Senegölsku systurnar fá ríkisborgararétt Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2021 18:00 Regine Marthe og Elodie Marie ásamt foreldrum sínum, þeim Bassirou Ndiaye og Mahe Diouf sem hafa búið hér og starfað í næstum sjö ár. Vísir/vilhelm Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur lagt til að senegölsku systurnar Elodie Marie og Régine Marthe Ndiaye fái ríkisborgararétt. Til stóð að vísa stúlkunum og foreldrum þeirra úr landi í haust eftir næstum sjö ára dvöl. Mál fjölskyldunnar vakti mikla athygli fyrir áramót. Hjónin Bassirou Ndiaye og Mahe Diouf yfirgáfu heimaland sitt Senegal vegna þess að Bassirou er kristinn og Mahe er íslamstrúar. Þau báru því fyrir sig að þeim væri ekki óhætt í Senegal vegna þess. Hjónin komu til Íslands árið 2014. Þau höfðu barist fyrir því síðan að fá dvalarleyfi hér á grundvelli mannúðarsjónarmiða og óskað eftir alþjóðlegri vernd. Báðar dætur þeirra eru fæddar hér á landi, Marie árið 2017 og Marthe árið 2014. Í nóvember afhenti stuðningsfólk fjölskyldunnar dómsmálaráðherra undirskriftalista með 21 þúsund undirskriftum, þar sem fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar var mótmælt. Elín Árnadóttir lögmaður fjölskyldunnar segir í samtali við Vísi að verði frumvarpið samþykkt, sem allar líkur eru á að verði gert í kvöld, fái stúlkurnar ríkisborgararétt. Það þýði að foreldrar þeirra fái dvalarleyfi á Íslandi. Erna Reka og Damon Albarn einnig á listanum Alls leggur nefndin til að þrjátíu umsækjendur fái ríkisborgararétt að þessu sinni. Auk senegölsku systranna er lagt til að hin þriggja ára Erna Reka fái ríkisborgararétt. Foreldrar hennar eru frá Albaníu og komu til landsins árið 2015. Þeim var vísað úr landi en komu hingað aftur skömmu síðar og sóttu í þá um dvalarleyfi. Erna fæddist á Íslandi árið 2017. Útlendingastofnun úrskurðaði að Ernu skyldi vísað úr landi ásamt foreldrum sínum. Þau kærðu úrskurðinn en héraðsdómur vísaði kröfu þeirra frá í febrúar 2019. Þá stóð til að vísa fjölskyldunni úr landi að óbreyttu. Þá er lagt til að breski tónlistarmaðurinn Damon Albarn, forsprakki hljómsveitanna Blur og Gorillaz, fái íslenskan ríkisborgararétt. Albarn er sannkallaður Íslandsvinur en hann hefur dvalið langdvölum hér á landi um árabil og á hús í Grafarvogi. Listi allsherjar- og menntamálanefndar yfir þá sem skulu öðlast ríkisborgararétt: Alexander Illarionov, f. 1984 í Rússlandi. Aqila Amiri, f. 1985 í Afganistan. Ari Abdulla Musa, f. 1993 í Írak. Bader Hamdan Ouda Matlaq, f. 1980 í Írak. Bergica Vicioso Encarnacion, f. 1981 í Dóminíska lýðveldinu. Damon Albarn, f. 1968 í Bretlandi. Ehsan Ísaksson, f. 1997 í Afganistan. Erna Reka, f. 2017 á Íslandi. Elodie Marie Ndiaye, f. 2017 á Íslandi. Hasan Al Haj, f. 1985 í Líbanon. Hoa Viet Nguyen, f. 1956 í Víetnam. Irina Timchenko, f. 1984 í Rússlandi. Jericka Mandia Labitigan, f. 1995 á Filippseyjum. Kamilla Krumina, f. 2018 á Íslandi. Karítas Emma Heiðarsdóttir, f. 2019 á Íslandi. Magatte Gueye, f. 1979 í Senegal. María Teresa D. Cruz Hemmingsen, f. 1985 í Argentínu. Martina Keshia Williams, f. 1990 á Jamaíku. Maryam Raisi, f. 1997 í Afganistan. Milena Pesic, f. 1984 í Serbíu. Narueporn Huadchai, f. 2003 í Taílandi. Othman Karoune, f. 1982 í Marokkó. Régine Marthe Ndiaye, f. 2014 á Íslandi. Shelan Hashim Mostafa Sabsaji, f. 1974 í Írak. Sofia Krumina, f. 2016 á Íslandi. Torpikey Farrash, f. 1955 í Afganistan. Van Nhoi Nguyen, f. 1960 í Víetnam. Viktorija Dovydaité, f. 1987 í Litháen. Yaroslav Pavlyuk, f. 1994 í Úkraínu. Yeneska I. Encarnacion Vicioso, f. 1999 í Dóminíska lýðveldinu. Hælisleitendur Senegal Íslandsvinir Tengdar fréttir Afhentu Áslaugu undirskriftalista vegna senegölsku fjölskyldunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fékk í dag afhentan undirskriftalista með tæplega 21 þúsund undirskriftum til að mótmæla brottvísun senegalskrar fjölskyldu sem dvalið hefur hér á landi í sjö ár. 13. nóvember 2020 12:13 „Ég veit bara ekki hvað hún amma mín hefði sagt“ Stuðningsfólk senegölsku fjölskyldunnar, sem að óbreyttu á að vísa úr landi, afhentu dómsmálaráðherra undirskriftarlista fyrir hádegi sem tæplega tuttugu og eitt þúsund manns höfðu skrifað undir þar sem brottvísuninni er mótmælt. 13. nóvember 2020 14:09 Páll fékk stjörnuglýju í augu og steingleymdi tilmælum viðbragðsteymis þingsins Damon Albarn við þriðja mann í mat hjá Páli Magnússyni í Alþingishúsinu þrátt fyrir banni við heimsóknum. 11. mars 2020 15:45 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Mál fjölskyldunnar vakti mikla athygli fyrir áramót. Hjónin Bassirou Ndiaye og Mahe Diouf yfirgáfu heimaland sitt Senegal vegna þess að Bassirou er kristinn og Mahe er íslamstrúar. Þau báru því fyrir sig að þeim væri ekki óhætt í Senegal vegna þess. Hjónin komu til Íslands árið 2014. Þau höfðu barist fyrir því síðan að fá dvalarleyfi hér á grundvelli mannúðarsjónarmiða og óskað eftir alþjóðlegri vernd. Báðar dætur þeirra eru fæddar hér á landi, Marie árið 2017 og Marthe árið 2014. Í nóvember afhenti stuðningsfólk fjölskyldunnar dómsmálaráðherra undirskriftalista með 21 þúsund undirskriftum, þar sem fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar var mótmælt. Elín Árnadóttir lögmaður fjölskyldunnar segir í samtali við Vísi að verði frumvarpið samþykkt, sem allar líkur eru á að verði gert í kvöld, fái stúlkurnar ríkisborgararétt. Það þýði að foreldrar þeirra fái dvalarleyfi á Íslandi. Erna Reka og Damon Albarn einnig á listanum Alls leggur nefndin til að þrjátíu umsækjendur fái ríkisborgararétt að þessu sinni. Auk senegölsku systranna er lagt til að hin þriggja ára Erna Reka fái ríkisborgararétt. Foreldrar hennar eru frá Albaníu og komu til landsins árið 2015. Þeim var vísað úr landi en komu hingað aftur skömmu síðar og sóttu í þá um dvalarleyfi. Erna fæddist á Íslandi árið 2017. Útlendingastofnun úrskurðaði að Ernu skyldi vísað úr landi ásamt foreldrum sínum. Þau kærðu úrskurðinn en héraðsdómur vísaði kröfu þeirra frá í febrúar 2019. Þá stóð til að vísa fjölskyldunni úr landi að óbreyttu. Þá er lagt til að breski tónlistarmaðurinn Damon Albarn, forsprakki hljómsveitanna Blur og Gorillaz, fái íslenskan ríkisborgararétt. Albarn er sannkallaður Íslandsvinur en hann hefur dvalið langdvölum hér á landi um árabil og á hús í Grafarvogi. Listi allsherjar- og menntamálanefndar yfir þá sem skulu öðlast ríkisborgararétt: Alexander Illarionov, f. 1984 í Rússlandi. Aqila Amiri, f. 1985 í Afganistan. Ari Abdulla Musa, f. 1993 í Írak. Bader Hamdan Ouda Matlaq, f. 1980 í Írak. Bergica Vicioso Encarnacion, f. 1981 í Dóminíska lýðveldinu. Damon Albarn, f. 1968 í Bretlandi. Ehsan Ísaksson, f. 1997 í Afganistan. Erna Reka, f. 2017 á Íslandi. Elodie Marie Ndiaye, f. 2017 á Íslandi. Hasan Al Haj, f. 1985 í Líbanon. Hoa Viet Nguyen, f. 1956 í Víetnam. Irina Timchenko, f. 1984 í Rússlandi. Jericka Mandia Labitigan, f. 1995 á Filippseyjum. Kamilla Krumina, f. 2018 á Íslandi. Karítas Emma Heiðarsdóttir, f. 2019 á Íslandi. Magatte Gueye, f. 1979 í Senegal. María Teresa D. Cruz Hemmingsen, f. 1985 í Argentínu. Martina Keshia Williams, f. 1990 á Jamaíku. Maryam Raisi, f. 1997 í Afganistan. Milena Pesic, f. 1984 í Serbíu. Narueporn Huadchai, f. 2003 í Taílandi. Othman Karoune, f. 1982 í Marokkó. Régine Marthe Ndiaye, f. 2014 á Íslandi. Shelan Hashim Mostafa Sabsaji, f. 1974 í Írak. Sofia Krumina, f. 2016 á Íslandi. Torpikey Farrash, f. 1955 í Afganistan. Van Nhoi Nguyen, f. 1960 í Víetnam. Viktorija Dovydaité, f. 1987 í Litháen. Yaroslav Pavlyuk, f. 1994 í Úkraínu. Yeneska I. Encarnacion Vicioso, f. 1999 í Dóminíska lýðveldinu.
Hælisleitendur Senegal Íslandsvinir Tengdar fréttir Afhentu Áslaugu undirskriftalista vegna senegölsku fjölskyldunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fékk í dag afhentan undirskriftalista með tæplega 21 þúsund undirskriftum til að mótmæla brottvísun senegalskrar fjölskyldu sem dvalið hefur hér á landi í sjö ár. 13. nóvember 2020 12:13 „Ég veit bara ekki hvað hún amma mín hefði sagt“ Stuðningsfólk senegölsku fjölskyldunnar, sem að óbreyttu á að vísa úr landi, afhentu dómsmálaráðherra undirskriftarlista fyrir hádegi sem tæplega tuttugu og eitt þúsund manns höfðu skrifað undir þar sem brottvísuninni er mótmælt. 13. nóvember 2020 14:09 Páll fékk stjörnuglýju í augu og steingleymdi tilmælum viðbragðsteymis þingsins Damon Albarn við þriðja mann í mat hjá Páli Magnússyni í Alþingishúsinu þrátt fyrir banni við heimsóknum. 11. mars 2020 15:45 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Afhentu Áslaugu undirskriftalista vegna senegölsku fjölskyldunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fékk í dag afhentan undirskriftalista með tæplega 21 þúsund undirskriftum til að mótmæla brottvísun senegalskrar fjölskyldu sem dvalið hefur hér á landi í sjö ár. 13. nóvember 2020 12:13
„Ég veit bara ekki hvað hún amma mín hefði sagt“ Stuðningsfólk senegölsku fjölskyldunnar, sem að óbreyttu á að vísa úr landi, afhentu dómsmálaráðherra undirskriftarlista fyrir hádegi sem tæplega tuttugu og eitt þúsund manns höfðu skrifað undir þar sem brottvísuninni er mótmælt. 13. nóvember 2020 14:09
Páll fékk stjörnuglýju í augu og steingleymdi tilmælum viðbragðsteymis þingsins Damon Albarn við þriðja mann í mat hjá Páli Magnússyni í Alþingishúsinu þrátt fyrir banni við heimsóknum. 11. mars 2020 15:45