Starfsþróun á tímum samkomutakmarkanna Lísbet Einarsdóttir skrifar 27. janúar 2021 16:27 Það er fátt eðlilegt við það ástand sem verið hefur á vinnumarkaði síðastliðna tíu mánuði. Heilu vinnustaðirnir hafa verið lokaðir svo vikum og mánuðum skiptir vegna samkomutakmarkana og samskipti, bæði vinnutengd og önnur, fara fram með aðstoð stafrænna miðla. Þessar aðstæður eru að mörgu leyti alveg nýjar fyrir okkur þrátt fyrir að hafa áður mætt sambærilegum hindrunum eða áföllum á vinnumarkaði með tilheyrandi álagi á rekstur og stjórnun. Það sem er ekki nýtt fyrir okkur er hinsvegar sú tilhneiging margra til að láta fræðslu og frekari fjárfestingu í þróun mannauðs víkja þegar harðnar í ári. Skiljanlega er eigandi fyrirtækis sem sér fram á þrot og gerir hvað hann getur til að þrauka frá mánuði til mánaðar lítið að hugsa um þessháttar, við skiljum það. En fyrir eigendur fyrirtækja sem sjá fram á bjartari tíma þá er þróun mannauðs eitthvað sem ekki má kasta fyrir róða og mörg fyrirtæki eru vel meðvituð og hafa hvergi slegið slöku við. Það er nefnilega svo að fyrirtæki sem eru með skýra stefnu, markvissa fræðslu og virkar starfsþróunaráætlanir eiga auðveldara með að mæta breytingum, bæði þeim sem eru innan skipulagsheildarinnar sem og breytinga sem koma úr rekstrarumhverfinu. Þá má einnig gera ráð fyrir minni starfsmannaveltu, skipulagðara verklagi og bættri rekstrarafkomu. Ávinningurinn er augljós. Það er sannarlega erfitt fyrir þá stjórnendur sem bera ábyrgð á stjórnun og starfsþróun mannauðs að skipuleggja það sem telst til fræðslu og starfsþróunar, ekki vitandi hvar, hvort eða hversu margir eru og verða starfandi á komandi vikum og mánuðum. Engu að síður er mikilvægt að skoða þessa þætti, setja ákveðin markmið og útbúa plan A eða plan B eða jafnvel hvorutveggja. Á undanförnum mánuðum hefur slagorð starfsmenntasjóða verið „Samkomubann þýðir ekki fræðslubann‘‘ og með því hafa sjóðirnir viljað hvetja til fræðslu innan fyrirtækja þrátt fyrir þær augljósu hindranir sem eru og verið hafa á vinnumarkaði. Áhrifin hafa verið jákvæð og fjöldi fyrirtækja nýtt sér sinn rétt. Það hefur reynt á útsjónarsemi stjórnenda fyrirtækja að bjóða sínu starfsfólki upp á fræðslu á vinnumarkaði þar sem ekki má koma saman en tæknilausninar voru og eru fyrir hendi og leiðin greið. Innan margra fyrirtækja var þegar búið að innleiða stafræna fræðslu og fræðsla af því tagi orðin ríkur þáttur í menningu þeirra. Stjórnendur annarra fyrirtækja hafa þurft að hafa hraðar hendur og einhenda sér inn í framtíð stafrænnar fræðslu. Einhverjir hafa setið eftir. Hvað sem er og verður þá er mikilvægt að hafa í huga að þróun mannauðs er mikilvæg á öllum tímum og finna þarf leiðir til að hægt sé að fjárfesta í mannauð með fræðslu við hæfi sem tekur sannarlega mið af stefnu og framtíðaráformum allra hlutaðeigandi. Munum að lausnirnar eru allar fyrir hendi. Tíminn er núna. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsafls fræðslusjóðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Það er fátt eðlilegt við það ástand sem verið hefur á vinnumarkaði síðastliðna tíu mánuði. Heilu vinnustaðirnir hafa verið lokaðir svo vikum og mánuðum skiptir vegna samkomutakmarkana og samskipti, bæði vinnutengd og önnur, fara fram með aðstoð stafrænna miðla. Þessar aðstæður eru að mörgu leyti alveg nýjar fyrir okkur þrátt fyrir að hafa áður mætt sambærilegum hindrunum eða áföllum á vinnumarkaði með tilheyrandi álagi á rekstur og stjórnun. Það sem er ekki nýtt fyrir okkur er hinsvegar sú tilhneiging margra til að láta fræðslu og frekari fjárfestingu í þróun mannauðs víkja þegar harðnar í ári. Skiljanlega er eigandi fyrirtækis sem sér fram á þrot og gerir hvað hann getur til að þrauka frá mánuði til mánaðar lítið að hugsa um þessháttar, við skiljum það. En fyrir eigendur fyrirtækja sem sjá fram á bjartari tíma þá er þróun mannauðs eitthvað sem ekki má kasta fyrir róða og mörg fyrirtæki eru vel meðvituð og hafa hvergi slegið slöku við. Það er nefnilega svo að fyrirtæki sem eru með skýra stefnu, markvissa fræðslu og virkar starfsþróunaráætlanir eiga auðveldara með að mæta breytingum, bæði þeim sem eru innan skipulagsheildarinnar sem og breytinga sem koma úr rekstrarumhverfinu. Þá má einnig gera ráð fyrir minni starfsmannaveltu, skipulagðara verklagi og bættri rekstrarafkomu. Ávinningurinn er augljós. Það er sannarlega erfitt fyrir þá stjórnendur sem bera ábyrgð á stjórnun og starfsþróun mannauðs að skipuleggja það sem telst til fræðslu og starfsþróunar, ekki vitandi hvar, hvort eða hversu margir eru og verða starfandi á komandi vikum og mánuðum. Engu að síður er mikilvægt að skoða þessa þætti, setja ákveðin markmið og útbúa plan A eða plan B eða jafnvel hvorutveggja. Á undanförnum mánuðum hefur slagorð starfsmenntasjóða verið „Samkomubann þýðir ekki fræðslubann‘‘ og með því hafa sjóðirnir viljað hvetja til fræðslu innan fyrirtækja þrátt fyrir þær augljósu hindranir sem eru og verið hafa á vinnumarkaði. Áhrifin hafa verið jákvæð og fjöldi fyrirtækja nýtt sér sinn rétt. Það hefur reynt á útsjónarsemi stjórnenda fyrirtækja að bjóða sínu starfsfólki upp á fræðslu á vinnumarkaði þar sem ekki má koma saman en tæknilausninar voru og eru fyrir hendi og leiðin greið. Innan margra fyrirtækja var þegar búið að innleiða stafræna fræðslu og fræðsla af því tagi orðin ríkur þáttur í menningu þeirra. Stjórnendur annarra fyrirtækja hafa þurft að hafa hraðar hendur og einhenda sér inn í framtíð stafrænnar fræðslu. Einhverjir hafa setið eftir. Hvað sem er og verður þá er mikilvægt að hafa í huga að þróun mannauðs er mikilvæg á öllum tímum og finna þarf leiðir til að hægt sé að fjárfesta í mannauð með fræðslu við hæfi sem tekur sannarlega mið af stefnu og framtíðaráformum allra hlutaðeigandi. Munum að lausnirnar eru allar fyrir hendi. Tíminn er núna. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsafls fræðslusjóðs.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun