið vel yfir sóknarleikinn.“ Góð innkoma Þorvaldar Jóhann Gunnar Einarsson var hrifinn af frammistöðu Þorvaldar Tryggvasonar sem fyllti skarð Ægis Hrafn Jónssonar í vörninni og lék auk þess vel í sókn Fram. „Þegar maður horfði á uppstillinguna og sá að Ægir var ekki með, lykilvarnarmaður þarna og búinn að binda saman vörnina og ver þrjú til fimm skot í leik, hugsaði maður að þetta gæti orðið vesen,“ sagði Jóhann Gunnar. „Síðan kemur þessi Þorvaldur Tryggvason sem kom aðeins inn á gegn ÍBV. Hann hefur verið að fylla inn í. Þeir hafa bara verið með Rógva [Dal Christiansen] á línunni og hann skiptir við Ægi dálítið mikið. Hann [Þorvaldur] var bara drullu flottur. Þeir fengu allt öðruvísi vörn. Venjulega bíður Ægir og reynir að verja skot á meðan annar er að vinna í kringum. Þetta virkaði alveg, þeir voru út og suður og hömruðu þá út og suður.“ Næsti leikur Fram er gegn Þór á Akureyri á miðvikudaginn. Klippa: Seinni bylgjan - Einar Andri greinir Fram Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Fram Seinni bylgjan Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sjá meira
Eftir tapið fyrir ÍBV, 19-17, í fyrsta leik sínum eftir hléið langa var allt annað að sjá til Fram í leiknum gegn Fram, sérstaklega í sókninni. Frammarar skoruðu sextán mörk í fyrri hálfleik, einu minna en í öllum leiknum gegn Eyjamönnum. Einar Andri fékk það verkefni að greina leik Fram í Seinni bylgjunni og var hrifinn af því sem hann sá. „Það var mjög gaman að sjá Frammarana í þessum leik. Í fyrri hálfleik spiluðu þeir til dæmis innleysingataktík, þar sem miðjumaðurinn leysti inn, og Valsmennirnir náðu ekki að leysa þetta,“ sagði Einar Andri. „Almennt séð voru Frammararnir hrikalega flottir. Þetta var allt annað en frá því í leiknum gegn ÍBV. Taktíkarnar voru vel útfærðar og gerðar af fullum krafti, ekkert hik. Í Eyjum voru þeir með 22 tapaða bolta en fóru með það niður í tíu sem er virkilega vel gert. Það var greinilega farið vel yfir sóknarleikinn.“ Góð innkoma Þorvaldar Jóhann Gunnar Einarsson var hrifinn af frammistöðu Þorvaldar Tryggvasonar sem fyllti skarð Ægis Hrafn Jónssonar í vörninni og lék auk þess vel í sókn Fram. „Þegar maður horfði á uppstillinguna og sá að Ægir var ekki með, lykilvarnarmaður þarna og búinn að binda saman vörnina og ver þrjú til fimm skot í leik, hugsaði maður að þetta gæti orðið vesen,“ sagði Jóhann Gunnar. „Síðan kemur þessi Þorvaldur Tryggvason sem kom aðeins inn á gegn ÍBV. Hann hefur verið að fylla inn í. Þeir hafa bara verið með Rógva [Dal Christiansen] á línunni og hann skiptir við Ægi dálítið mikið. Hann [Þorvaldur] var bara drullu flottur. Þeir fengu allt öðruvísi vörn. Venjulega bíður Ægir og reynir að verja skot á meðan annar er að vinna í kringum. Þetta virkaði alveg, þeir voru út og suður og hömruðu þá út og suður.“ Næsti leikur Fram er gegn Þór á Akureyri á miðvikudaginn. Klippa: Seinni bylgjan - Einar Andri greinir Fram Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Fram Seinni bylgjan Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti