Milljarðs halli á vetrarþjónustunni samhliða ákalli eftir aukinni þjónustu Elín Margrét Böðvarsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 23. janúar 2021 11:46 G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Vísir/Sigurjón G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að þótt alltaf sé tekið mark á ábendingum frá vegfarendum um færð á vegum, þá þurfi Vegagerðin einnig að byggja ákvörðun um lokun vega á eigin upplýsingum. Þá sé um eins milljarðs halli á rekstri vetrarþjónustu á sama tíma og ákall séum aukna þjónustu. Hannes Rúnarsson atvinnubílstjóri, sem lenti í snjóflóði á Öxnadalsheiði í gærkvöldi, kveðst undrandi yfir vinnubrögðum Vegagerðarinnar, sem hafi að hans mati allt of seint tekið ákvörðun um að loka heiðinni þrátt fyrir að hafa fengið upplýsingar um að heiðin væri ófær. „Í þessu tilviki þá er þjónustutími vetrarþjónustunnar á Öxnadalsheiði að ljúka og við fáum þessa tilkynningu um það leyti og við tökum alltaf mark á tilkynningum. En við verðum auðvitað að skoða málin sjálf og þarna hafði sem sagt bílstjórinn á snjóruðningstækinu sagt okkur til um hvernig aðstæður væru og það væri að stefna í að verða þæfingur, þannig að þær upplýsingar sem við höfðum voru ekki þannig að það stefndi í þetta og alls ekki að það yrði snjóflóð náttúrlega,“ segir G. Pétur. En er ekkert svigrúm til þess að bregðast við eftir að þjónustutíma lýkur? „Það er náttúrlega að stefna í ófærð og vegurinn hefði væntanlega síðan, eftir að þjónustu lýkur og við hefðum fylgst með, þá hefði honum sennilega verið lokað eða hann merktur ófær. Við búum náttúrlega við það í vetrarþjónustunni að við erum með um milljarðs halla á vetrarþjónustunni og það er mikið ákall alls staðar að um að auka vetrarþjónustuna, skiljanlega, en það verður náttúrlega ekki gert nema með auknu fé. Þannig þegar menn eru að stilla af þennan tíma þá er verið að sinna vetrarþjónustunni þegar umferðin er mest og reynum að koma því til skila til fólks að það er ekki þjónusta eftir klukkan tíu eða hálf tíu í þessu tilviki. Þannig að vegfarendur þurfa svolítið að taka mið af því, og mið af náttúrlega veðrinu en það hefur greinilega ekki verið mjög gott þarna í gær,“ svarar G. Pétur. Vetrarþjónustan sé dýr þjónusta og ekki veitti af meira fjármagni til að sinna henni. „Þetta er langt og mikið og stórt vegakerfi sem að við erum með og veðrin eru þannig að það kostar mikið að halda þeim færum. En auðvitað er þjóðfélagið þannig að það er alltaf að aukast umfangið í öllu og vetrarþjónustan hefur náttúrlega aukist á undanförnum árum, gríðarlega mikið í raun og veru. En ákallið eins og ég segi er alltaf eftir aukinni vetrarþjónustu, skiljanlega. En það verður ekki gert nema með auknu fjárframlagi,“ segir G. Pétur. Eftir á að hyggja hefði eflaust verið hægt að bregðast öðruvísi við. „Það verður bara að skoða það mjög vel,“ segir G. Pétur. Samgöngur Veður Umferðaröryggi Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Hannes Rúnarsson atvinnubílstjóri, sem lenti í snjóflóði á Öxnadalsheiði í gærkvöldi, kveðst undrandi yfir vinnubrögðum Vegagerðarinnar, sem hafi að hans mati allt of seint tekið ákvörðun um að loka heiðinni þrátt fyrir að hafa fengið upplýsingar um að heiðin væri ófær. „Í þessu tilviki þá er þjónustutími vetrarþjónustunnar á Öxnadalsheiði að ljúka og við fáum þessa tilkynningu um það leyti og við tökum alltaf mark á tilkynningum. En við verðum auðvitað að skoða málin sjálf og þarna hafði sem sagt bílstjórinn á snjóruðningstækinu sagt okkur til um hvernig aðstæður væru og það væri að stefna í að verða þæfingur, þannig að þær upplýsingar sem við höfðum voru ekki þannig að það stefndi í þetta og alls ekki að það yrði snjóflóð náttúrlega,“ segir G. Pétur. En er ekkert svigrúm til þess að bregðast við eftir að þjónustutíma lýkur? „Það er náttúrlega að stefna í ófærð og vegurinn hefði væntanlega síðan, eftir að þjónustu lýkur og við hefðum fylgst með, þá hefði honum sennilega verið lokað eða hann merktur ófær. Við búum náttúrlega við það í vetrarþjónustunni að við erum með um milljarðs halla á vetrarþjónustunni og það er mikið ákall alls staðar að um að auka vetrarþjónustuna, skiljanlega, en það verður náttúrlega ekki gert nema með auknu fé. Þannig þegar menn eru að stilla af þennan tíma þá er verið að sinna vetrarþjónustunni þegar umferðin er mest og reynum að koma því til skila til fólks að það er ekki þjónusta eftir klukkan tíu eða hálf tíu í þessu tilviki. Þannig að vegfarendur þurfa svolítið að taka mið af því, og mið af náttúrlega veðrinu en það hefur greinilega ekki verið mjög gott þarna í gær,“ svarar G. Pétur. Vetrarþjónustan sé dýr þjónusta og ekki veitti af meira fjármagni til að sinna henni. „Þetta er langt og mikið og stórt vegakerfi sem að við erum með og veðrin eru þannig að það kostar mikið að halda þeim færum. En auðvitað er þjóðfélagið þannig að það er alltaf að aukast umfangið í öllu og vetrarþjónustan hefur náttúrlega aukist á undanförnum árum, gríðarlega mikið í raun og veru. En ákallið eins og ég segi er alltaf eftir aukinni vetrarþjónustu, skiljanlega. En það verður ekki gert nema með auknu fjárframlagi,“ segir G. Pétur. Eftir á að hyggja hefði eflaust verið hægt að bregðast öðruvísi við. „Það verður bara að skoða það mjög vel,“ segir G. Pétur.
Samgöngur Veður Umferðaröryggi Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira