Metár í fjölda nýrra íbúða í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 26. janúar 2021 21:01 Áttatíu og þrjár íbúðir verða í tveimur meginbyggingum og þeirri þriðju sem er mun minni á BYKO reitnum. +Arkitektar Metfjöldi íbúða var í byggingu í Reykjavík á síðasta ári þegar bygging yfir ellefu hundruð íbúða hófst. Líkur eru á mikili grósku á þessu ári en deiliskipulag liggur fyrir varðandi fjögur þúsund og níu hundruð íbúðir, meðal annars á BYKO reitnum þar sem rísa munu rúmlega áttatíu íbúðir. Í síðustu viku hófust vinnuvélar og menn handa við að rífa hús sem staðið hefur autt undanfarin ár á horni Hringbrautar og Ánanausta. Niðurrif eldri byggingar á BYKO reitnum er langt komið. Byggingaframkvæmdir hefjast síðan um páskana.Stöð 2/Arnar Niðurrifið á húsinu við Hringbraut er langt komið. Þeir síðustu sem skelltu hurðinni á eftir sér þar var Matvöruverslunin Víðir fyrir nokkrum árum. Þar á undan hafði BYKO verið í húsinu í all mörg ár. Húsið var hins vegar upprunalega byggt fyrir bifreiðastöðina Steindór. Jónas Þór Þorvaldsson framkvæmdastjóri Kaldalóns segir mikla eftirspurn eftir nýjum íbúðum í gamla Vesturbænum þar sem lítið hafi verið byggt síðustu hálfu öldina.Stöð 2/Arnar Jónas Þór Þorvaldsson framkvæmdastjóri Kaldalóns segir að áttatíu og þrjár íbúðir verða byggðar á lóðinni í tveimur meginbyggingum og þeirri þriðju sem verði mun minni. „Það sem verður byggt hér að framanverðu meðfram Hringbrautinni verður bogalaga bygging sem kallast á við hið fræga JL-hús hinum megin götunnar. Tveggja til fimm hæða hús upp á einhverjar 45 íbúðir. Svo þrjátíu og fimm íbúðir þar fyrir aftan Sólvallagötu meginn,“ segir Jónas Þór. Í húsunum verði blanda tveggja til fjögurra herbergja íbúða ásamt fáeinum fimm herbergja og stúdíó íbúðum. Jónas óttast ekki að fólk setji fyrir sig að stór hluti íbúðanna snúi að hinni umferðarmiklu Hringbraut. Sameiginlegur garður verður milli bygginganna fyrir íbúa húsanna.+Arkitektar „Auk þess eru ákveðin áform um breytingar hjá Vegagerðinni og borginni á hringtorginu hérna sem hægir enn frekar á umferðinni. Svo er það þannig að á jarðhæðinni sem snýr út að Hringbrautinni verður atvinnuhúsnæði,“ segir Jónas Þór. Reiknað sé með að byggingaframkvæmdir hefjist um páska og verði að mestu lokið eftir tvö ár. „Það er nánast varla hægt að tala um nema hundrað íbúðir eða svo sem hafa verið byggðar nýjar nálægt þessum stað (gamla Vesturbænum) síðustu hálfa öldina,“ segir Jónas Þór. Eftirspurnin sé því mikil. Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Sala á fasteignum líklega ekki verið meiri í fimm ár Eftirspurn eftir fasteignum hefur sjaldan verið meiri þrátt fyrir heimsfaraldur, segir fasteignasali. Framboðið sé hins vegar alltof lítið sem hafi leitt af sér ríflega sjö prósenta hækkun á fasteignaverði á þessu ári. 27. desember 2020 18:35 Eigið húsnæði fyrir tekjulága Samþykkt var á Alþingi í ágúst sl. mikið framfara mál fyrir tekjulágt fólk. 25. september 2020 10:17 Ákveðnari fasteignakaupendur í kórónuveirufaraldri Þórey Ólafsdóttir, fasteignasali hjá Landmark, segir að áhrif kórónuveirufaraldursins séu ekki komin fram á fasteignamarkaðnum. Meiri sala hafi verið undanfarið en búist var við og til að mynda töluverð aukning í sölu á sumarhúsum. 11. maí 2020 10:18 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Í síðustu viku hófust vinnuvélar og menn handa við að rífa hús sem staðið hefur autt undanfarin ár á horni Hringbrautar og Ánanausta. Niðurrif eldri byggingar á BYKO reitnum er langt komið. Byggingaframkvæmdir hefjast síðan um páskana.Stöð 2/Arnar Niðurrifið á húsinu við Hringbraut er langt komið. Þeir síðustu sem skelltu hurðinni á eftir sér þar var Matvöruverslunin Víðir fyrir nokkrum árum. Þar á undan hafði BYKO verið í húsinu í all mörg ár. Húsið var hins vegar upprunalega byggt fyrir bifreiðastöðina Steindór. Jónas Þór Þorvaldsson framkvæmdastjóri Kaldalóns segir mikla eftirspurn eftir nýjum íbúðum í gamla Vesturbænum þar sem lítið hafi verið byggt síðustu hálfu öldina.Stöð 2/Arnar Jónas Þór Þorvaldsson framkvæmdastjóri Kaldalóns segir að áttatíu og þrjár íbúðir verða byggðar á lóðinni í tveimur meginbyggingum og þeirri þriðju sem verði mun minni. „Það sem verður byggt hér að framanverðu meðfram Hringbrautinni verður bogalaga bygging sem kallast á við hið fræga JL-hús hinum megin götunnar. Tveggja til fimm hæða hús upp á einhverjar 45 íbúðir. Svo þrjátíu og fimm íbúðir þar fyrir aftan Sólvallagötu meginn,“ segir Jónas Þór. Í húsunum verði blanda tveggja til fjögurra herbergja íbúða ásamt fáeinum fimm herbergja og stúdíó íbúðum. Jónas óttast ekki að fólk setji fyrir sig að stór hluti íbúðanna snúi að hinni umferðarmiklu Hringbraut. Sameiginlegur garður verður milli bygginganna fyrir íbúa húsanna.+Arkitektar „Auk þess eru ákveðin áform um breytingar hjá Vegagerðinni og borginni á hringtorginu hérna sem hægir enn frekar á umferðinni. Svo er það þannig að á jarðhæðinni sem snýr út að Hringbrautinni verður atvinnuhúsnæði,“ segir Jónas Þór. Reiknað sé með að byggingaframkvæmdir hefjist um páska og verði að mestu lokið eftir tvö ár. „Það er nánast varla hægt að tala um nema hundrað íbúðir eða svo sem hafa verið byggðar nýjar nálægt þessum stað (gamla Vesturbænum) síðustu hálfa öldina,“ segir Jónas Þór. Eftirspurnin sé því mikil.
Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Sala á fasteignum líklega ekki verið meiri í fimm ár Eftirspurn eftir fasteignum hefur sjaldan verið meiri þrátt fyrir heimsfaraldur, segir fasteignasali. Framboðið sé hins vegar alltof lítið sem hafi leitt af sér ríflega sjö prósenta hækkun á fasteignaverði á þessu ári. 27. desember 2020 18:35 Eigið húsnæði fyrir tekjulága Samþykkt var á Alþingi í ágúst sl. mikið framfara mál fyrir tekjulágt fólk. 25. september 2020 10:17 Ákveðnari fasteignakaupendur í kórónuveirufaraldri Þórey Ólafsdóttir, fasteignasali hjá Landmark, segir að áhrif kórónuveirufaraldursins séu ekki komin fram á fasteignamarkaðnum. Meiri sala hafi verið undanfarið en búist var við og til að mynda töluverð aukning í sölu á sumarhúsum. 11. maí 2020 10:18 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Sala á fasteignum líklega ekki verið meiri í fimm ár Eftirspurn eftir fasteignum hefur sjaldan verið meiri þrátt fyrir heimsfaraldur, segir fasteignasali. Framboðið sé hins vegar alltof lítið sem hafi leitt af sér ríflega sjö prósenta hækkun á fasteignaverði á þessu ári. 27. desember 2020 18:35
Eigið húsnæði fyrir tekjulága Samþykkt var á Alþingi í ágúst sl. mikið framfara mál fyrir tekjulágt fólk. 25. september 2020 10:17
Ákveðnari fasteignakaupendur í kórónuveirufaraldri Þórey Ólafsdóttir, fasteignasali hjá Landmark, segir að áhrif kórónuveirufaraldursins séu ekki komin fram á fasteignamarkaðnum. Meiri sala hafi verið undanfarið en búist var við og til að mynda töluverð aukning í sölu á sumarhúsum. 11. maí 2020 10:18