Í fréttatilkynningu frá Landsbjörg segir að útkallið hafi tekist einstaklega vel og leystist farsællega með góðu samstarfi áhafnar skipsins og Björgunarskipsins. Skipið var dregið inn Patreksfjörð og varpaði akkerum á skipallægi sem er rétt utan við höfnina við patreksfjörð.
Mikill stærðarmunur er á flutningaskipinu og björgunarskipinu sem er 16 metrar en með góða dráttargetu. Þetta útkall sýnir mikilvægi öflugra björgunarskipa við strendur landins, segir í tilkynningu frá Landsbjörg.