Klopp útskýrði „rifrildið“ við Milner á hliðarlínunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2021 09:31 James Milner og Jürgen Klopp ræða á málin á hliðarlínunni í gær en Milner var allt annað en sáttur. Getty/John Walton James Milner var ekki sáttur þegar Jürgen Klopp tók hann af velli í leiknum á móti West Ham í gær. Knattspyrnustjórinn útskýrði hvað var í gangi hjá þeim félögum í viðtölum eftir leikinn. Jürgen Klopp tók James Milner af velli á 57. mínútu í 3-1 sigri Liverpool á West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Þá var staðan enn markalaus en reynsluboltinn virtist vera reiður knattspyrnustjóra sínum. James Milner og Jürgen Klopp buðu í framhaldinu upp á smá rifrildi á hliðarlínunni eftir að miðjumaðurinn fór útaf og það vakti athygli margra enda Milner einn sá síðasti sem menn búast við að sé með eitthvað vesen. "At half-time we changed the offensive formation..."Klopp explains what was said to Milner pic.twitter.com/incOkDO0WT— This Is Anfield (@thisisanfield) January 31, 2021 Deilur Jürgen Klopp og James Milner urðu að minna máli en leit út fyrir í fyrstu því aðeins mínútu síðar hafði Mohamed Salah komið Liverpool í 1-0 í leiknum. Þá sáust þeir Klopp og Milner fagna markinu skælbrosandi saman. Klopp útskýrði rifrildið við Milner á hliðarlínunni í viðtali við blaðamenn eftir leikinn. „Ég hef stanslausar áhyggjur af meiðslum. Við erum að reyna að bjarga öllum og þannig var þetta með Millie líka,“ sagði Jürgen Klopp. „Eins mikið og ég veit núna þá meiddist enginn í leiknum. Við spiluðum góðan leik og náðum í þrjú stig sem var algjörlega frábært,“ sagði Klopp. Klopp segist hafa tekið Milner af velli af því að hann var að hlaupa of mikið. „Við breyttum leikskipulaginu í hálfleik og Millie átti að spila aðeins aftar. Við sögðum við Millie, af því að hann stífnaði aðeins upp aftan í lærinu: Vertu rólegur, sendu boltann frekar en að hlaupa með boltann,“ sagði Klopp. Jurgen Klopp on James Milner: No, he was not unhappy. It was clear we will take him off, we just waited until Curtis had a proper warm-up. And then I saw the last long, long sprint Millie had and I thought, Oh, we missed the moment and I was really worried! #awlfc [lfc] pic.twitter.com/cWF9hJjHJH— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 31, 2021 „Svo sá ég þennan langa sprett hjá Millie og hugsaði: Við misstum marks og misstum af mómentinu. Ég var virkilega, virkilega áhyggjufullur,“ sagði Klopp. „Þegar hann kom af velli þá sagði hann við mig: Þú sagðir við mig að spila aftar. Nú hleyp ég minna og þá tekur þú mig útaf. Svo kom hann aftur til mín og sagði: Allt í lagi, góður punktur, góð ákvörðun, Allt í góðu,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Sjá meira
Jürgen Klopp tók James Milner af velli á 57. mínútu í 3-1 sigri Liverpool á West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Þá var staðan enn markalaus en reynsluboltinn virtist vera reiður knattspyrnustjóra sínum. James Milner og Jürgen Klopp buðu í framhaldinu upp á smá rifrildi á hliðarlínunni eftir að miðjumaðurinn fór útaf og það vakti athygli margra enda Milner einn sá síðasti sem menn búast við að sé með eitthvað vesen. "At half-time we changed the offensive formation..."Klopp explains what was said to Milner pic.twitter.com/incOkDO0WT— This Is Anfield (@thisisanfield) January 31, 2021 Deilur Jürgen Klopp og James Milner urðu að minna máli en leit út fyrir í fyrstu því aðeins mínútu síðar hafði Mohamed Salah komið Liverpool í 1-0 í leiknum. Þá sáust þeir Klopp og Milner fagna markinu skælbrosandi saman. Klopp útskýrði rifrildið við Milner á hliðarlínunni í viðtali við blaðamenn eftir leikinn. „Ég hef stanslausar áhyggjur af meiðslum. Við erum að reyna að bjarga öllum og þannig var þetta með Millie líka,“ sagði Jürgen Klopp. „Eins mikið og ég veit núna þá meiddist enginn í leiknum. Við spiluðum góðan leik og náðum í þrjú stig sem var algjörlega frábært,“ sagði Klopp. Klopp segist hafa tekið Milner af velli af því að hann var að hlaupa of mikið. „Við breyttum leikskipulaginu í hálfleik og Millie átti að spila aðeins aftar. Við sögðum við Millie, af því að hann stífnaði aðeins upp aftan í lærinu: Vertu rólegur, sendu boltann frekar en að hlaupa með boltann,“ sagði Klopp. Jurgen Klopp on James Milner: No, he was not unhappy. It was clear we will take him off, we just waited until Curtis had a proper warm-up. And then I saw the last long, long sprint Millie had and I thought, Oh, we missed the moment and I was really worried! #awlfc [lfc] pic.twitter.com/cWF9hJjHJH— Anfield Watch (@AnfieldWatch) January 31, 2021 „Svo sá ég þennan langa sprett hjá Millie og hugsaði: Við misstum marks og misstum af mómentinu. Ég var virkilega, virkilega áhyggjufullur,“ sagði Klopp. „Þegar hann kom af velli þá sagði hann við mig: Þú sagðir við mig að spila aftar. Nú hleyp ég minna og þá tekur þú mig útaf. Svo kom hann aftur til mín og sagði: Allt í lagi, góður punktur, góð ákvörðun, Allt í góðu,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Sjá meira