Ræðir við Þórólf um helgina um mögulegar afléttingar Birgir Olgeirsson skrifar 29. janúar 2021 18:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ásamt Ölmu Möller, landlækni, og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra skoðar með sóttvarnarlækni hvort tímabært sé að draga úr sóttvarnaraðgerðum vegna kórónuveirunnar. Ísland er í algjörri sérstöðu í Evrópu með litla nýgengni. Enginn greindist með veiruna innanlands í gær og er Ísland nú eina græna ríkið á lista sóttvarnastofnunar Evrópu. Heilbrigðisráðherra segir Ísland í algjörri sérstöðu í Evrópu. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu og ég held að þetta sé orðspor sem er mikilvægt fyrir okkur á alþjóðavísu og mikill gleðidagur að við séum farin að sýna grænt á þessu korti. Þetta endurspeglar hvað okkar hefur lánast vel með smitaðgerðir innanlands og á landamærunum. Við erum í algjörri sérstöðu í Evrópu. Það gerir það líka að verkum að við þurfum að byrja að skoða hvort rétt sé að taka fleiri varfærin skref til afléttingar,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún og Þórólfur ræddu saman í gær og munu ræða saman um helgina. Svandís segir til umræðu að ráðast í afléttingar fyrr. Hún vill ekki nefna dæmi um afléttingar. „Ég mun ekki nefna neitt ákveðið. Landsmenn þekkja þetta orðið. Þetta snýst um fjöldatakmörkun og ákveðna starfsemi. Við höfum áður létt á aðgerðum, gerðum það um vor sem leið, þegar faraldurinn fór niður. Þetta snýst um tiltekna starfsemi og fjölda.“ Heilbrigðisráðherra segir von á bóluefni Aztrazeneca til landsins 12. febrúar en ekki sé vitað hve margir skammtar berist. Alls hefur Ísland samið um 235 þúsund skammta frá fyrirtækinu. Þjóðverjar mæla ekki með Aztrazeneca fyrir fólk eldri en 64 ára en Lyfjastofnun Evrópu mælir með efninu fyrir alla fullorðna. „Við förum eftir þessum farvegi sem markaður er. Lyfjastofnun Evrópu ákveður þau skilmerki sem hvert bóluefni lítur og okkar lyfjastofnun fer síðan yfir það. Við förum í þennan farveg, við þurfum að gera það. Það eru gríðarlega mikið af spurningum og nýjum upplýsingum að berast á hverjum degi. Við þurfum að halda yfirvegun og nýta þá ferla sem við treystum.“ Tilkynnt var í dag að bóluefni Jansen hefði 66 prósenta virkni við veirunni. Ísland hefur tryggt ser 235 þúsund skammta af Jansen efninu. „Þetta er spennandi bóluefni því það lítur út fyrir að það þurfi bara nota það einu sinni fyrir hvern og einn. Það er útlit fyrir að það verði ekki eins seint á árinu og talað var um. En ég hef ekki frekari staðfestar upplýsingar en á þriðjudaginn var.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefni AstraZeneca fær grænt ljós hjá Lyfjastofnun Evrópu Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með útgáfu skilyrts markaðsleyfis fyrir bóluefni bresk-sænska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. 29. janúar 2021 15:19 Bóluefni Janssen með 66 prósent virkni Niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen sýna að bóluefnið hefur 66% virkni gegn kórónuveirunni en allt að 72% virkni í Bandaríkjunum. 29. janúar 2021 15:31 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Enginn greindist með veiruna innanlands í gær og er Ísland nú eina græna ríkið á lista sóttvarnastofnunar Evrópu. Heilbrigðisráðherra segir Ísland í algjörri sérstöðu í Evrópu. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu og ég held að þetta sé orðspor sem er mikilvægt fyrir okkur á alþjóðavísu og mikill gleðidagur að við séum farin að sýna grænt á þessu korti. Þetta endurspeglar hvað okkar hefur lánast vel með smitaðgerðir innanlands og á landamærunum. Við erum í algjörri sérstöðu í Evrópu. Það gerir það líka að verkum að við þurfum að byrja að skoða hvort rétt sé að taka fleiri varfærin skref til afléttingar,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún og Þórólfur ræddu saman í gær og munu ræða saman um helgina. Svandís segir til umræðu að ráðast í afléttingar fyrr. Hún vill ekki nefna dæmi um afléttingar. „Ég mun ekki nefna neitt ákveðið. Landsmenn þekkja þetta orðið. Þetta snýst um fjöldatakmörkun og ákveðna starfsemi. Við höfum áður létt á aðgerðum, gerðum það um vor sem leið, þegar faraldurinn fór niður. Þetta snýst um tiltekna starfsemi og fjölda.“ Heilbrigðisráðherra segir von á bóluefni Aztrazeneca til landsins 12. febrúar en ekki sé vitað hve margir skammtar berist. Alls hefur Ísland samið um 235 þúsund skammta frá fyrirtækinu. Þjóðverjar mæla ekki með Aztrazeneca fyrir fólk eldri en 64 ára en Lyfjastofnun Evrópu mælir með efninu fyrir alla fullorðna. „Við förum eftir þessum farvegi sem markaður er. Lyfjastofnun Evrópu ákveður þau skilmerki sem hvert bóluefni lítur og okkar lyfjastofnun fer síðan yfir það. Við förum í þennan farveg, við þurfum að gera það. Það eru gríðarlega mikið af spurningum og nýjum upplýsingum að berast á hverjum degi. Við þurfum að halda yfirvegun og nýta þá ferla sem við treystum.“ Tilkynnt var í dag að bóluefni Jansen hefði 66 prósenta virkni við veirunni. Ísland hefur tryggt ser 235 þúsund skammta af Jansen efninu. „Þetta er spennandi bóluefni því það lítur út fyrir að það þurfi bara nota það einu sinni fyrir hvern og einn. Það er útlit fyrir að það verði ekki eins seint á árinu og talað var um. En ég hef ekki frekari staðfestar upplýsingar en á þriðjudaginn var.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefni AstraZeneca fær grænt ljós hjá Lyfjastofnun Evrópu Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með útgáfu skilyrts markaðsleyfis fyrir bóluefni bresk-sænska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. 29. janúar 2021 15:19 Bóluefni Janssen með 66 prósent virkni Niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen sýna að bóluefnið hefur 66% virkni gegn kórónuveirunni en allt að 72% virkni í Bandaríkjunum. 29. janúar 2021 15:31 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Bóluefni AstraZeneca fær grænt ljós hjá Lyfjastofnun Evrópu Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með útgáfu skilyrts markaðsleyfis fyrir bóluefni bresk-sænska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. 29. janúar 2021 15:19
Bóluefni Janssen með 66 prósent virkni Niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni belgíska lyfjafyrirtækisins Janssen sýna að bóluefnið hefur 66% virkni gegn kórónuveirunni en allt að 72% virkni í Bandaríkjunum. 29. janúar 2021 15:31