Milljarðs halli á vetrarþjónustunni samhliða ákalli eftir aukinni þjónustu Elín Margrét Böðvarsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 23. janúar 2021 11:46 G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Vísir/Sigurjón G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að þótt alltaf sé tekið mark á ábendingum frá vegfarendum um færð á vegum, þá þurfi Vegagerðin einnig að byggja ákvörðun um lokun vega á eigin upplýsingum. Þá sé um eins milljarðs halli á rekstri vetrarþjónustu á sama tíma og ákall séum aukna þjónustu. Hannes Rúnarsson atvinnubílstjóri, sem lenti í snjóflóði á Öxnadalsheiði í gærkvöldi, kveðst undrandi yfir vinnubrögðum Vegagerðarinnar, sem hafi að hans mati allt of seint tekið ákvörðun um að loka heiðinni þrátt fyrir að hafa fengið upplýsingar um að heiðin væri ófær. „Í þessu tilviki þá er þjónustutími vetrarþjónustunnar á Öxnadalsheiði að ljúka og við fáum þessa tilkynningu um það leyti og við tökum alltaf mark á tilkynningum. En við verðum auðvitað að skoða málin sjálf og þarna hafði sem sagt bílstjórinn á snjóruðningstækinu sagt okkur til um hvernig aðstæður væru og það væri að stefna í að verða þæfingur, þannig að þær upplýsingar sem við höfðum voru ekki þannig að það stefndi í þetta og alls ekki að það yrði snjóflóð náttúrlega,“ segir G. Pétur. En er ekkert svigrúm til þess að bregðast við eftir að þjónustutíma lýkur? „Það er náttúrlega að stefna í ófærð og vegurinn hefði væntanlega síðan, eftir að þjónustu lýkur og við hefðum fylgst með, þá hefði honum sennilega verið lokað eða hann merktur ófær. Við búum náttúrlega við það í vetrarþjónustunni að við erum með um milljarðs halla á vetrarþjónustunni og það er mikið ákall alls staðar að um að auka vetrarþjónustuna, skiljanlega, en það verður náttúrlega ekki gert nema með auknu fé. Þannig þegar menn eru að stilla af þennan tíma þá er verið að sinna vetrarþjónustunni þegar umferðin er mest og reynum að koma því til skila til fólks að það er ekki þjónusta eftir klukkan tíu eða hálf tíu í þessu tilviki. Þannig að vegfarendur þurfa svolítið að taka mið af því, og mið af náttúrlega veðrinu en það hefur greinilega ekki verið mjög gott þarna í gær,“ svarar G. Pétur. Vetrarþjónustan sé dýr þjónusta og ekki veitti af meira fjármagni til að sinna henni. „Þetta er langt og mikið og stórt vegakerfi sem að við erum með og veðrin eru þannig að það kostar mikið að halda þeim færum. En auðvitað er þjóðfélagið þannig að það er alltaf að aukast umfangið í öllu og vetrarþjónustan hefur náttúrlega aukist á undanförnum árum, gríðarlega mikið í raun og veru. En ákallið eins og ég segi er alltaf eftir aukinni vetrarþjónustu, skiljanlega. En það verður ekki gert nema með auknu fjárframlagi,“ segir G. Pétur. Eftir á að hyggja hefði eflaust verið hægt að bregðast öðruvísi við. „Það verður bara að skoða það mjög vel,“ segir G. Pétur. Samgöngur Veður Umferðaröryggi Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Hannes Rúnarsson atvinnubílstjóri, sem lenti í snjóflóði á Öxnadalsheiði í gærkvöldi, kveðst undrandi yfir vinnubrögðum Vegagerðarinnar, sem hafi að hans mati allt of seint tekið ákvörðun um að loka heiðinni þrátt fyrir að hafa fengið upplýsingar um að heiðin væri ófær. „Í þessu tilviki þá er þjónustutími vetrarþjónustunnar á Öxnadalsheiði að ljúka og við fáum þessa tilkynningu um það leyti og við tökum alltaf mark á tilkynningum. En við verðum auðvitað að skoða málin sjálf og þarna hafði sem sagt bílstjórinn á snjóruðningstækinu sagt okkur til um hvernig aðstæður væru og það væri að stefna í að verða þæfingur, þannig að þær upplýsingar sem við höfðum voru ekki þannig að það stefndi í þetta og alls ekki að það yrði snjóflóð náttúrlega,“ segir G. Pétur. En er ekkert svigrúm til þess að bregðast við eftir að þjónustutíma lýkur? „Það er náttúrlega að stefna í ófærð og vegurinn hefði væntanlega síðan, eftir að þjónustu lýkur og við hefðum fylgst með, þá hefði honum sennilega verið lokað eða hann merktur ófær. Við búum náttúrlega við það í vetrarþjónustunni að við erum með um milljarðs halla á vetrarþjónustunni og það er mikið ákall alls staðar að um að auka vetrarþjónustuna, skiljanlega, en það verður náttúrlega ekki gert nema með auknu fé. Þannig þegar menn eru að stilla af þennan tíma þá er verið að sinna vetrarþjónustunni þegar umferðin er mest og reynum að koma því til skila til fólks að það er ekki þjónusta eftir klukkan tíu eða hálf tíu í þessu tilviki. Þannig að vegfarendur þurfa svolítið að taka mið af því, og mið af náttúrlega veðrinu en það hefur greinilega ekki verið mjög gott þarna í gær,“ svarar G. Pétur. Vetrarþjónustan sé dýr þjónusta og ekki veitti af meira fjármagni til að sinna henni. „Þetta er langt og mikið og stórt vegakerfi sem að við erum með og veðrin eru þannig að það kostar mikið að halda þeim færum. En auðvitað er þjóðfélagið þannig að það er alltaf að aukast umfangið í öllu og vetrarþjónustan hefur náttúrlega aukist á undanförnum árum, gríðarlega mikið í raun og veru. En ákallið eins og ég segi er alltaf eftir aukinni vetrarþjónustu, skiljanlega. En það verður ekki gert nema með auknu fjárframlagi,“ segir G. Pétur. Eftir á að hyggja hefði eflaust verið hægt að bregðast öðruvísi við. „Það verður bara að skoða það mjög vel,“ segir G. Pétur.
Samgöngur Veður Umferðaröryggi Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira