Jón Ásgeir segir að Davíð hafi lofað Páli útvarpsstjórastólnum Jakob Bjarnar skrifar 28. janúar 2021 07:00 Í uppgjörsbók Jóns Ásgeirs segir hann svo frá að Páll hafi tjáð sér, þegar hann var sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, að Davíð Oddsson væri búinn að lofa sér útvarpsstjórastöðunni. Þessu hafnar Páll alfarið. Páll Magnússon þingmaður segir alranga staðhæfingu að honum hafi verið lofuð útvarpsstjórastaðan á sínum tíma og skilur ekki hvað Jóni Ásgeiri gangi til með slíkri söguskýringu. Í bók Einars Kárasonar, Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir Jón Ásgeir meðal annars frá því þegar Páll Magnússon hætti sem fréttastjóri Stöðvar 2 í júlí 2005. Jón Ásgeir heldur því fram, og vísar til samtals við Pál þar að lútandi, að fyrir hafi legið að Páll myndi fá útvarpsstjórastöðuna. Davíð Oddsson væri með það klappað og klárt. Hið meinta loforð Davíðs um útvarpsstjórastöðu Eða svo vitnað sé í bókina en þar áður hafði verið sagt frá dýrum og erfiðum flutningum sjónvarpshluta fyrirtækisins frá Lynghálsi niður í Skaftahlíð, sem forstjóri Dagsbrúnar, Gunnar Smári Egilsson stýrði. Gunnar Smári hafði áður verið ritstjóri og framkvæmdastjóri Fréttablaðsins en eftir að Jón Ásgeir hafði keypt Norðurljós af Jóni Ólafssyni var farið í að sameina fyrirtækin sem ráku Fréttablaðið og svo Stöð 2 og útvarpsstöðvarnar. „Páll Magnússon sem verið hafði sjónvarpsstjóri sætti sig ekki við stöðuna, að hafa Gunnar Smára yfir sig settan, og hann vildi að þetta yrðu tvær aðskildar deildir; hann sjálfur yrði yfir sjónvarps og útvarpshlutanum. En þegar það varð ekki hringdi hann í mig og sagði að sér hefði verið boðið að verða útvarpsstjóri á RÚV. Þá var Þorgerður Katrín menntamálaráðherra og ég spurði hvort hún væri búin að lofa þessu. Nei, þá hafði hann auðvitað fengið loforðið frá Davíð sjálfum. Páll fór svo og var afar reiður og skeit mig út í öllum viðtölum eftir það.“ (Bls. 224) Vísir bar þetta undir Pál, hvort svona hafi þetta verið í pottinn búið? Ekki var annað á Páli að heyra en að honum þætti þetta alveg snargalin staðhæfing. „Hverslags bók er þetta eiginlega?! Samansafn af einhverjum eftiráþvættingi sem Jón Ásgeir Jóhannesson finnst setja hann sjálfan í eitthvað skárra ljós en sagan gefur tilefni til?“ spyr Páll á móti og bætir við: „Staðhæfingin er röng.“ Þar sem þetta kemur fyrir í bókinni er verið að fjalla um nokkurt umrótaskeið í íslenskri fjölmiðlasögu. Þegar verið er að sameina starfsemi Stöðvar 2 og Fréttablaðsins undir sama þaki. Og í burðarliðnum er sjónvarpsstöðin NFS. Davíð uppáhalds stjórnmálamaður Páls Páll Magnússon í nærmynd Fréttablaðsins 2005, um það leyti sem hann er að láta af störfum hjá Stöð 2. En þar er meðal annars það rifjað upp að eftirlætisstjórnmálamaður hans væri Davíð Oddsson sem Páll segir að sé skemmtilegur, skarpur og snjall.Timarit.is/skjáskot Ef frétt í Fréttablaðinu frá þessu tímabili er skoðuð, þar sem segir af því að Páll ætli að sækja um þá auglýsta útvarpsstjórastöðuna segist Páll vera ósammála þeirri grundvallarstefnu sem fyrirtækinu hafi verið mörkuð. „Þessi ágreiningur er þess eðlis að ég vil ekki tjá mig um hann. Þó get ég sagt það að þetta er faglegur og heiðarlegur ágreiningur en ekki persónulegur. Það eru engin illindi á milli einstaklinga og ég skil sáttur við fyrirtækið.“ Í nærmynd af Páli í sama blaði var rifjað upp að hann hafði í viðtali sagt að engan stjórnmálamann hefði hann í meiri hávegum en Davíð Oddsson; ekki vegna þess að hann væri alltaf sammála honum heldur vegna þess að hann væri svo „skemmtilegur, skarpur og snjall. Þessi ummæli þóttu sýna vel einn kost sem Páli er talinn til tekna: fyrirhyggju.“ Seinna í þeim mánuði skipaði Þorgerður Katrín Pál í embættið en um höfðu sótt 23 einstaklingar. Gunnar Smári segir sömu sögu og Jón Ásgeir Hér er sem sagt orð gegn orði. Páll hafnar því að fyrir hafi legið loforð Davíðs um útvarpsstjórastólinn en Jón Ásgeir fær stuðning úr óvæntri átt. Gunnar Smári Egilsson fyrrverandi forstjóri Dagsbrúnar, sem hefur gagnrýnt Jón Ásgeir harðlega vegna annars atriðis í bókinni, sagði hins vegar óvænt og í öðru samhengi af þessum vistaskiptum þingmannsins fyrir 15 árum. „Ég var yfir fjölmiðlunum og Páll Magnússon yfir Norðurljósum, eða sjónvarpsstjóri. Man ekki eftir því hvort hann var í þessu hlutverki sem Siggi G. [Sigurður G. Guðjónsson] var í, líklega, forstjóri Norðurljósa. Það var svo mikið af forstjórum þarna. Það hafði heitið það áður. Hann kom með þau skilaboð að honum hefði verið boðið að verða útvarpsstjóri hjá Ríkisútvarpinu,“ sagði Gunnar Smári í viðtali fyrr í vikunni í útvarpsþættinum Harmageddon. (08:30 – 10 mín) Og Gunnar Smári heldur áfram: „Og vissi að það var alvara á bak við það því hann hafði spurt Davíð sjálfan. Þá var Þorgerður Katrín menntamálaráðherra. Ábyggilega eitthvað fólk sem var í stjórn Ríkisútvarpsins en þannig barst þetta til mín, að það væri búið að ákveða þetta. Og svo geirneglt að Davíð sjálfur hefði sagt þetta. Páll kom með þau skilaboð að hann væri til í að hafna þessu ef hann yrði settur yfir allt fjölmiðlaveldið. Ég upplifði þetta þannig að Sjálfstæðisflokkurinn væri að reyna að ná undir sig öllum fjölmiðlum landsins. Besti leikurinn að Páll yrði settur yfir þetta, mér hent og þá gætu þeir valið sinn mann inn í útvarpið. En stjórnin að einhverjum ástæðum ákvað þá að halda mér. Allskonar svona átök þar sem þú ert ekki beinn gerandi,“ sagði Gunnar Smári. Fjölmiðlar Hrunið Bókaútgáfa Stjórnsýsla Tengdar fréttir Gunnar Smári segir aumt að bjóða far og halda því þá fram að hann heimti undir sig einkaþotu Gunnar Smári Egilsson blaðamaður hefur ritað mikla grein þar sem hann svarar því sem á hann stendur í óútkominni bók Einars Kárasonar: Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 21. janúar 2021 18:01 Guð blessi Ísland Gunnar Smári Egilsson blaðamaður svarar nöturlegum kveðjum sem hann fær í óútkominni bók Einars Kárasonar: Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 21. janúar 2021 17:47 Persónur og leikendur í málsvörn Jóns Ásgeirs Verulegur titringur er vegna óútkominnar bókar Einars Kárasonar: Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar en þar gerir Jón Ásgeir fjárfestir og athafnamaður upp feril sinn hingað til, einkum í því sem snýr að viðamiklum dómsmálum sem honum var gert að eiga í. 26. janúar 2021 13:21 Taldi hugmyndina fráleita en hitti svo Jón Ásgeir Einar Kárason rithöfundur hefur sent frá sér mikla bók, Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, en þar er farið yfir einstakan feril athafnamannsins sem lenti í fordæmalausum málaferlum í tengslum við viðskipti sín og rekstur. 27. janúar 2021 08:01 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Í bók Einars Kárasonar, Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir Jón Ásgeir meðal annars frá því þegar Páll Magnússon hætti sem fréttastjóri Stöðvar 2 í júlí 2005. Jón Ásgeir heldur því fram, og vísar til samtals við Pál þar að lútandi, að fyrir hafi legið að Páll myndi fá útvarpsstjórastöðuna. Davíð Oddsson væri með það klappað og klárt. Hið meinta loforð Davíðs um útvarpsstjórastöðu Eða svo vitnað sé í bókina en þar áður hafði verið sagt frá dýrum og erfiðum flutningum sjónvarpshluta fyrirtækisins frá Lynghálsi niður í Skaftahlíð, sem forstjóri Dagsbrúnar, Gunnar Smári Egilsson stýrði. Gunnar Smári hafði áður verið ritstjóri og framkvæmdastjóri Fréttablaðsins en eftir að Jón Ásgeir hafði keypt Norðurljós af Jóni Ólafssyni var farið í að sameina fyrirtækin sem ráku Fréttablaðið og svo Stöð 2 og útvarpsstöðvarnar. „Páll Magnússon sem verið hafði sjónvarpsstjóri sætti sig ekki við stöðuna, að hafa Gunnar Smára yfir sig settan, og hann vildi að þetta yrðu tvær aðskildar deildir; hann sjálfur yrði yfir sjónvarps og útvarpshlutanum. En þegar það varð ekki hringdi hann í mig og sagði að sér hefði verið boðið að verða útvarpsstjóri á RÚV. Þá var Þorgerður Katrín menntamálaráðherra og ég spurði hvort hún væri búin að lofa þessu. Nei, þá hafði hann auðvitað fengið loforðið frá Davíð sjálfum. Páll fór svo og var afar reiður og skeit mig út í öllum viðtölum eftir það.“ (Bls. 224) Vísir bar þetta undir Pál, hvort svona hafi þetta verið í pottinn búið? Ekki var annað á Páli að heyra en að honum þætti þetta alveg snargalin staðhæfing. „Hverslags bók er þetta eiginlega?! Samansafn af einhverjum eftiráþvættingi sem Jón Ásgeir Jóhannesson finnst setja hann sjálfan í eitthvað skárra ljós en sagan gefur tilefni til?“ spyr Páll á móti og bætir við: „Staðhæfingin er röng.“ Þar sem þetta kemur fyrir í bókinni er verið að fjalla um nokkurt umrótaskeið í íslenskri fjölmiðlasögu. Þegar verið er að sameina starfsemi Stöðvar 2 og Fréttablaðsins undir sama þaki. Og í burðarliðnum er sjónvarpsstöðin NFS. Davíð uppáhalds stjórnmálamaður Páls Páll Magnússon í nærmynd Fréttablaðsins 2005, um það leyti sem hann er að láta af störfum hjá Stöð 2. En þar er meðal annars það rifjað upp að eftirlætisstjórnmálamaður hans væri Davíð Oddsson sem Páll segir að sé skemmtilegur, skarpur og snjall.Timarit.is/skjáskot Ef frétt í Fréttablaðinu frá þessu tímabili er skoðuð, þar sem segir af því að Páll ætli að sækja um þá auglýsta útvarpsstjórastöðuna segist Páll vera ósammála þeirri grundvallarstefnu sem fyrirtækinu hafi verið mörkuð. „Þessi ágreiningur er þess eðlis að ég vil ekki tjá mig um hann. Þó get ég sagt það að þetta er faglegur og heiðarlegur ágreiningur en ekki persónulegur. Það eru engin illindi á milli einstaklinga og ég skil sáttur við fyrirtækið.“ Í nærmynd af Páli í sama blaði var rifjað upp að hann hafði í viðtali sagt að engan stjórnmálamann hefði hann í meiri hávegum en Davíð Oddsson; ekki vegna þess að hann væri alltaf sammála honum heldur vegna þess að hann væri svo „skemmtilegur, skarpur og snjall. Þessi ummæli þóttu sýna vel einn kost sem Páli er talinn til tekna: fyrirhyggju.“ Seinna í þeim mánuði skipaði Þorgerður Katrín Pál í embættið en um höfðu sótt 23 einstaklingar. Gunnar Smári segir sömu sögu og Jón Ásgeir Hér er sem sagt orð gegn orði. Páll hafnar því að fyrir hafi legið loforð Davíðs um útvarpsstjórastólinn en Jón Ásgeir fær stuðning úr óvæntri átt. Gunnar Smári Egilsson fyrrverandi forstjóri Dagsbrúnar, sem hefur gagnrýnt Jón Ásgeir harðlega vegna annars atriðis í bókinni, sagði hins vegar óvænt og í öðru samhengi af þessum vistaskiptum þingmannsins fyrir 15 árum. „Ég var yfir fjölmiðlunum og Páll Magnússon yfir Norðurljósum, eða sjónvarpsstjóri. Man ekki eftir því hvort hann var í þessu hlutverki sem Siggi G. [Sigurður G. Guðjónsson] var í, líklega, forstjóri Norðurljósa. Það var svo mikið af forstjórum þarna. Það hafði heitið það áður. Hann kom með þau skilaboð að honum hefði verið boðið að verða útvarpsstjóri hjá Ríkisútvarpinu,“ sagði Gunnar Smári í viðtali fyrr í vikunni í útvarpsþættinum Harmageddon. (08:30 – 10 mín) Og Gunnar Smári heldur áfram: „Og vissi að það var alvara á bak við það því hann hafði spurt Davíð sjálfan. Þá var Þorgerður Katrín menntamálaráðherra. Ábyggilega eitthvað fólk sem var í stjórn Ríkisútvarpsins en þannig barst þetta til mín, að það væri búið að ákveða þetta. Og svo geirneglt að Davíð sjálfur hefði sagt þetta. Páll kom með þau skilaboð að hann væri til í að hafna þessu ef hann yrði settur yfir allt fjölmiðlaveldið. Ég upplifði þetta þannig að Sjálfstæðisflokkurinn væri að reyna að ná undir sig öllum fjölmiðlum landsins. Besti leikurinn að Páll yrði settur yfir þetta, mér hent og þá gætu þeir valið sinn mann inn í útvarpið. En stjórnin að einhverjum ástæðum ákvað þá að halda mér. Allskonar svona átök þar sem þú ert ekki beinn gerandi,“ sagði Gunnar Smári.
Fjölmiðlar Hrunið Bókaútgáfa Stjórnsýsla Tengdar fréttir Gunnar Smári segir aumt að bjóða far og halda því þá fram að hann heimti undir sig einkaþotu Gunnar Smári Egilsson blaðamaður hefur ritað mikla grein þar sem hann svarar því sem á hann stendur í óútkominni bók Einars Kárasonar: Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 21. janúar 2021 18:01 Guð blessi Ísland Gunnar Smári Egilsson blaðamaður svarar nöturlegum kveðjum sem hann fær í óútkominni bók Einars Kárasonar: Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 21. janúar 2021 17:47 Persónur og leikendur í málsvörn Jóns Ásgeirs Verulegur titringur er vegna óútkominnar bókar Einars Kárasonar: Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar en þar gerir Jón Ásgeir fjárfestir og athafnamaður upp feril sinn hingað til, einkum í því sem snýr að viðamiklum dómsmálum sem honum var gert að eiga í. 26. janúar 2021 13:21 Taldi hugmyndina fráleita en hitti svo Jón Ásgeir Einar Kárason rithöfundur hefur sent frá sér mikla bók, Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, en þar er farið yfir einstakan feril athafnamannsins sem lenti í fordæmalausum málaferlum í tengslum við viðskipti sín og rekstur. 27. janúar 2021 08:01 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Gunnar Smári segir aumt að bjóða far og halda því þá fram að hann heimti undir sig einkaþotu Gunnar Smári Egilsson blaðamaður hefur ritað mikla grein þar sem hann svarar því sem á hann stendur í óútkominni bók Einars Kárasonar: Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 21. janúar 2021 18:01
Guð blessi Ísland Gunnar Smári Egilsson blaðamaður svarar nöturlegum kveðjum sem hann fær í óútkominni bók Einars Kárasonar: Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 21. janúar 2021 17:47
Persónur og leikendur í málsvörn Jóns Ásgeirs Verulegur titringur er vegna óútkominnar bókar Einars Kárasonar: Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar en þar gerir Jón Ásgeir fjárfestir og athafnamaður upp feril sinn hingað til, einkum í því sem snýr að viðamiklum dómsmálum sem honum var gert að eiga í. 26. janúar 2021 13:21
Taldi hugmyndina fráleita en hitti svo Jón Ásgeir Einar Kárason rithöfundur hefur sent frá sér mikla bók, Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, en þar er farið yfir einstakan feril athafnamannsins sem lenti í fordæmalausum málaferlum í tengslum við viðskipti sín og rekstur. 27. janúar 2021 08:01