Umræða um berjarunna muni ekki breyta stefnu borgarinnar Eiður Þór Árnason skrifar 29. janúar 2021 07:01 Ólíkar hugmyndir um sjálfsákvörðunarrétt og heildarhag virðast vera bitbein í stóra berjarunnamálinu. Samsett Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir borgina seilast of langt inn í einkalíf fólks þegar deiliskipulag og skilmálar kveði á um hvernig íbúar eigi að hafa bakgarðinn sinn. Pawel Bartozek, borgarfulltrúi Viðreisnar og starfandi formaður skipulags- og samgönguráðs, segir að Sjálfstæðismenn hafi átt að gera athugasemdir áður en fulltrúar flokksins samþykktu umrætt deiliskipulag. Guðmundur Heiðar Helgason, íbúi í Vogabyggð, vakti máls á því í síðustu viku að skipulagsskilmálar borgarinnar kæmu í veg fyrir að hann gæti sleppt því að fá sér gras og berjarunna í tíu fermetra sérafnotareit fjölskyldunnar þar sem þau vildu frekar byggja stærri pall. Fólk eigi að ráða hvað það gerir sínum lóðum „Þarna er forræðishyggjan mætt á dyrapallinn og borgin að skikka fólk til að vera með lítinn berjarunna. Það kann að vera að þetta sé vel meint en þetta skilar engu nema pirring,“ segir Eyþór í samtali við Vísi. Eyþór hefur sent fyrirspurn um málið til skipulagssviðs borgarinnar og vill taka málið upp á fundi skipulags- og samgönguráðs. Hann segir of ítarlegar kröfur settar fram í deiliskipulagi. „Ef mönnum er alvara að passa upp á og bæta grænu svæðin í borginni þá eiga þeir að hætta við byggja blokkir efst í Laugardalnum eða hætta við að leyfa atvinnuuppbyggingu í Elliðaárdalnum en ekki skikka þá sem eru í fjölbýlishúsum til að fara í berjarækt. Ég held að það sé betra að borgin passi bara sjálfa sig og leyfi fólki frekar að ráða hvað það gerir á þeim lóðum sem það er með.“ Eitt af fjölmörgum íþyngjandi ákvæðum Pawel segir ýmis íþyngjandi ákvæði vera til staðar í deiliskipulagi svæðisins, líkt og í öllum deiliskipulagi. „Til dæmis varðandi staðsetningu á sorpgeymslum, hæð húsa, skipulag á útisvæðum og þetta er einfaldlega eitt af því.“ Hann bætir við að borgin hafi lagt aukna áherslu á það á síðustu árum að ný hverfi séu græn, bæði hvað varðar yfirbragð og umhverfisvernd. Þá hafi umrætt deiliskipulag verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum í borgarráði fyrir fjórum árum. Fjölskyldan hefði frekar kosið að fá að stækka pallinn og koma þar fyrir notalegum garðhúsgögnum, að sögn Guðmundar.Vísir/Vilhelm „Flest þessara ákvæða í deiliskipulagi eru sett af einhverjum ástæðum, ákvæði um hæð bygginga eru sett til að tryggja birtu í nálægum byggingum, ákvæði varðandi bílastæði til að tryggja ákveðna aðkomu að svæðum og ákvæði um gróður og græna áferð til að auka grænt og náttúrlegt yfirbragð svæðis,“ segir Pawel. Sú krafa að byggingaraðili þurfi að leggja grasflöt og berjarunna fyrir aftan íbúð Guðmundar sé því með öðrum orðum í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar. Óljóst hvort þau megi breyta svæðinu eftir á Að sögn Guðmundar hefur lítið þokast í málinu frá því að hann byrjaði fyrst að ræða við borgina og furðar hann sig á ósveigjanleika borgaryfirvalda. „Þó að stefnan líti vel út á pappír þá þýðir ekki að hún sé hagkvæm í öllum sviðsmyndum. Það er okkar sjónarmið.“ Líkt og áður kom fram var sérafnotareiturinn ókláraður þegar fjölskyldan keypti íbúðina en Guðmundur segir að það hafi ekki verið skýrt í sölugögnum að koma ætti fyrir grasflöt og gróðri á þessu rúmlega tíu fermetra svæði. Til að mynda hafi ekki verið upplýsingar um pallinn eða gróðurinn í skilalýsingu. „Ef við hefðum vitað af þessari útfærslu áður en við keyptum þá hefði það ekki haft úrslitaáhrif. Það sem kemur okkur hins vegar mest á óvart er að við megum ekki ráða hvað við gerum við reitinn okkar.“ Til vinstri má sjá teikningu sem birtist í söluefni íbúðarinnar og til hægri þá teikningu sem Guðmundur fékk afhenta þegar hann fór að spyrjast fyrir um grasflötina. Skjáskot/Aðsend Guðmundur segist einnig hafa fengið mótsagnakennd svör við því hvort fjölskyldunni sé heimilt að stækka pallinn eftir að verktakinn hefur klárað svæðið í samræmi við skilmála og fengið sína lokaúttekt frá borginni. Umræðan muni ekki leiða til áherslubreytingar Pawel segist ekki gera ráð fyrir því að umræða um þennan berjarunna verði til þess að horfið verði frá þeirri áherslu að reyna að hafa gróður og grænt yfirbragð í nýjum hverfum. „Ég sýni því alltaf skilning þegar að yfirvöld eru með einhverjum hætti að ganga á sjálfsákvörðunarrétt fólks en í þessu tilviki er ekki um að ræða einhverja nýja geðþóttaákvörðun sem á að koma á óvart. Þetta er deiliskipulag sem hefur verið í gildi í þrjú ár, fólk hefur sóst eftir því að byggja íbúðir þarna með þessu skipulagi og hefur keypt íbúðir með þessu skipulagi.“ Borgaryfirvöld segja að grasflötin sem til stendur að leggja í tíu fermetra sérafnotareitnum sé hluti af þeirri stefnu að fjölga grænum svæðum í nýjum hverfum.Vísir/Vilhelm „Á hinn boginn verður líka að halda utan um heildarhaginn og í þessu tilfelli er það þannig ef að allir íbúar í hverfinu myndu alltaf fá það í gegn að minnka græn svæði og nýta þau undir önnur not þá verðum við auðvitað að vera samkvæm sjálfum okkur og þá myndi heildaryfirbragð svæðisins breytast,“ bætir Pawel við. Málið ekki komið inn á borð skipulagsfulltrúa Pawel segir að ef íbúar vilji sjá breytingar á deiliskipulagi sé fyrsta skrefið að athuga hjá skipulagsfulltrúa hvort ákveðin framkvæmd rúmist innan núverandi skipulags. „Ef svo er ekki þá getur það spurt hvort það sé hægt að breyta deiliskipulagi, þá kemur eitthvað svar við því og svo er hægt að skjóta því svari til skipulagsráðs sem getur tekið slík mál fyrir.“ Samkvæmt upplýsingum frá Birni Axelssyni, skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar, hefur ekki borist beiðni um breytingu á deiliskipulaginu sem feli í sér að skilmálunum um sérafnotareitinn yrði aflétt. Að sögn Guðmundar hætti hann við að fara þá leið eftir að fulltrúi borgarinnar tjáði honum að slík beiðni myndi líklega aldrei breyta heildarskilmálunum. Reykjavík Húsnæðismál Borgarstjórn Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira
Guðmundur Heiðar Helgason, íbúi í Vogabyggð, vakti máls á því í síðustu viku að skipulagsskilmálar borgarinnar kæmu í veg fyrir að hann gæti sleppt því að fá sér gras og berjarunna í tíu fermetra sérafnotareit fjölskyldunnar þar sem þau vildu frekar byggja stærri pall. Fólk eigi að ráða hvað það gerir sínum lóðum „Þarna er forræðishyggjan mætt á dyrapallinn og borgin að skikka fólk til að vera með lítinn berjarunna. Það kann að vera að þetta sé vel meint en þetta skilar engu nema pirring,“ segir Eyþór í samtali við Vísi. Eyþór hefur sent fyrirspurn um málið til skipulagssviðs borgarinnar og vill taka málið upp á fundi skipulags- og samgönguráðs. Hann segir of ítarlegar kröfur settar fram í deiliskipulagi. „Ef mönnum er alvara að passa upp á og bæta grænu svæðin í borginni þá eiga þeir að hætta við byggja blokkir efst í Laugardalnum eða hætta við að leyfa atvinnuuppbyggingu í Elliðaárdalnum en ekki skikka þá sem eru í fjölbýlishúsum til að fara í berjarækt. Ég held að það sé betra að borgin passi bara sjálfa sig og leyfi fólki frekar að ráða hvað það gerir á þeim lóðum sem það er með.“ Eitt af fjölmörgum íþyngjandi ákvæðum Pawel segir ýmis íþyngjandi ákvæði vera til staðar í deiliskipulagi svæðisins, líkt og í öllum deiliskipulagi. „Til dæmis varðandi staðsetningu á sorpgeymslum, hæð húsa, skipulag á útisvæðum og þetta er einfaldlega eitt af því.“ Hann bætir við að borgin hafi lagt aukna áherslu á það á síðustu árum að ný hverfi séu græn, bæði hvað varðar yfirbragð og umhverfisvernd. Þá hafi umrætt deiliskipulag verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum í borgarráði fyrir fjórum árum. Fjölskyldan hefði frekar kosið að fá að stækka pallinn og koma þar fyrir notalegum garðhúsgögnum, að sögn Guðmundar.Vísir/Vilhelm „Flest þessara ákvæða í deiliskipulagi eru sett af einhverjum ástæðum, ákvæði um hæð bygginga eru sett til að tryggja birtu í nálægum byggingum, ákvæði varðandi bílastæði til að tryggja ákveðna aðkomu að svæðum og ákvæði um gróður og græna áferð til að auka grænt og náttúrlegt yfirbragð svæðis,“ segir Pawel. Sú krafa að byggingaraðili þurfi að leggja grasflöt og berjarunna fyrir aftan íbúð Guðmundar sé því með öðrum orðum í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar. Óljóst hvort þau megi breyta svæðinu eftir á Að sögn Guðmundar hefur lítið þokast í málinu frá því að hann byrjaði fyrst að ræða við borgina og furðar hann sig á ósveigjanleika borgaryfirvalda. „Þó að stefnan líti vel út á pappír þá þýðir ekki að hún sé hagkvæm í öllum sviðsmyndum. Það er okkar sjónarmið.“ Líkt og áður kom fram var sérafnotareiturinn ókláraður þegar fjölskyldan keypti íbúðina en Guðmundur segir að það hafi ekki verið skýrt í sölugögnum að koma ætti fyrir grasflöt og gróðri á þessu rúmlega tíu fermetra svæði. Til að mynda hafi ekki verið upplýsingar um pallinn eða gróðurinn í skilalýsingu. „Ef við hefðum vitað af þessari útfærslu áður en við keyptum þá hefði það ekki haft úrslitaáhrif. Það sem kemur okkur hins vegar mest á óvart er að við megum ekki ráða hvað við gerum við reitinn okkar.“ Til vinstri má sjá teikningu sem birtist í söluefni íbúðarinnar og til hægri þá teikningu sem Guðmundur fékk afhenta þegar hann fór að spyrjast fyrir um grasflötina. Skjáskot/Aðsend Guðmundur segist einnig hafa fengið mótsagnakennd svör við því hvort fjölskyldunni sé heimilt að stækka pallinn eftir að verktakinn hefur klárað svæðið í samræmi við skilmála og fengið sína lokaúttekt frá borginni. Umræðan muni ekki leiða til áherslubreytingar Pawel segist ekki gera ráð fyrir því að umræða um þennan berjarunna verði til þess að horfið verði frá þeirri áherslu að reyna að hafa gróður og grænt yfirbragð í nýjum hverfum. „Ég sýni því alltaf skilning þegar að yfirvöld eru með einhverjum hætti að ganga á sjálfsákvörðunarrétt fólks en í þessu tilviki er ekki um að ræða einhverja nýja geðþóttaákvörðun sem á að koma á óvart. Þetta er deiliskipulag sem hefur verið í gildi í þrjú ár, fólk hefur sóst eftir því að byggja íbúðir þarna með þessu skipulagi og hefur keypt íbúðir með þessu skipulagi.“ Borgaryfirvöld segja að grasflötin sem til stendur að leggja í tíu fermetra sérafnotareitnum sé hluti af þeirri stefnu að fjölga grænum svæðum í nýjum hverfum.Vísir/Vilhelm „Á hinn boginn verður líka að halda utan um heildarhaginn og í þessu tilfelli er það þannig ef að allir íbúar í hverfinu myndu alltaf fá það í gegn að minnka græn svæði og nýta þau undir önnur not þá verðum við auðvitað að vera samkvæm sjálfum okkur og þá myndi heildaryfirbragð svæðisins breytast,“ bætir Pawel við. Málið ekki komið inn á borð skipulagsfulltrúa Pawel segir að ef íbúar vilji sjá breytingar á deiliskipulagi sé fyrsta skrefið að athuga hjá skipulagsfulltrúa hvort ákveðin framkvæmd rúmist innan núverandi skipulags. „Ef svo er ekki þá getur það spurt hvort það sé hægt að breyta deiliskipulagi, þá kemur eitthvað svar við því og svo er hægt að skjóta því svari til skipulagsráðs sem getur tekið slík mál fyrir.“ Samkvæmt upplýsingum frá Birni Axelssyni, skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar, hefur ekki borist beiðni um breytingu á deiliskipulaginu sem feli í sér að skilmálunum um sérafnotareitinn yrði aflétt. Að sögn Guðmundar hætti hann við að fara þá leið eftir að fulltrúi borgarinnar tjáði honum að slík beiðni myndi líklega aldrei breyta heildarskilmálunum.
Reykjavík Húsnæðismál Borgarstjórn Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira