Vegagerð hafin milli Mjólkár og Dynjanda Kristján Már Unnarsson skrifar 27. janúar 2021 13:45 Þegar mótar fyrir nýju vegstæði Vestfjarðavegar um Mjólkárhlíð í Arnarfrði. Steinar Jónasson Vinna er hafin við lagningu nýs vegarkafla Vestfjarðavegar í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Kaflinn er 4,3 kílómetra langur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar. Suðurverk annast stóran hluta verksins sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka. Nýja vegstæðið séð frá Snjalleyri. Ofar í Mjólkárhlíð má sjá núverandi veg.Steinar Jónasson Þetta er hluti af fyrsta áfanga í endurbyggingu vegarins um Dynjandisheiði. Vegagerðin samdi við ÍAV um verkið, alls tíu kílómetra, sem skiptast í tvo kafla. Verktakarnir hófust handa í haust við fyrri kaflann, 5,7 kílómetra, sem nær úr Penningsdal ofan Flókalundar og langleiðina að gatnamótum Bíldudalsvegar á heiðinni. Vinna við verkhlutann Arnarfjarðarmegin hófst svo um miðjan janúar. Vinnubúðir Suðurverks við Mjólkárvirkjun. Þær voru reistar vegna Dýrafjarðarganga og nýtast núna við vegagerðina.Steinar Jónasson „Suðurverk mun sjá um stóran hluta vinnunnar þar sem undirverktaki og þeir búa í eigin vinnubúðum við Mjólkárvirkjun, þeim sömu og hýstu mannskap við gerð Dýrafjarðarganga. Það eru um 5-10 starfsmenn á þeirra vegum núna,“ segir Pétur Hemmingsen, verkefnisstjóri ÍAV á Dynjandisheiði. Horft inn Arnarfjörð í átt að Mjólkárvirkjun.Steinar Jónasson „Vinnan hefur gengið þokkalega miðað við árstíma. Þetta hefur verið nokkuð mildur vetur hingað til samanborið við síðasta vetur og hefur ekki truflað vinnuna mikið en það hefur þó verið að færast meiri þungi í vetrarveðrið síðustu daga,“ segir Pétur, spurður um hvernig vinnan hafi gengið og hvort veður hafi truflað. Horft út Arnarfjörð í átt til Mosdals. Efst til vinstri má sjá hvar núverandi vegur liggur hátt uppi í hlíðinni fyrir Meðalnes.Steinar Jónasson Að sögn Steinars Jónassonar, stöðvarstjóra í Mjólkárvirkjun, sem tók meðfylgjandi myndir í morgun, voru Suðurverksmenn þá að fara í langt helgarfrí og búnir að gera hlé á vinnunni. Þeir hófu verkið í Mjólkárhlíð vestan við virkjunina en þar verður vegurinn færður úr hlíðinni og niður undir fjöruna. Kortið sýnir verkhlutana tvo milli Arnarfjarðar og Vatnsfjarðar.Vegagerðin Samkvæmt útboðslýsingu skal útlögn efra lags klæðingar lokið 31. ágúst 2021. Verkinu skal svo að fullu lokið 30. september 2021, eftir átta mánuði. Þar með verður komið bundið slitlag milli Ísafjarðarbæjar og Dynjanda, fyrir utan síðasta kílómetrann að fossinum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í nóvember frá verkhlutanum Vatnsfjarðarmegin: Samgöngur Ísafjarðarbær Dýrafjarðargöng Umferðaröryggi Vegagerð Tengdar fréttir Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08 Nýi sunnudagsbíltúrinn að fossinum Dynjanda Vestfirðingar eru að uppgötva fossinn Dynjanda á nýjan hátt, eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð. Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir að það sé orðinn nýi sunnudagsbíltúrinn að aka að fossinum. 10. desember 2020 22:04 Vegagerðarmenn gista á Hótel Flókalundi í vetur Í fyrsta sinn í nærri sextíu ára sögu Flókalundar á Barðaströnd er þar boðið upp á gistingu yfir veturinn. Ástæðan er nýhafin vegagerð á Dynjandisheiði. 21. nóvember 2020 22:34 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
Nýja vegstæðið séð frá Snjalleyri. Ofar í Mjólkárhlíð má sjá núverandi veg.Steinar Jónasson Þetta er hluti af fyrsta áfanga í endurbyggingu vegarins um Dynjandisheiði. Vegagerðin samdi við ÍAV um verkið, alls tíu kílómetra, sem skiptast í tvo kafla. Verktakarnir hófust handa í haust við fyrri kaflann, 5,7 kílómetra, sem nær úr Penningsdal ofan Flókalundar og langleiðina að gatnamótum Bíldudalsvegar á heiðinni. Vinna við verkhlutann Arnarfjarðarmegin hófst svo um miðjan janúar. Vinnubúðir Suðurverks við Mjólkárvirkjun. Þær voru reistar vegna Dýrafjarðarganga og nýtast núna við vegagerðina.Steinar Jónasson „Suðurverk mun sjá um stóran hluta vinnunnar þar sem undirverktaki og þeir búa í eigin vinnubúðum við Mjólkárvirkjun, þeim sömu og hýstu mannskap við gerð Dýrafjarðarganga. Það eru um 5-10 starfsmenn á þeirra vegum núna,“ segir Pétur Hemmingsen, verkefnisstjóri ÍAV á Dynjandisheiði. Horft inn Arnarfjörð í átt að Mjólkárvirkjun.Steinar Jónasson „Vinnan hefur gengið þokkalega miðað við árstíma. Þetta hefur verið nokkuð mildur vetur hingað til samanborið við síðasta vetur og hefur ekki truflað vinnuna mikið en það hefur þó verið að færast meiri þungi í vetrarveðrið síðustu daga,“ segir Pétur, spurður um hvernig vinnan hafi gengið og hvort veður hafi truflað. Horft út Arnarfjörð í átt til Mosdals. Efst til vinstri má sjá hvar núverandi vegur liggur hátt uppi í hlíðinni fyrir Meðalnes.Steinar Jónasson Að sögn Steinars Jónassonar, stöðvarstjóra í Mjólkárvirkjun, sem tók meðfylgjandi myndir í morgun, voru Suðurverksmenn þá að fara í langt helgarfrí og búnir að gera hlé á vinnunni. Þeir hófu verkið í Mjólkárhlíð vestan við virkjunina en þar verður vegurinn færður úr hlíðinni og niður undir fjöruna. Kortið sýnir verkhlutana tvo milli Arnarfjarðar og Vatnsfjarðar.Vegagerðin Samkvæmt útboðslýsingu skal útlögn efra lags klæðingar lokið 31. ágúst 2021. Verkinu skal svo að fullu lokið 30. september 2021, eftir átta mánuði. Þar með verður komið bundið slitlag milli Ísafjarðarbæjar og Dynjanda, fyrir utan síðasta kílómetrann að fossinum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í nóvember frá verkhlutanum Vatnsfjarðarmegin:
Samgöngur Ísafjarðarbær Dýrafjarðargöng Umferðaröryggi Vegagerð Tengdar fréttir Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08 Nýi sunnudagsbíltúrinn að fossinum Dynjanda Vestfirðingar eru að uppgötva fossinn Dynjanda á nýjan hátt, eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð. Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir að það sé orðinn nýi sunnudagsbíltúrinn að aka að fossinum. 10. desember 2020 22:04 Vegagerðarmenn gista á Hótel Flókalundi í vetur Í fyrsta sinn í nærri sextíu ára sögu Flókalundar á Barðaströnd er þar boðið upp á gistingu yfir veturinn. Ástæðan er nýhafin vegagerð á Dynjandisheiði. 21. nóvember 2020 22:34 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08
Nýi sunnudagsbíltúrinn að fossinum Dynjanda Vestfirðingar eru að uppgötva fossinn Dynjanda á nýjan hátt, eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð. Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir að það sé orðinn nýi sunnudagsbíltúrinn að aka að fossinum. 10. desember 2020 22:04
Vegagerðarmenn gista á Hótel Flókalundi í vetur Í fyrsta sinn í nærri sextíu ára sögu Flókalundar á Barðaströnd er þar boðið upp á gistingu yfir veturinn. Ástæðan er nýhafin vegagerð á Dynjandisheiði. 21. nóvember 2020 22:34