Framsókn næði ekki inn manni í Reykjavík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. janúar 2021 09:13 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, sækist áfram eftir því að vera oddviti Framsóknar í Reykjavík suður. Þá hefur Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, lýst því yfir að hann sækist eftir oddvitasæti flokksins í Reykjavík norður en hann var oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi í kosningunum 2017. Hvorugt þeirra næði inn á þing ef kosið yrði í dag samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Vísir/Vilhelm Framsóknarflokkurinn næði ekki inn þingmanni í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur ef kosið yrði til Alþingis nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Þá mælist Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavíkurkjördæmi norður. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður flokksins, yrði þar með fyrsti þingmaður kjördæmisins og tæki það sæti af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra og þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkurinn í Suðvesturkjördæmi eða með 27 prósenta fylgi. Samfylkingin og Viðreisn mælast næststærst í kjördæminu og eru með jafnmikið fylgi, 15,2 prósent. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, yrði þar með áfram fyrsti þingmaður Suðvesturkjördæmis. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem nú er 2. þingmaður kjördæmisins, yrði hins vegar fjórði þingmaður þess miðað við könnunina. Oddvitar Viðreisnar og Samfylkingarinnar myndu nefnilega raða sér í sæti tvö og þrjú og Vinstri hreyfingin – grænt framboð, sem í kosningunum 2017 fékk 3. þingmann kjördæmisins, fengi nú þann fimmta. Rósa Björk Brynjólfsdóttir náði inn á þing fyrir VG í kosningum 2017 og er því 3. þingmaður Suðvesturkjördæmis. Hún hefur hins vegar sagt sig úr VG og er nú gengin í Samfylkinguna. Hún sækist eftir oddvitasæti flokksins í Suðvesturkjördæmi þar sem fyrir er Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður flokksins, sem vill áfram leiða flokkinn í kjördæminu. Rósa Björk Brynjólfsdóttir er hætt í VG og farin í Samfylkinguna. Hún vill oddvitasæti flokksins í Suðvesturkjördæmi þar sem hún leiddi fyrir VG árið 2017.Vísir/Vilhelm Það er síðan við ramman reip að draga fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík ef marka má niðurstöður könnunarinnar. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, er nú eini þingmaður flokksins í Reykjavík en hún næði ekki inn á þing ef kosið yrði í dag. Hún er oddviti í Reykjavík suður og sækist áfram eftir því sæti. Þá myndi Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, ekki heldur ná inn en hann hefur lýst því yfir að hann sækist eftir oddvitasætinu í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann var oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi í kosningunum 2017. Þriðja sætið hefði ekki skilað Ágústi Ólafi þingsæti Í Reykjavíkurkjördæmi suður yrði Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, áfram fyrsti þingmaður kjördæmisins. Þá fengi Samfylkingin tvo þingmenn í kjördæminu. Ágúst Ólafur Ágústsson var oddviti flokksins í kjördæminu í síðustu kosningum og er nú eini þingmaður Samfylkingarinnar þar. Mikill styr hefur staðið um uppstillingu flokksins í Reykjavík en líkt og greint hefur verið frá var Ágúst Ólafur ekki á meðal efstu fimm í skoðanakönnun meðal félaga í flokksins um efstu sætin í Reykjavík. Samkvæmt könnun Maskínu nú eru það einmitt fimm efstu sætin heilt yfir í Reykjavík sem næðu inn á þing fyrir Samfylkinguna. Flokkurinn fengi þannig þrjá þingmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður og tvo þingmenn í Reykjavíkurkjördæmi suður. Eins og fjallað var um í síðustu viku var sáttatillögu Ágústs Ólafs hafnað af flokknum. Hann lagði til að hann myndi víkja úr oddvitasætinu í Reykjavík suður og taka annað sæti á listanum, sem væri þá líklegt þingsæti. Þessari tillögu hafnaði uppstillingarnefndin og bauð honum þriðja sætið sem myndi ekki skila þingsæti miðað við niðurstöður könnunarinnar. Ágúst Ólafur lýsti því í kjölfarið yfir að hann yrði ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í haust. Gögnin á bak við kjördæmin þrjú koma úr tveimur mælingum sem Maskína gerði fyrir fréttastofu, annars vegar í desember 2020 og hins vegar í janúar 2021. Fjöldi svarenda í Reykjavík suður var 557, fjöldi svarenda í Reykjavík norður var 632 og fjöldi svarenda í Suðvesturkjördæmi var 807. Þá má geta þess að listar flokkanna í þessum þremur kjördæmum fyrir þingkosningarnar í haust liggja ekki fyrir heldur er miðað við þingmenn flokkanna í dag og lista þeirra eins og þeir voru fyrir fjórum árum. Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður flokksins, yrði þar með fyrsti þingmaður kjördæmisins og tæki það sæti af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra og þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkurinn í Suðvesturkjördæmi eða með 27 prósenta fylgi. Samfylkingin og Viðreisn mælast næststærst í kjördæminu og eru með jafnmikið fylgi, 15,2 prósent. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, yrði þar með áfram fyrsti þingmaður Suðvesturkjördæmis. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem nú er 2. þingmaður kjördæmisins, yrði hins vegar fjórði þingmaður þess miðað við könnunina. Oddvitar Viðreisnar og Samfylkingarinnar myndu nefnilega raða sér í sæti tvö og þrjú og Vinstri hreyfingin – grænt framboð, sem í kosningunum 2017 fékk 3. þingmann kjördæmisins, fengi nú þann fimmta. Rósa Björk Brynjólfsdóttir náði inn á þing fyrir VG í kosningum 2017 og er því 3. þingmaður Suðvesturkjördæmis. Hún hefur hins vegar sagt sig úr VG og er nú gengin í Samfylkinguna. Hún sækist eftir oddvitasæti flokksins í Suðvesturkjördæmi þar sem fyrir er Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður flokksins, sem vill áfram leiða flokkinn í kjördæminu. Rósa Björk Brynjólfsdóttir er hætt í VG og farin í Samfylkinguna. Hún vill oddvitasæti flokksins í Suðvesturkjördæmi þar sem hún leiddi fyrir VG árið 2017.Vísir/Vilhelm Það er síðan við ramman reip að draga fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík ef marka má niðurstöður könnunarinnar. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, er nú eini þingmaður flokksins í Reykjavík en hún næði ekki inn á þing ef kosið yrði í dag. Hún er oddviti í Reykjavík suður og sækist áfram eftir því sæti. Þá myndi Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, ekki heldur ná inn en hann hefur lýst því yfir að hann sækist eftir oddvitasætinu í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann var oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi í kosningunum 2017. Þriðja sætið hefði ekki skilað Ágústi Ólafi þingsæti Í Reykjavíkurkjördæmi suður yrði Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, áfram fyrsti þingmaður kjördæmisins. Þá fengi Samfylkingin tvo þingmenn í kjördæminu. Ágúst Ólafur Ágústsson var oddviti flokksins í kjördæminu í síðustu kosningum og er nú eini þingmaður Samfylkingarinnar þar. Mikill styr hefur staðið um uppstillingu flokksins í Reykjavík en líkt og greint hefur verið frá var Ágúst Ólafur ekki á meðal efstu fimm í skoðanakönnun meðal félaga í flokksins um efstu sætin í Reykjavík. Samkvæmt könnun Maskínu nú eru það einmitt fimm efstu sætin heilt yfir í Reykjavík sem næðu inn á þing fyrir Samfylkinguna. Flokkurinn fengi þannig þrjá þingmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður og tvo þingmenn í Reykjavíkurkjördæmi suður. Eins og fjallað var um í síðustu viku var sáttatillögu Ágústs Ólafs hafnað af flokknum. Hann lagði til að hann myndi víkja úr oddvitasætinu í Reykjavík suður og taka annað sæti á listanum, sem væri þá líklegt þingsæti. Þessari tillögu hafnaði uppstillingarnefndin og bauð honum þriðja sætið sem myndi ekki skila þingsæti miðað við niðurstöður könnunarinnar. Ágúst Ólafur lýsti því í kjölfarið yfir að hann yrði ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í haust. Gögnin á bak við kjördæmin þrjú koma úr tveimur mælingum sem Maskína gerði fyrir fréttastofu, annars vegar í desember 2020 og hins vegar í janúar 2021. Fjöldi svarenda í Reykjavík suður var 557, fjöldi svarenda í Reykjavík norður var 632 og fjöldi svarenda í Suðvesturkjördæmi var 807. Þá má geta þess að listar flokkanna í þessum þremur kjördæmum fyrir þingkosningarnar í haust liggja ekki fyrir heldur er miðað við þingmenn flokkanna í dag og lista þeirra eins og þeir voru fyrir fjórum árum.
Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira