Sitja fastir í sóttkví um borð í bát eftir að skipverji greindist með veiruna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2021 20:34 Áhöfnin situr föst um borð í bátnum eftir að skipverji sem þangað var nýmættur til vinnu fékk svar um að hann hafi greinst jákvæður fyrir covid-19 í seinni skimun eftir komuna til landsins. Vísir/Vilhelm Níu skipverjar sitja nú í sóttkví um borð í línubátnum Fjölni GK sem liggur við bryggju í Grindavík eftir að skipverji greindist með covid-19. Skipverjinn sem um ræðir hafði nýverið komið til landsins frá útlöndum og hafði greinst neikvæður í fyrri sýnatöku á landamærum. Hann var þó nýmættur til vinnu og búinn að heilsa þremur öðrum skipverjum þegar hann fékk svar um að sýni greindist jákvætt eftir seinni skimun. Þetta staðfestir Aðalsteinn Rúnar Friðþjófsson, skipstjóri Fjölnis, í samtali við Vísi en Fréttablaðið greindi fyrst frá. „Þegar hann kemur um borð þá fær hann svar úr seinni skimun og jákvætt og fer náttúrlega til baka aftur. En hann var þá búinn að heilsa þremur og nú bíðum við bara niðurstöðu með þetta, þetta fór bara í feril,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi. „Þeir eru þrír sem að heilsuðu honum og þeir eru í einangrun og hinir sex bíða í sóttkví eftir morgundeginum. En hann fer í skimun, þeir halda að þetta sé gamalt smit og það kemur í ljós í fyrramálið. Hann mætir átta í fyrramálið og það verður klárt um tíu leytið, niðurstaðan með það,“ segir Aðalsteinn. Viðkomandi sé ekki með nein einkenni. „Þetta er allt saman í ferli og í samráði við þá sem þessum málum stjórna.“ Til stóð að lagt yrði úr höfn í kvöld en nú er ljóst að það verður ekki fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið. Ljóst er að sá er greindist braut reglur um sóttkví en líkt og áður segir var hann mættur til vinnu og búinn að heilsa þremur skipverjum þegar hann fékk skilaboðin um að seinna sýnið greindist jákvætt. Sá er greindist er sjálfur ekki um borð heldur í einangrun í íbúð í Keflavík að sögn Aðalsteins. „Svona fer ef að menn fylgja ekki reglunum,“ segir Aðalsteinn sem sjálfur er þó ekki um borð. „Ég var akkúrat að fara í frí og er þar af leiðandi bæði með samviskubit yfir að vera ekki í jafnslæmum málum og hinir og jafnglaður yfir því að vera bara heima,“ segir Aðalsteinn. „Við krossum fingur og vonum það besta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grindavík Sjávarútvegur Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Þetta staðfestir Aðalsteinn Rúnar Friðþjófsson, skipstjóri Fjölnis, í samtali við Vísi en Fréttablaðið greindi fyrst frá. „Þegar hann kemur um borð þá fær hann svar úr seinni skimun og jákvætt og fer náttúrlega til baka aftur. En hann var þá búinn að heilsa þremur og nú bíðum við bara niðurstöðu með þetta, þetta fór bara í feril,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi. „Þeir eru þrír sem að heilsuðu honum og þeir eru í einangrun og hinir sex bíða í sóttkví eftir morgundeginum. En hann fer í skimun, þeir halda að þetta sé gamalt smit og það kemur í ljós í fyrramálið. Hann mætir átta í fyrramálið og það verður klárt um tíu leytið, niðurstaðan með það,“ segir Aðalsteinn. Viðkomandi sé ekki með nein einkenni. „Þetta er allt saman í ferli og í samráði við þá sem þessum málum stjórna.“ Til stóð að lagt yrði úr höfn í kvöld en nú er ljóst að það verður ekki fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið. Ljóst er að sá er greindist braut reglur um sóttkví en líkt og áður segir var hann mættur til vinnu og búinn að heilsa þremur skipverjum þegar hann fékk skilaboðin um að seinna sýnið greindist jákvætt. Sá er greindist er sjálfur ekki um borð heldur í einangrun í íbúð í Keflavík að sögn Aðalsteins. „Svona fer ef að menn fylgja ekki reglunum,“ segir Aðalsteinn sem sjálfur er þó ekki um borð. „Ég var akkúrat að fara í frí og er þar af leiðandi bæði með samviskubit yfir að vera ekki í jafnslæmum málum og hinir og jafnglaður yfir því að vera bara heima,“ segir Aðalsteinn. „Við krossum fingur og vonum það besta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grindavík Sjávarútvegur Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira