Safnað fyrir nýjum líkbíl á Sauðárkróki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. janúar 2021 12:40 Núverandi líkbíll á Sauðárkróki, sem verður skipt út fyrir nýjan líkbíl þegar átt til tíu milljónum króna hefur verið safnað. Þeir sem vilja hugsanlega leggja söfnuninni lið þá er reikningsnúmerið og kennitalan eftirfarandi: 0310-22-001029. Kt:. 560269-7659. Aðsend Sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju safnar nú peningum fyrir nýjum líkbíl en núverandi bíll, sem er rétt um fjörutíu ára er orðinn lúinn og lélegur. Líkbílinn, sem er nú í notkun á vegum Sauðárkrókskirkju og kirknanna þar í kring er 39 ára gamall afturdrifin og eyðslufrekur bíll, sem er óhentugur og dýr í rekstri. Það var því ákveðið að setja af stað söfnun fyrir nýjum líkbíl. Ingimar Jóhannsson er formaður sóknarnefndar Sauðárkrókskirkju „Sem betur fer eigum við marga góða klúbba, félög og samtök, sem veita okkar hjálparhönd í þessu verkefni,“ segir Ingimar. Björgunarsveitin á Sauðárkróki sinnti líkflutningum til margra ára, eða til ársins 1997 þegar Rauða krossdeildin í Skagafirði gaf sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju sjúkrabíl sem deildin var að hætta með. Honum var breytt í líkbíll og hefur sinnt því hlutverki og sinnir enn fyrir sóknirnar í Skagafirði. „Við áttum ekki margra kosta völ, annað hvort að hætta að veita þessa þjónustu eða þá að grípa til einhverra ráða og við samþykktum í sóknarnefndinni í lok árs 2019 að við myndum reyna að leysa þetta mál innan þriggja ára og um leið og Kiwanisklúbburinn Drangey hér, sem hefur verið í góðu samstarfi og oft látið ýmislegt að hendi rakna til okkar frétti þetta, þá gáfu þeir strax 500.000 krónur í þessa söfnun,“ bætir Ingimars við. Í kjölfarið hafa aðrir klúbbar, félagasamtök og fyrirtæki einnig komið með myndarleg framlög til söfnunarinnar, nú síðast Steypustöð Skagafjarðar, sem gaf 1 milljón króna til minningar um Pálma Friðriksson. „Þess má geta að nú þegar eru komnar 3,7 milljónir, sem hafa safnast í söfnunina ef við tökum stöðuna eins og hún er í dag þegar við tölum saman,“ segir Ingimar. En hvað heldur Ingimar að nýr og góður líkbíll kosti? „Ég reikna alveg með því að að það geti hlaupið á bilinu 8 til 10 milljónir króna, fulltilbúin til notkunar.“ Það er sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju, sem stendur að söfnunni fyrir nýjum líkbíl.Aðsend Skagafjörður Þjóðkirkjan Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Líkbílinn, sem er nú í notkun á vegum Sauðárkrókskirkju og kirknanna þar í kring er 39 ára gamall afturdrifin og eyðslufrekur bíll, sem er óhentugur og dýr í rekstri. Það var því ákveðið að setja af stað söfnun fyrir nýjum líkbíl. Ingimar Jóhannsson er formaður sóknarnefndar Sauðárkrókskirkju „Sem betur fer eigum við marga góða klúbba, félög og samtök, sem veita okkar hjálparhönd í þessu verkefni,“ segir Ingimar. Björgunarsveitin á Sauðárkróki sinnti líkflutningum til margra ára, eða til ársins 1997 þegar Rauða krossdeildin í Skagafirði gaf sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju sjúkrabíl sem deildin var að hætta með. Honum var breytt í líkbíll og hefur sinnt því hlutverki og sinnir enn fyrir sóknirnar í Skagafirði. „Við áttum ekki margra kosta völ, annað hvort að hætta að veita þessa þjónustu eða þá að grípa til einhverra ráða og við samþykktum í sóknarnefndinni í lok árs 2019 að við myndum reyna að leysa þetta mál innan þriggja ára og um leið og Kiwanisklúbburinn Drangey hér, sem hefur verið í góðu samstarfi og oft látið ýmislegt að hendi rakna til okkar frétti þetta, þá gáfu þeir strax 500.000 krónur í þessa söfnun,“ bætir Ingimars við. Í kjölfarið hafa aðrir klúbbar, félagasamtök og fyrirtæki einnig komið með myndarleg framlög til söfnunarinnar, nú síðast Steypustöð Skagafjarðar, sem gaf 1 milljón króna til minningar um Pálma Friðriksson. „Þess má geta að nú þegar eru komnar 3,7 milljónir, sem hafa safnast í söfnunina ef við tökum stöðuna eins og hún er í dag þegar við tölum saman,“ segir Ingimar. En hvað heldur Ingimar að nýr og góður líkbíll kosti? „Ég reikna alveg með því að að það geti hlaupið á bilinu 8 til 10 milljónir króna, fulltilbúin til notkunar.“ Það er sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju, sem stendur að söfnunni fyrir nýjum líkbíl.Aðsend
Skagafjörður Þjóðkirkjan Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira