450 afbrigði greinst á landamærunum en þrettán innanlands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2021 12:27 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á fundi dagsins. Í bakgrunni sést Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Almannavarnir Frá 15 júní á síðasta ári og til dagsins í dag hafa alls um 450 afbrigði kórónuveirunnar greinst við landamæraskimun hér á landi. Á sama tíma hafa aðeins þrettán afbrigði greinst innanlands. Þetta sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi í dag þar sem hann fór yfir tölfræði tengda sóttvarnaaðgerðum sem gripið hefur verið til á landamærunum. Þórólfur sagði að talsverð umræða hefði verið undanfarið um þessar aðgerðir en þeim væri ætlað að lágmarka áhættuna af því að veiran gæti borist hingað til lands. „Ýmsum hafa þótt aðgerðirnar of harðar, öðrum of linar og sumum þótt þær skila litlu. En ef við skoðum betur hverju aðgerðirnar hafa raunverulega skilað þá er rétt að minna á að val um fjórtán daga sóttkví eða tvöfalda skimun hefur verið við lýði frá 19. ágúst á síðasta ári,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að frá þeim tíma hefðu rúmlega 56 þúsund fullorðnir farþegar komið til landsins og um 3.800 börn. Af þessum fjölda hefðu um 54 þúsund manns farið að minnsta kosti í fyrri skimunina og af þeim svo 52 þúsund í seinni skimunina. Eitt prósent greinst með virkt smit „Af þessum 54 þúsund manns hafa 590 greinst með virkt smita eða eitt prósent í heildina,“ sagði Þórólfur. 75 prósent hefðu greinst í fyrri skimun og 25 prósent í seinni skimun. „Ef skoðaður er fjöldi afbrigða veirunnar eða svokallaðar hapló-týpur sem greinst hafa á landamærunum frá 15. júní síðastliðnum þá hafa greinst alls um 450 mismunandi afbrigði veirunnar en á sama tíma einungis þrettán afbrigði innanlands.“ Hin svokölluðu grænu og bláu afbrigði veirunnar hafa greinst langmest; hið fyrrnefnda bar uppi bylgju tvö og hið síðarnefnda bylgju þrjú. Þórólfur sagði önnur afbrigði hafa greinst í mun minna mæli. Þá minnti hann á að hingað hefði tekist að hefta útbreiðslu hins svokallað breska afbrigðis sem valdið hefur miklum vandræðum í löndunum í kringum okkur. 48 hafa greinst með afbrigðið við landamæraskimun og átta manns innanlands en þeir voru allir í nánum tengslum við einstaklinga sem greindust fyrst á landamærunum. Að öðru leyti hefði afbrigðið ekki náð útbreiðslu í samfélaginu. „Þannig vil ég fullyrða að aðgerðir okkar á landamærum hafa verið mjög áhrifaríkar til að halda faraldrinum í skefjum hér á landi og það er athyglisvert að skoða það í ljósi þess að nú eru nágrannaþjóðir okkar flestar hverjar að leggja áherslu á svipaðar aðgerðir á sínum landamærum,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi í dag þar sem hann fór yfir tölfræði tengda sóttvarnaaðgerðum sem gripið hefur verið til á landamærunum. Þórólfur sagði að talsverð umræða hefði verið undanfarið um þessar aðgerðir en þeim væri ætlað að lágmarka áhættuna af því að veiran gæti borist hingað til lands. „Ýmsum hafa þótt aðgerðirnar of harðar, öðrum of linar og sumum þótt þær skila litlu. En ef við skoðum betur hverju aðgerðirnar hafa raunverulega skilað þá er rétt að minna á að val um fjórtán daga sóttkví eða tvöfalda skimun hefur verið við lýði frá 19. ágúst á síðasta ári,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að frá þeim tíma hefðu rúmlega 56 þúsund fullorðnir farþegar komið til landsins og um 3.800 börn. Af þessum fjölda hefðu um 54 þúsund manns farið að minnsta kosti í fyrri skimunina og af þeim svo 52 þúsund í seinni skimunina. Eitt prósent greinst með virkt smit „Af þessum 54 þúsund manns hafa 590 greinst með virkt smita eða eitt prósent í heildina,“ sagði Þórólfur. 75 prósent hefðu greinst í fyrri skimun og 25 prósent í seinni skimun. „Ef skoðaður er fjöldi afbrigða veirunnar eða svokallaðar hapló-týpur sem greinst hafa á landamærunum frá 15. júní síðastliðnum þá hafa greinst alls um 450 mismunandi afbrigði veirunnar en á sama tíma einungis þrettán afbrigði innanlands.“ Hin svokölluðu grænu og bláu afbrigði veirunnar hafa greinst langmest; hið fyrrnefnda bar uppi bylgju tvö og hið síðarnefnda bylgju þrjú. Þórólfur sagði önnur afbrigði hafa greinst í mun minna mæli. Þá minnti hann á að hingað hefði tekist að hefta útbreiðslu hins svokallað breska afbrigðis sem valdið hefur miklum vandræðum í löndunum í kringum okkur. 48 hafa greinst með afbrigðið við landamæraskimun og átta manns innanlands en þeir voru allir í nánum tengslum við einstaklinga sem greindust fyrst á landamærunum. Að öðru leyti hefði afbrigðið ekki náð útbreiðslu í samfélaginu. „Þannig vil ég fullyrða að aðgerðir okkar á landamærum hafa verið mjög áhrifaríkar til að halda faraldrinum í skefjum hér á landi og það er athyglisvert að skoða það í ljósi þess að nú eru nágrannaþjóðir okkar flestar hverjar að leggja áherslu á svipaðar aðgerðir á sínum landamærum,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira