Stefnuleysi í málefnum stóriðju ekki í boði Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar 31. janúar 2021 15:30 Gríðarlega miklar breytingar eru að eiga sér stað í orkugeiranum úti um allan heim. Samkeppnishæfni Íslands er að breytast sömuleiðis á ótrúlega miklum hraða. Verð á umhverfisvænum orkugjöfum er að lækka mikið og hratt, sér í lagi á sólar- og vindorku sem breytir allri samkeppnishæfni Íslands á örskömmum tíma. Sem dæmi hafa vindorkugarðar í sjó í Norður-Atlantshafi nú þegar lækkað raforkuverð á því svæði og áætlað er að lækkunin muni nema um 60% á næstunni samkvæmt færustu sérfræðingum. Árið 2030 er á næsta leiti og fjölmörg lönd hafa sett sér gríðarlega metnaðarfull markmið varðandi samdrátt í útblæstri það ár miðað við árið 1990. Það er því miður dapurleg staðreynd að Ísland er ekki í hópi metnaðarfyllstu landa þegar kemur að viðmiðum í samdrætti í útblæstri, en þar skipta stóriðja, iðnaður og samgöngur langmestu máli. Það þarf nauðsynlega nýja nálgun af hálfu stjórnvalda í raforkuframleiðslu okkar Íslendinga og þar skiptir öllu máli að hugsa skapandi, vera óhrædd við hraðar breytingar og halda ekki í horfna tíma. Loftslagsváin er stærsta viðfangsefni okkar tíma og komandi kynslóða. Orkukerfin eru í lykilhlutverki þegar tekist er á við loftslagsvána. Fulltrúar Landsvirkjunar, stærsta orkufyrirtækis landsins, hafa sem betur fer talað fyrir nýjum og enn umhverfisvænni nálgunum en áður í orkugeiranum hér á landi og er það vel. Í orkustefnu fyrir Ísland, sem kynnt var og lögð fram í október síðastliðnum, eru mörg góð viðmið þegar kemur að umhverfismálunum og loftslagsmálunum, en í orkustefnunni er líka forðast alfarið við að takast á við erfiðar og krefjandi pólitískar spurningar á borð við stöðu og framtíð stóriðjunnar eða möguleika á útflutningi á hreinni raforku. Höfum sjálf stjórn á aðstæðum Það verður að vera til skýr stefna um framtíð raforkuframleiðslu og um stóriðjuna til að við sjálf höfum stjórn á aðstæðunum sem eru að breytast hratt, en ekki láta erlend stórfyrirtæki ráð för, á borð við Rio Tinto sem nýlega hótaði að leggja niður álverið í Straumsvík með nánast einu pennastriki. Skýr stefna og sýn stjórnvalda í málefnum stóriðju er ekki bara bráðnauðsynleg út frá stöðunni í loftslagsmálum heldur líka út frá atvinnustefnu yfirvalda á tímum atvinnuþrenginga. Við þurfum að skapa ný, græn störf til að vera viðbúin þessari byltingu í framleiðslu á raforku, en ekki að lengja í hengingaról mengandi stóriðju sem er að verða hratt hluti af fortíðinni en ekki partur af framtíðinni. Það er ekki bara óboðlegt að vera stefnulaus gagnvart þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem við höfum undirgengist í loftslagsmálum, heldur – og ekki síður - gagnvart þeim hundruð starfsmanna sem vinna í stóriðju og afleiddum störfum sem þurfa að fá að heyra og vita að þau verða gripin og að framtíðaratvinnumöguleikar þeirra geti breyst og þróast en ekki horfið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Stóriðja Rósa Björk Brynjólfsdóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Gríðarlega miklar breytingar eru að eiga sér stað í orkugeiranum úti um allan heim. Samkeppnishæfni Íslands er að breytast sömuleiðis á ótrúlega miklum hraða. Verð á umhverfisvænum orkugjöfum er að lækka mikið og hratt, sér í lagi á sólar- og vindorku sem breytir allri samkeppnishæfni Íslands á örskömmum tíma. Sem dæmi hafa vindorkugarðar í sjó í Norður-Atlantshafi nú þegar lækkað raforkuverð á því svæði og áætlað er að lækkunin muni nema um 60% á næstunni samkvæmt færustu sérfræðingum. Árið 2030 er á næsta leiti og fjölmörg lönd hafa sett sér gríðarlega metnaðarfull markmið varðandi samdrátt í útblæstri það ár miðað við árið 1990. Það er því miður dapurleg staðreynd að Ísland er ekki í hópi metnaðarfyllstu landa þegar kemur að viðmiðum í samdrætti í útblæstri, en þar skipta stóriðja, iðnaður og samgöngur langmestu máli. Það þarf nauðsynlega nýja nálgun af hálfu stjórnvalda í raforkuframleiðslu okkar Íslendinga og þar skiptir öllu máli að hugsa skapandi, vera óhrædd við hraðar breytingar og halda ekki í horfna tíma. Loftslagsváin er stærsta viðfangsefni okkar tíma og komandi kynslóða. Orkukerfin eru í lykilhlutverki þegar tekist er á við loftslagsvána. Fulltrúar Landsvirkjunar, stærsta orkufyrirtækis landsins, hafa sem betur fer talað fyrir nýjum og enn umhverfisvænni nálgunum en áður í orkugeiranum hér á landi og er það vel. Í orkustefnu fyrir Ísland, sem kynnt var og lögð fram í október síðastliðnum, eru mörg góð viðmið þegar kemur að umhverfismálunum og loftslagsmálunum, en í orkustefnunni er líka forðast alfarið við að takast á við erfiðar og krefjandi pólitískar spurningar á borð við stöðu og framtíð stóriðjunnar eða möguleika á útflutningi á hreinni raforku. Höfum sjálf stjórn á aðstæðum Það verður að vera til skýr stefna um framtíð raforkuframleiðslu og um stóriðjuna til að við sjálf höfum stjórn á aðstæðunum sem eru að breytast hratt, en ekki láta erlend stórfyrirtæki ráð för, á borð við Rio Tinto sem nýlega hótaði að leggja niður álverið í Straumsvík með nánast einu pennastriki. Skýr stefna og sýn stjórnvalda í málefnum stóriðju er ekki bara bráðnauðsynleg út frá stöðunni í loftslagsmálum heldur líka út frá atvinnustefnu yfirvalda á tímum atvinnuþrenginga. Við þurfum að skapa ný, græn störf til að vera viðbúin þessari byltingu í framleiðslu á raforku, en ekki að lengja í hengingaról mengandi stóriðju sem er að verða hratt hluti af fortíðinni en ekki partur af framtíðinni. Það er ekki bara óboðlegt að vera stefnulaus gagnvart þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem við höfum undirgengist í loftslagsmálum, heldur – og ekki síður - gagnvart þeim hundruð starfsmanna sem vinna í stóriðju og afleiddum störfum sem þurfa að fá að heyra og vita að þau verða gripin og að framtíðaratvinnumöguleikar þeirra geti breyst og þróast en ekki horfið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun