„Húsið var í rauninni alelda þegar við komum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 06:55 Óttast er að altjón hafi orðið í húsinu sem var alelda þegar slökkvilið kom á vettvang. Vísir/Vilhelm Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir nú útkalli í Seljahverfi í Breiðholti þar sem einbýlishús í Kaldaseli varð alelda í morgun. Altjón virðist hafa orðið í brunanum. Um er að ræða 240 fermetra einbýlishús. Útkallið barst klukkan 06:40 og var allt tiltækt slökkvilið sent á staðinn auk þriggja sjúkrabíla. Mikill eldur var í húsinu þegar slökkviliðið kom á vettvang. Að neðan má sjá myndskeið sem Sigurjón Ólason, tökumaður Stöðvar 2, tók á vettvangi. „Þetta var mjög mikið. Það logaði út um stafninn og út um glugga hér í vestri. Húsið var í rauninni alelda þegar við komum,“ sagði Árni Ómar Árnason, varðstjóri hjá slökkviliðinu, í beinni útsendingu í fréttum Bylgjunnar klukkan átta í morgun. Reykkafari sést hér jafna sig eftir að hafa farið inn í húsið í morgun.Vísir/Vilhelm Enginn var inni í húsinu þegar slökkviliðið kom á vettvang heldur var sá eini sem hafð verið inni kominn út. Grunur er um að hann hafi fengið reykeitrun og var honum sinnt af sjúkraflutningamönnum sem komu á vettvang. Árni Ómar sagði eldinn hafa verið mjög mikinn þegar slökkvilið kom á vettvang. „Það logaði út um alla glugga. Þetta var mjög mikið.“ Enn logaði í þaki hússins klukkutíma eftir að útkallið barst.Vísir/Sigurjón Hann sagði slökkvilið nú búið að slökkva allan eld en vinnu á vettvangi er þó ekki lokið. Rífa þurfi að innan og komast upp á þakið en það sé nokkuð bratt og því erfitt að vinna á því. Árni Ómar sagðist búast við því að enn væru nokkrir klukkutímar eftir við vinnu á staðnum hjá slökkviliðinu. Altjón virðist hafa orðið á húsinu í brunanum.Vísir/Sigurjón Ekki er vitað hvar í húsinu eldurinn kom upp. Lögreglan beinir því til íbúa í hverfinu að loka gluggum og hækka á ofnum vegna reyksins sem liggur frá húsinu. Enn eru nokkrir klukkutímar eftir í vinnu hjá slökkviliðinu á vettvangi.Vísir/Vilhelm Þá segir á vef Strætó að búið sé að loka Jafnaseli vegna brunans. Leiðir 3 og 4 geta því ekki ekið Jaðarselið og fara þær því um Seljabraut, Seljaskóga og Hjallasel til að komast inn á leið. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem tekið var við vettvang í morgun. Fréttin var uppfærð klukkan 08:11. Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira
Útkallið barst klukkan 06:40 og var allt tiltækt slökkvilið sent á staðinn auk þriggja sjúkrabíla. Mikill eldur var í húsinu þegar slökkviliðið kom á vettvang. Að neðan má sjá myndskeið sem Sigurjón Ólason, tökumaður Stöðvar 2, tók á vettvangi. „Þetta var mjög mikið. Það logaði út um stafninn og út um glugga hér í vestri. Húsið var í rauninni alelda þegar við komum,“ sagði Árni Ómar Árnason, varðstjóri hjá slökkviliðinu, í beinni útsendingu í fréttum Bylgjunnar klukkan átta í morgun. Reykkafari sést hér jafna sig eftir að hafa farið inn í húsið í morgun.Vísir/Vilhelm Enginn var inni í húsinu þegar slökkviliðið kom á vettvang heldur var sá eini sem hafð verið inni kominn út. Grunur er um að hann hafi fengið reykeitrun og var honum sinnt af sjúkraflutningamönnum sem komu á vettvang. Árni Ómar sagði eldinn hafa verið mjög mikinn þegar slökkvilið kom á vettvang. „Það logaði út um alla glugga. Þetta var mjög mikið.“ Enn logaði í þaki hússins klukkutíma eftir að útkallið barst.Vísir/Sigurjón Hann sagði slökkvilið nú búið að slökkva allan eld en vinnu á vettvangi er þó ekki lokið. Rífa þurfi að innan og komast upp á þakið en það sé nokkuð bratt og því erfitt að vinna á því. Árni Ómar sagðist búast við því að enn væru nokkrir klukkutímar eftir við vinnu á staðnum hjá slökkviliðinu. Altjón virðist hafa orðið á húsinu í brunanum.Vísir/Sigurjón Ekki er vitað hvar í húsinu eldurinn kom upp. Lögreglan beinir því til íbúa í hverfinu að loka gluggum og hækka á ofnum vegna reyksins sem liggur frá húsinu. Enn eru nokkrir klukkutímar eftir í vinnu hjá slökkviliðinu á vettvangi.Vísir/Vilhelm Þá segir á vef Strætó að búið sé að loka Jafnaseli vegna brunans. Leiðir 3 og 4 geta því ekki ekið Jaðarselið og fara þær því um Seljabraut, Seljaskóga og Hjallasel til að komast inn á leið. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem tekið var við vettvang í morgun. Fréttin var uppfærð klukkan 08:11.
Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira