Endurreisum ferðaþjónustuna með nýjum áherslum Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar 27. janúar 2021 07:00 Árið 2020 fór ferðaþjónustan aftur um 10 ár í tölum um fjölda erlendra ferðamanna á landinu. Áhrifin eru gríðarleg og ljóst er að stórt skarð hefur verið höggvið í ferðaþjónustuna sem enginn veit hversu langan tíma tekur að koma á réttan stað á ný. Settar hafa verið fram spár um að í ár komi um 900 þúsund erlendir ferðamenn til Íslands en ljóst er að miðað við stöðu heimsfaraldurins eru þær spár ekki líklegar til að ganga eftir. Þrátt fyrir að ferðaþjónustan sé tilbúin að fara af stað aftur með litlum fyrirvara þá má gera ráð fyrir að endurreisnin gangi hægar fyrir sig en áætlað hefur verið. Það er því ennþá nauðsynlegt að stjórnvöld horfi með opnum huga á möguleika til stuðnings við ferðaþjónustuna til að tryggja það að nægileg þjónusta verði í boði á öllu landinu þegar heimurinn opnast á ný. Möguleikar fyrirtækja innan ferðaþjónustunnar til þess að halda út í gegnum þetta tímabil heimsfaraldurs eru ólíkir og eru þar ýmsar breytur sem ráða för. Sem dæmi má nefna stærð fyrirtækja, aðgengi að fjárfestum og skilning frá bankakerfinu, staðsetningu fyrirtækja, fjárhagsstöðu, tengsl við viðskiptavini, líftíma og árstíðarsveifluna. Starfsemi fyrirtækjanna er ólík og má sem dæmi nefna að á meðan veitingastaðir í stærstu sveitarfélögum gátu fengið til sín Íslendinga á ferðalagi í sumar og þannig haldið í einhverja veltu þá eru önnur sem halda úti þjónustu frá febrúar til júní ár hvert. Nú stefnir í að þau búi við það að tapa möguleikum til þess að fá til sín viðskiptavini í tvö heil ár. Þetta eru til dæmis fyrirtæki sem bjóða þjónustu til fjallaskíðafólk. Þessir viðskiptavinir eru einmitt þeir sem lögð er mikil áhersla á að fá til landsins til að fylgja stefnu stjórnvalda um ferðaþjónustu, ferðamenn sem skila miklum tekjum, ferðast utan háannasvæða og utan háannatíma. Í ljósi þeirrar stöðu sem við horfum fram á nú þar sem endurreisn ferðaþjónustu fer seinna af stað en ætlað var hvet ég stjórnvöld til að horfa með opnum huga á áframhaldandi stuðningsaðgerðir þar sem sérstaklega verði hugað að þeim hópum sem ekki hafa getað nýtt stuðninginn hingað til. Auk þess að hugað verði sérstaklega að því að leyfa þá ferðaþjónustu sem hægt er í faraldrinum. Framtíð ferðaþjónustunnar byggir á því hvernig haldið er á spöðunum nú. Við þurfum að halda í mannauðinn eins og hægt er og gæta þess að halda þeim viðskiptatengslum sem hafa verið byggð upp til fjölda ára. Nú er tækifæri til að endurreisa og endurbyggja, horfa á hvað var vel gert og hvað má endurskipuleggja en eitt af því er augljóslega innkoma erlendra ferðamanna inn í landið. Ljóst er að ef mögulegt á að vera að ná markmiðum Íslands um að verða sjálfbært ferðaþjónustuland þar sem fyrirtæki hafa tækifæri til að blómstra um allt land, skila tekjum og bættri þjónustu við íbúa þarf að setja kraft í að markaðssetja Akureyrarflugvöll sem nýtt hlið inn í landið. Frábær skref hafa verið tekin með fjármögnum nýrrar flugstöðvar og flughlaðs auk uppsetningar nýs aðflugsbúnaðar og verður því hægt að bjóða þeim aðilum sem koma til Norðurlands með beinu flugi ásættanlega þjónustu. Áherslan á markaðssetningu þarf hins vegar að koma frá stjórnvöldum og setja þarf skýra framtíðarsýn fyrir Akureyrarflugvöll. Með vilja og fjármagn að vopni er hægt að ná góðum árangri við að fjölga aðilum sem setja upp beint flug norður og þannig gjörbreyta landslagi ferðaþjónustunnar á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Arnheiður Jóhannsdóttir Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Árið 2020 fór ferðaþjónustan aftur um 10 ár í tölum um fjölda erlendra ferðamanna á landinu. Áhrifin eru gríðarleg og ljóst er að stórt skarð hefur verið höggvið í ferðaþjónustuna sem enginn veit hversu langan tíma tekur að koma á réttan stað á ný. Settar hafa verið fram spár um að í ár komi um 900 þúsund erlendir ferðamenn til Íslands en ljóst er að miðað við stöðu heimsfaraldurins eru þær spár ekki líklegar til að ganga eftir. Þrátt fyrir að ferðaþjónustan sé tilbúin að fara af stað aftur með litlum fyrirvara þá má gera ráð fyrir að endurreisnin gangi hægar fyrir sig en áætlað hefur verið. Það er því ennþá nauðsynlegt að stjórnvöld horfi með opnum huga á möguleika til stuðnings við ferðaþjónustuna til að tryggja það að nægileg þjónusta verði í boði á öllu landinu þegar heimurinn opnast á ný. Möguleikar fyrirtækja innan ferðaþjónustunnar til þess að halda út í gegnum þetta tímabil heimsfaraldurs eru ólíkir og eru þar ýmsar breytur sem ráða för. Sem dæmi má nefna stærð fyrirtækja, aðgengi að fjárfestum og skilning frá bankakerfinu, staðsetningu fyrirtækja, fjárhagsstöðu, tengsl við viðskiptavini, líftíma og árstíðarsveifluna. Starfsemi fyrirtækjanna er ólík og má sem dæmi nefna að á meðan veitingastaðir í stærstu sveitarfélögum gátu fengið til sín Íslendinga á ferðalagi í sumar og þannig haldið í einhverja veltu þá eru önnur sem halda úti þjónustu frá febrúar til júní ár hvert. Nú stefnir í að þau búi við það að tapa möguleikum til þess að fá til sín viðskiptavini í tvö heil ár. Þetta eru til dæmis fyrirtæki sem bjóða þjónustu til fjallaskíðafólk. Þessir viðskiptavinir eru einmitt þeir sem lögð er mikil áhersla á að fá til landsins til að fylgja stefnu stjórnvalda um ferðaþjónustu, ferðamenn sem skila miklum tekjum, ferðast utan háannasvæða og utan háannatíma. Í ljósi þeirrar stöðu sem við horfum fram á nú þar sem endurreisn ferðaþjónustu fer seinna af stað en ætlað var hvet ég stjórnvöld til að horfa með opnum huga á áframhaldandi stuðningsaðgerðir þar sem sérstaklega verði hugað að þeim hópum sem ekki hafa getað nýtt stuðninginn hingað til. Auk þess að hugað verði sérstaklega að því að leyfa þá ferðaþjónustu sem hægt er í faraldrinum. Framtíð ferðaþjónustunnar byggir á því hvernig haldið er á spöðunum nú. Við þurfum að halda í mannauðinn eins og hægt er og gæta þess að halda þeim viðskiptatengslum sem hafa verið byggð upp til fjölda ára. Nú er tækifæri til að endurreisa og endurbyggja, horfa á hvað var vel gert og hvað má endurskipuleggja en eitt af því er augljóslega innkoma erlendra ferðamanna inn í landið. Ljóst er að ef mögulegt á að vera að ná markmiðum Íslands um að verða sjálfbært ferðaþjónustuland þar sem fyrirtæki hafa tækifæri til að blómstra um allt land, skila tekjum og bættri þjónustu við íbúa þarf að setja kraft í að markaðssetja Akureyrarflugvöll sem nýtt hlið inn í landið. Frábær skref hafa verið tekin með fjármögnum nýrrar flugstöðvar og flughlaðs auk uppsetningar nýs aðflugsbúnaðar og verður því hægt að bjóða þeim aðilum sem koma til Norðurlands með beinu flugi ásættanlega þjónustu. Áherslan á markaðssetningu þarf hins vegar að koma frá stjórnvöldum og setja þarf skýra framtíðarsýn fyrir Akureyrarflugvöll. Með vilja og fjármagn að vopni er hægt að ná góðum árangri við að fjölga aðilum sem setja upp beint flug norður og þannig gjörbreyta landslagi ferðaþjónustunnar á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun