Fimm sagt upp og tugir í skert starfshlutfall Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. janúar 2021 14:07 Árni Magnússon er forstjóri ÍSOR en hann segir starfsmenn stofnunarinnar hafa verið tæplega sjötíu áður en gripið var til uppsagnanna fimm. Fimm manns hefur verið sagt upp stöðum hjá ríkisstofnuninni Íslenskar orkurannsóknir. Forstjóri ÍSOR segir aðhaldsaðgerðirnar nauðsynlegar vegna samdráttar á markaði. Árni Magnússon, forstjóri Ísor, segir í samtali við fréttastofu að tilkynnt hafi verið um breytingarnar í gær. Fimm hafi verið sagt upp og um tveir þriðju starfsmanna hafi tekið á sig skerðingu sem sé í langflestum tilfellum á bilinu 10-25 prósent. Skerðingin gildir til sex mánaða og í framhaldi af því fer fólk aftur í 100 prósent starf. Vonandi fyrr ef staðan batnar, að sögn Árna. Árni segir að í allnokkurn tíma hafi verið undirliggjandi rekstrarvandi hjá ÍSOR og útlit fyrir að árið 2021 verði erfitt rekstrarár. Verkefnið blasti við í lok árs 2020 „Það markast fyrst og fremst af minnkandi umsvifum íslenskra orkufyrirtækja sem að líkum munu halda að sér höndum við framkvæmdir á árinu en einnig segja til sín áhrif Covid faraldursins.“ Stjórn hafi afgreitt fjárhagsáætlun seint í desember og þá hafi verkefnið blasað við. Að skera niður kostnað. Það hafi leitt til breytinganna í gær sem séu eðli máls samkvæmt mjög erfiðar. Árni, sem tók við sem forstjóri ÍSOR í fyrra, minnir á að ÍSOR sé í eigu ríkisins og afli sinna tekna með sölu á þjónustu. „Án viðbragða við versnandi horfum á markaði stefndi í alvarlegan halla á rekstri ÍSOR á þessu ári. Það kallar á aðhaldsaðgerðir hjá stofnunni. Þegar hafa verið stigin skref til að draga úr húsnæðiskostnaði ásamt öðrum skipulags- og hagræðingaraðgerðum auk þess sem áfram er unnið að því að afla aukinna verkefna.“ Ýmsir boðist til að fara í skert hlutfall Laun og launatengd gjöld séu langstærsti útgjaldaliður í rekstri stofnunarinnar og því hafi á undanförnum vikum verið unnið að samningum við hluta starfsfólks um að minnka tímabundið starfshlutfall og með því dregið úr þörf fyrir frekari aðgerðir. „Starfsmenn ÍSOR hafa sýnt málinu mikinn skilning og buðust ýmsir að fyrra bragði til að taka á sig skert starfshlutfall í allt að sex mánuði.“ Ekki hafi verið komist með öllu hjá fækkun stöðugilda og hafi því verið gengið frá starfslokum fimm starfsmanna. „Vonir standa til að með auknum umsvifum í samfélaginu muni verkefnastaða ÍSOR batna á árinu 2022 en þá er meðal annars búist við að orkufyrirtækin hefji að nýju viðhaldsboranir. Með þeim aðgerðum sem hér er lýst telja stjórnendur að markmiðum um lækkun kostnaðar verði náð og að ekki þurfi að grípa til frekari aðgerða.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Vinnumarkaður Orkumál Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Árni Magnússon, forstjóri Ísor, segir í samtali við fréttastofu að tilkynnt hafi verið um breytingarnar í gær. Fimm hafi verið sagt upp og um tveir þriðju starfsmanna hafi tekið á sig skerðingu sem sé í langflestum tilfellum á bilinu 10-25 prósent. Skerðingin gildir til sex mánaða og í framhaldi af því fer fólk aftur í 100 prósent starf. Vonandi fyrr ef staðan batnar, að sögn Árna. Árni segir að í allnokkurn tíma hafi verið undirliggjandi rekstrarvandi hjá ÍSOR og útlit fyrir að árið 2021 verði erfitt rekstrarár. Verkefnið blasti við í lok árs 2020 „Það markast fyrst og fremst af minnkandi umsvifum íslenskra orkufyrirtækja sem að líkum munu halda að sér höndum við framkvæmdir á árinu en einnig segja til sín áhrif Covid faraldursins.“ Stjórn hafi afgreitt fjárhagsáætlun seint í desember og þá hafi verkefnið blasað við. Að skera niður kostnað. Það hafi leitt til breytinganna í gær sem séu eðli máls samkvæmt mjög erfiðar. Árni, sem tók við sem forstjóri ÍSOR í fyrra, minnir á að ÍSOR sé í eigu ríkisins og afli sinna tekna með sölu á þjónustu. „Án viðbragða við versnandi horfum á markaði stefndi í alvarlegan halla á rekstri ÍSOR á þessu ári. Það kallar á aðhaldsaðgerðir hjá stofnunni. Þegar hafa verið stigin skref til að draga úr húsnæðiskostnaði ásamt öðrum skipulags- og hagræðingaraðgerðum auk þess sem áfram er unnið að því að afla aukinna verkefna.“ Ýmsir boðist til að fara í skert hlutfall Laun og launatengd gjöld séu langstærsti útgjaldaliður í rekstri stofnunarinnar og því hafi á undanförnum vikum verið unnið að samningum við hluta starfsfólks um að minnka tímabundið starfshlutfall og með því dregið úr þörf fyrir frekari aðgerðir. „Starfsmenn ÍSOR hafa sýnt málinu mikinn skilning og buðust ýmsir að fyrra bragði til að taka á sig skert starfshlutfall í allt að sex mánuði.“ Ekki hafi verið komist með öllu hjá fækkun stöðugilda og hafi því verið gengið frá starfslokum fimm starfsmanna. „Vonir standa til að með auknum umsvifum í samfélaginu muni verkefnastaða ÍSOR batna á árinu 2022 en þá er meðal annars búist við að orkufyrirtækin hefji að nýju viðhaldsboranir. Með þeim aðgerðum sem hér er lýst telja stjórnendur að markmiðum um lækkun kostnaðar verði náð og að ekki þurfi að grípa til frekari aðgerða.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Vinnumarkaður Orkumál Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira