Vegagerð hafin milli Mjólkár og Dynjanda Kristján Már Unnarsson skrifar 27. janúar 2021 13:45 Þegar mótar fyrir nýju vegstæði Vestfjarðavegar um Mjólkárhlíð í Arnarfrði. Steinar Jónasson Vinna er hafin við lagningu nýs vegarkafla Vestfjarðavegar í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Kaflinn er 4,3 kílómetra langur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar. Suðurverk annast stóran hluta verksins sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka. Nýja vegstæðið séð frá Snjalleyri. Ofar í Mjólkárhlíð má sjá núverandi veg.Steinar Jónasson Þetta er hluti af fyrsta áfanga í endurbyggingu vegarins um Dynjandisheiði. Vegagerðin samdi við ÍAV um verkið, alls tíu kílómetra, sem skiptast í tvo kafla. Verktakarnir hófust handa í haust við fyrri kaflann, 5,7 kílómetra, sem nær úr Penningsdal ofan Flókalundar og langleiðina að gatnamótum Bíldudalsvegar á heiðinni. Vinna við verkhlutann Arnarfjarðarmegin hófst svo um miðjan janúar. Vinnubúðir Suðurverks við Mjólkárvirkjun. Þær voru reistar vegna Dýrafjarðarganga og nýtast núna við vegagerðina.Steinar Jónasson „Suðurverk mun sjá um stóran hluta vinnunnar þar sem undirverktaki og þeir búa í eigin vinnubúðum við Mjólkárvirkjun, þeim sömu og hýstu mannskap við gerð Dýrafjarðarganga. Það eru um 5-10 starfsmenn á þeirra vegum núna,“ segir Pétur Hemmingsen, verkefnisstjóri ÍAV á Dynjandisheiði. Horft inn Arnarfjörð í átt að Mjólkárvirkjun.Steinar Jónasson „Vinnan hefur gengið þokkalega miðað við árstíma. Þetta hefur verið nokkuð mildur vetur hingað til samanborið við síðasta vetur og hefur ekki truflað vinnuna mikið en það hefur þó verið að færast meiri þungi í vetrarveðrið síðustu daga,“ segir Pétur, spurður um hvernig vinnan hafi gengið og hvort veður hafi truflað. Horft út Arnarfjörð í átt til Mosdals. Efst til vinstri má sjá hvar núverandi vegur liggur hátt uppi í hlíðinni fyrir Meðalnes.Steinar Jónasson Að sögn Steinars Jónassonar, stöðvarstjóra í Mjólkárvirkjun, sem tók meðfylgjandi myndir í morgun, voru Suðurverksmenn þá að fara í langt helgarfrí og búnir að gera hlé á vinnunni. Þeir hófu verkið í Mjólkárhlíð vestan við virkjunina en þar verður vegurinn færður úr hlíðinni og niður undir fjöruna. Kortið sýnir verkhlutana tvo milli Arnarfjarðar og Vatnsfjarðar.Vegagerðin Samkvæmt útboðslýsingu skal útlögn efra lags klæðingar lokið 31. ágúst 2021. Verkinu skal svo að fullu lokið 30. september 2021, eftir átta mánuði. Þar með verður komið bundið slitlag milli Ísafjarðarbæjar og Dynjanda, fyrir utan síðasta kílómetrann að fossinum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í nóvember frá verkhlutanum Vatnsfjarðarmegin: Samgöngur Ísafjarðarbær Dýrafjarðargöng Umferðaröryggi Vegagerð Tengdar fréttir Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08 Nýi sunnudagsbíltúrinn að fossinum Dynjanda Vestfirðingar eru að uppgötva fossinn Dynjanda á nýjan hátt, eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð. Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir að það sé orðinn nýi sunnudagsbíltúrinn að aka að fossinum. 10. desember 2020 22:04 Vegagerðarmenn gista á Hótel Flókalundi í vetur Í fyrsta sinn í nærri sextíu ára sögu Flókalundar á Barðaströnd er þar boðið upp á gistingu yfir veturinn. Ástæðan er nýhafin vegagerð á Dynjandisheiði. 21. nóvember 2020 22:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Sjá meira
Nýja vegstæðið séð frá Snjalleyri. Ofar í Mjólkárhlíð má sjá núverandi veg.Steinar Jónasson Þetta er hluti af fyrsta áfanga í endurbyggingu vegarins um Dynjandisheiði. Vegagerðin samdi við ÍAV um verkið, alls tíu kílómetra, sem skiptast í tvo kafla. Verktakarnir hófust handa í haust við fyrri kaflann, 5,7 kílómetra, sem nær úr Penningsdal ofan Flókalundar og langleiðina að gatnamótum Bíldudalsvegar á heiðinni. Vinna við verkhlutann Arnarfjarðarmegin hófst svo um miðjan janúar. Vinnubúðir Suðurverks við Mjólkárvirkjun. Þær voru reistar vegna Dýrafjarðarganga og nýtast núna við vegagerðina.Steinar Jónasson „Suðurverk mun sjá um stóran hluta vinnunnar þar sem undirverktaki og þeir búa í eigin vinnubúðum við Mjólkárvirkjun, þeim sömu og hýstu mannskap við gerð Dýrafjarðarganga. Það eru um 5-10 starfsmenn á þeirra vegum núna,“ segir Pétur Hemmingsen, verkefnisstjóri ÍAV á Dynjandisheiði. Horft inn Arnarfjörð í átt að Mjólkárvirkjun.Steinar Jónasson „Vinnan hefur gengið þokkalega miðað við árstíma. Þetta hefur verið nokkuð mildur vetur hingað til samanborið við síðasta vetur og hefur ekki truflað vinnuna mikið en það hefur þó verið að færast meiri þungi í vetrarveðrið síðustu daga,“ segir Pétur, spurður um hvernig vinnan hafi gengið og hvort veður hafi truflað. Horft út Arnarfjörð í átt til Mosdals. Efst til vinstri má sjá hvar núverandi vegur liggur hátt uppi í hlíðinni fyrir Meðalnes.Steinar Jónasson Að sögn Steinars Jónassonar, stöðvarstjóra í Mjólkárvirkjun, sem tók meðfylgjandi myndir í morgun, voru Suðurverksmenn þá að fara í langt helgarfrí og búnir að gera hlé á vinnunni. Þeir hófu verkið í Mjólkárhlíð vestan við virkjunina en þar verður vegurinn færður úr hlíðinni og niður undir fjöruna. Kortið sýnir verkhlutana tvo milli Arnarfjarðar og Vatnsfjarðar.Vegagerðin Samkvæmt útboðslýsingu skal útlögn efra lags klæðingar lokið 31. ágúst 2021. Verkinu skal svo að fullu lokið 30. september 2021, eftir átta mánuði. Þar með verður komið bundið slitlag milli Ísafjarðarbæjar og Dynjanda, fyrir utan síðasta kílómetrann að fossinum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í nóvember frá verkhlutanum Vatnsfjarðarmegin:
Samgöngur Ísafjarðarbær Dýrafjarðargöng Umferðaröryggi Vegagerð Tengdar fréttir Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08 Nýi sunnudagsbíltúrinn að fossinum Dynjanda Vestfirðingar eru að uppgötva fossinn Dynjanda á nýjan hátt, eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð. Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir að það sé orðinn nýi sunnudagsbíltúrinn að aka að fossinum. 10. desember 2020 22:04 Vegagerðarmenn gista á Hótel Flókalundi í vetur Í fyrsta sinn í nærri sextíu ára sögu Flókalundar á Barðaströnd er þar boðið upp á gistingu yfir veturinn. Ástæðan er nýhafin vegagerð á Dynjandisheiði. 21. nóvember 2020 22:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Sjá meira
Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08
Nýi sunnudagsbíltúrinn að fossinum Dynjanda Vestfirðingar eru að uppgötva fossinn Dynjanda á nýjan hátt, eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð. Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir að það sé orðinn nýi sunnudagsbíltúrinn að aka að fossinum. 10. desember 2020 22:04
Vegagerðarmenn gista á Hótel Flókalundi í vetur Í fyrsta sinn í nærri sextíu ára sögu Flókalundar á Barðaströnd er þar boðið upp á gistingu yfir veturinn. Ástæðan er nýhafin vegagerð á Dynjandisheiði. 21. nóvember 2020 22:34