Klopp útskýrði „rifrildið“ við Milner á hliðarlínunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2021 09:31 James Milner og Jürgen Klopp ræða á málin á hliðarlínunni í gær en Milner var allt annað en sáttur. Getty/John Walton James Milner var ekki sáttur þegar Jürgen Klopp tók hann af velli í leiknum á móti West Ham í gær. Knattspyrnustjórinn útskýrði hvað var í gangi hjá þeim félögum í viðtölum eftir leikinn. Jürgen Klopp tók James Milner af velli á 57. mínútu í 3-1 sigri Liverpool á West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Þá var staðan enn markalaus en reynsluboltinn virtist vera reiður knattspyrnustjóra sínum. James Milner og Jürgen Klopp buðu í framhaldinu upp á smá rifrildi á hliðarlínunni eftir að miðjumaðurinn fór útaf og það vakti athygli margra enda Milner einn sá síðasti sem menn búast við að sé með eitthvað vesen. "At half-time we changed the offensive formation..."Klopp explains what was said to Milner pic.twitter.com/incOkDO0WT— This Is Anfield (@thisisanfield) January 31, 2021 Deilur Jürgen Klopp og James Milner urðu að minna máli en leit út fyrir í fyrstu því aðeins mínútu síðar hafði Mohamed Salah komið Liverpool í 1-0 í leiknum. Þá sáust þeir Klopp og Milner fagna markinu skælbrosandi saman. Klopp útskýrði rifrildið við Milner á hliðarlínunni í viðtali við blaðamenn eftir leikinn. „Ég hef stanslausar áhyggjur af meiðslum. Við erum að reyna að bjarga öllum og þannig var þetta með Millie líka,“ sagði Jürgen Klopp. „Eins mikið og ég veit núna þá meiddist enginn í leiknum. Við spiluðum góðan leik og náðum í þrjú stig sem var algjörlega frábært,“ sagði Klopp. Klopp segist hafa tekið Milner af velli af því að hann var að hlaupa of mikið. „Við breyttum leikskipulaginu í hálfleik og Millie átti að spila aðeins aftar. Við sögðum við Millie, af því að hann stífnaði aðeins upp aftan í lærinu: Vertu rólegur, sendu boltann frekar en að hlaupa með boltann,“ sagði Klopp. Jurgen Klopp on James Milner: No, he was not unhappy. It was clear we will take him off, we just waited until Curtis had a proper warm-up. And then I saw the last long, long sprint Millie had and I thought, Oh, we missed the moment and I was really worried! #awlfc [lfc] pic.twitter.com/cWF9hJjHJH— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 31, 2021 „Svo sá ég þennan langa sprett hjá Millie og hugsaði: Við misstum marks og misstum af mómentinu. Ég var virkilega, virkilega áhyggjufullur,“ sagði Klopp. „Þegar hann kom af velli þá sagði hann við mig: Þú sagðir við mig að spila aftar. Nú hleyp ég minna og þá tekur þú mig útaf. Svo kom hann aftur til mín og sagði: Allt í lagi, góður punktur, góð ákvörðun, Allt í góðu,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sjá meira
Jürgen Klopp tók James Milner af velli á 57. mínútu í 3-1 sigri Liverpool á West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Þá var staðan enn markalaus en reynsluboltinn virtist vera reiður knattspyrnustjóra sínum. James Milner og Jürgen Klopp buðu í framhaldinu upp á smá rifrildi á hliðarlínunni eftir að miðjumaðurinn fór útaf og það vakti athygli margra enda Milner einn sá síðasti sem menn búast við að sé með eitthvað vesen. "At half-time we changed the offensive formation..."Klopp explains what was said to Milner pic.twitter.com/incOkDO0WT— This Is Anfield (@thisisanfield) January 31, 2021 Deilur Jürgen Klopp og James Milner urðu að minna máli en leit út fyrir í fyrstu því aðeins mínútu síðar hafði Mohamed Salah komið Liverpool í 1-0 í leiknum. Þá sáust þeir Klopp og Milner fagna markinu skælbrosandi saman. Klopp útskýrði rifrildið við Milner á hliðarlínunni í viðtali við blaðamenn eftir leikinn. „Ég hef stanslausar áhyggjur af meiðslum. Við erum að reyna að bjarga öllum og þannig var þetta með Millie líka,“ sagði Jürgen Klopp. „Eins mikið og ég veit núna þá meiddist enginn í leiknum. Við spiluðum góðan leik og náðum í þrjú stig sem var algjörlega frábært,“ sagði Klopp. Klopp segist hafa tekið Milner af velli af því að hann var að hlaupa of mikið. „Við breyttum leikskipulaginu í hálfleik og Millie átti að spila aðeins aftar. Við sögðum við Millie, af því að hann stífnaði aðeins upp aftan í lærinu: Vertu rólegur, sendu boltann frekar en að hlaupa með boltann,“ sagði Klopp. Jurgen Klopp on James Milner: No, he was not unhappy. It was clear we will take him off, we just waited until Curtis had a proper warm-up. And then I saw the last long, long sprint Millie had and I thought, Oh, we missed the moment and I was really worried! #awlfc [lfc] pic.twitter.com/cWF9hJjHJH— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 31, 2021 „Svo sá ég þennan langa sprett hjá Millie og hugsaði: Við misstum marks og misstum af mómentinu. Ég var virkilega, virkilega áhyggjufullur,“ sagði Klopp. „Þegar hann kom af velli þá sagði hann við mig: Þú sagðir við mig að spila aftar. Nú hleyp ég minna og þá tekur þú mig útaf. Svo kom hann aftur til mín og sagði: Allt í lagi, góður punktur, góð ákvörðun, Allt í góðu,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sjá meira