Vigdís segir Twitterfærslu Lífar lýsa mikilli illkvittni Jakob Bjarnar skrifar 28. janúar 2021 13:56 Vigdís segir það lýsa verulegri illkvittni að vilja gera sig ábyrga fyrir skotárásinni á bíl borgarstjóra. Myndband sem hún les inná, þar sem Dagur er vændur um spillingu í tengslum við framkvæmdir á Óðinstorgi, segir Líf að sé viðbjóður. Líf Magneudóttir segir myndband, þar sem Vigdís Hauksdóttir er sögumaður, viðbjóðslegt og gefur í skyn að rekja megi skotárás á bíl borgarstjóra í dag til þess. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins segist alveg vita hvert Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna, sé að fara með nýlegu tísti sínu. „Þetta myndband er svo mikill viðbjóður. Svo andstyggilegt, ómálefnalegt og siðlaust. Fyrir utan afleiðingarnar sem það gæti haft í för með sér þegar kjörinn fulltrúi hegðar sér með þessum óábyrga og ósvífna hætti; marklaust og siðspillt. Ég fordæmi þetta,“ segir Líf á Twittersíðu sinni. Þetta myndband er svo mikill viðbjóður. Svo andstyggilegt, ómálefnalegt og siðlaust. Fyrir utan afleiðingarnar sem það gæti haft í för með sér þegar kjörinn fulltrúi hegðar sér með þesssum óábyrga og ósvífna hætti; marklaust og siðspillt. Ég fordæmi þetta. https://t.co/bpaNzdK7a7— Líf Magneudóttir (@lifmagn) January 28, 2021 Líf er að vísa í meðfylgjandi myndband. Vigdís fordæmir þessi orð fortakslaust. Segist nú vera farin að þekkja kollega sína í borgarstjórn býsna vel eftir tveggja og hálfs árs viðkynni. „Nú er hún að skapa hugrenningartengsl milli fréttanna sem birtust í dag, um árásina á bíl borgarstjóra, og mín. En henni verður nú ekki skotaskuld úr því. Því samkvæmt fréttum telur lögreglan að um sama aðila sé að ræða og réðst að húsi samfylkingarinnar og annarra stjórnmálasamtaka fyrr á árinu 2020. Líf, eins og aðrir, þurfa að horfa á myndbandið til enda til að átta sig á því að ég lánaði einungis rödd mína í þetta verkefni. Og ábyrgðaraðilar þess eru samtökin um Björgum Laugaveginum.“ Orkar ekki tvímælis að tengja Miðflokkinn með beinum hætti við þau samtök? „Ég er að tengja samtökin Björgum Laugaveginum við sjálfa mig sem borgarfulltrúa. ég hef verið ötulasti stuðningsmaður þess að fyrirtækjaflóttinn úr miðborginni stoppi. Að draga þetta myndband fram núna sýnir mikla illkvittni; verið er að gera mig að sökudólgi í málinu. Sem ég vísa alfarið heim til föðurhúsanna. Verður þetta fólk ekki að fara að líta í eigin barm?“ spyr Vigdís og ekki á henni að heyra að hún sé óróleg þó pólitískir andstæðingar hennar reyni að tengja hana við skotárásina. „650 milljónir fóru í þessa framkvæmd og ég held áfram að gagnrýna framúrkeyrslu, bruðl og spillingu í Reykjavíkurborg.“ Dagur hefur sjálfur sagt að framkvæmdin við Óðinstorg hafi kostað 60 milljónir króna en framkvæmdir á lögnum og fleira í götunum í kringum hefði kostað um hálfan milljarð. Borgarstjórn Reykjavík Lögreglumál Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Rannsaka hvort skotið hafi verið á bíl borgarstjóra Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort skotið hafi verið á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að skemmdir hafi verið unnar á bílnum og að málið sé litið mjög alvarlegum augum. 28. janúar 2021 10:07 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins segist alveg vita hvert Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna, sé að fara með nýlegu tísti sínu. „Þetta myndband er svo mikill viðbjóður. Svo andstyggilegt, ómálefnalegt og siðlaust. Fyrir utan afleiðingarnar sem það gæti haft í för með sér þegar kjörinn fulltrúi hegðar sér með þessum óábyrga og ósvífna hætti; marklaust og siðspillt. Ég fordæmi þetta,“ segir Líf á Twittersíðu sinni. Þetta myndband er svo mikill viðbjóður. Svo andstyggilegt, ómálefnalegt og siðlaust. Fyrir utan afleiðingarnar sem það gæti haft í för með sér þegar kjörinn fulltrúi hegðar sér með þesssum óábyrga og ósvífna hætti; marklaust og siðspillt. Ég fordæmi þetta. https://t.co/bpaNzdK7a7— Líf Magneudóttir (@lifmagn) January 28, 2021 Líf er að vísa í meðfylgjandi myndband. Vigdís fordæmir þessi orð fortakslaust. Segist nú vera farin að þekkja kollega sína í borgarstjórn býsna vel eftir tveggja og hálfs árs viðkynni. „Nú er hún að skapa hugrenningartengsl milli fréttanna sem birtust í dag, um árásina á bíl borgarstjóra, og mín. En henni verður nú ekki skotaskuld úr því. Því samkvæmt fréttum telur lögreglan að um sama aðila sé að ræða og réðst að húsi samfylkingarinnar og annarra stjórnmálasamtaka fyrr á árinu 2020. Líf, eins og aðrir, þurfa að horfa á myndbandið til enda til að átta sig á því að ég lánaði einungis rödd mína í þetta verkefni. Og ábyrgðaraðilar þess eru samtökin um Björgum Laugaveginum.“ Orkar ekki tvímælis að tengja Miðflokkinn með beinum hætti við þau samtök? „Ég er að tengja samtökin Björgum Laugaveginum við sjálfa mig sem borgarfulltrúa. ég hef verið ötulasti stuðningsmaður þess að fyrirtækjaflóttinn úr miðborginni stoppi. Að draga þetta myndband fram núna sýnir mikla illkvittni; verið er að gera mig að sökudólgi í málinu. Sem ég vísa alfarið heim til föðurhúsanna. Verður þetta fólk ekki að fara að líta í eigin barm?“ spyr Vigdís og ekki á henni að heyra að hún sé óróleg þó pólitískir andstæðingar hennar reyni að tengja hana við skotárásina. „650 milljónir fóru í þessa framkvæmd og ég held áfram að gagnrýna framúrkeyrslu, bruðl og spillingu í Reykjavíkurborg.“ Dagur hefur sjálfur sagt að framkvæmdin við Óðinstorg hafi kostað 60 milljónir króna en framkvæmdir á lögnum og fleira í götunum í kringum hefði kostað um hálfan milljarð.
Borgarstjórn Reykjavík Lögreglumál Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Rannsaka hvort skotið hafi verið á bíl borgarstjóra Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort skotið hafi verið á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að skemmdir hafi verið unnar á bílnum og að málið sé litið mjög alvarlegum augum. 28. janúar 2021 10:07 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Rannsaka hvort skotið hafi verið á bíl borgarstjóra Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort skotið hafi verið á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að skemmdir hafi verið unnar á bílnum og að málið sé litið mjög alvarlegum augum. 28. janúar 2021 10:07
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels