„Það er ekki hægt að ætla neinu nútímasamfélagi að lifa við þetta“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. janúar 2021 12:11 Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir íbúa Siglufjarðar orðna langþreytta á ófærð og lokunum. Vísir/Stöð 2 Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir Siglfirðinga orðna langþreytta á lokunum með tilheyrandi raski á atvinnustarfsemi. Það sé allt of algengt að íbúar verði innlyksa dögum saman vegna ófærðar. Eina lausnin séu jarðgöng. Það kemur í ljós skömmu eftir hádegi hvort rýma þurfi fleiri hús en veðurspáin næstu tvo daga er afar óhagstæð. Siglfirðingar eru orðnir vanir válegum veðrum og hafa margsinnis þurft að búa við snjóflóðahættu og ófærð allt um kring. Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir hljóðið í bæjarbúum ágætt miðað við aðstæður. Lokanir taki þó mikið á. „Þetta hefur augljósleg áhrif þegar fyrirtæki geta ekki komið frá sér vörum þegar þeir ætla og þegar þau vantar að koma til sín vörum. Þetta hefur mikil áhrif en einhvern veginn lifa menn með þessu.“ Veðurútlitið er ekki gott næstu tvo daga. Á Norðausturlandi mun hvessa og bæta í úrkomu. Elías segir íbúa langeyga eftir lausnum. „Eðlilega er fólk orðið þreytt á þessu. Það er ekki hægt að ætla neinu nútímasamfélagi að lifa við þetta. Síðasta vetur var lokað alloft, ég held að það hafi verið lokað um fimmtíu sinnum þannig að þetta er mjög mikið. Lausnin, jafneinföld og hún er, þá er hún ekki einföld en hún er einfaldlega jarðgöng; annars vegar frá Siglufirði og yfir í Fljót og hins vegar frá Ólafsfirði og þá yfir á Dalvík sennilega.“ Elías segir að forgangsraða þurfi innviðauppbyggingu á landsbyggðinni. „Ég er þeirrar skoðunar að við ættum að búa við farsíma-og útvarpssamband á öllum aðalvegum, og samgöngur sem við getum treyst á. Ég veit líka að það kostar fullt af peningum og það er þá spurning um forgangsröðun til að leysa þessi mál. Ég er svolítið á þeirri skoðun að menn séu ekki að forgangsraða rétt. Ég hefði haldið að við ættum að vera komin lengra árið 2021.“ Ekki hafa borist fregnir af snjóflóðum síðan í gær þegar flóð sást falla út í Héðinsfjarðarvatn. Veðurstofan mun þó öðlast betri yfirsýn eftir athugun og mælingar dagsins. Rýming í bænum verður þá einnig endurmetin. Fjallabyggð Veður Almannavarnir Samgöngur Byggðamál Tengdar fréttir „Hélt við værum örugg undir snjóflóðavarnargarðinum“ Íbúi sem þurfti ásamt fjölskyldu sinni að yfirgefa heimili sitt á Siglufirði í gær vegna snjóflóðahættu segist undrandi því snjóflóðagarður sé við húsið. Greinilegt sé að verið sé að endurmeta snjóflóðavarnir á svæðinu. Talið er að altjón hafi orðið á skíðasvæði Siglfirðinga í snjóflóði í gær en lyftan virðist hafa sloppið. 21. janúar 2021 19:00 Rýming áfram í gildi og samgöngur takmarkaðar vegna snjóflóðahættu Rýming verður áfram í gildi á Siglufirði í dag og verður hún endurmetin síðdegis á morgun. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, í samtali við fréttastofu. 21. janúar 2021 17:46 Köldu norðlægu áttirnar ekkert að gefa eftir Köldu norðlægu áttirnar með ofankomu fyrir norðan og austan eru ekkert að fara að gefa eftir næstu daga. Einna helst er að sjá að hiti nái að skríða yfir frostmark syðst á landinu. 21. janúar 2021 07:41 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Það kemur í ljós skömmu eftir hádegi hvort rýma þurfi fleiri hús en veðurspáin næstu tvo daga er afar óhagstæð. Siglfirðingar eru orðnir vanir válegum veðrum og hafa margsinnis þurft að búa við snjóflóðahættu og ófærð allt um kring. Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir hljóðið í bæjarbúum ágætt miðað við aðstæður. Lokanir taki þó mikið á. „Þetta hefur augljósleg áhrif þegar fyrirtæki geta ekki komið frá sér vörum þegar þeir ætla og þegar þau vantar að koma til sín vörum. Þetta hefur mikil áhrif en einhvern veginn lifa menn með þessu.“ Veðurútlitið er ekki gott næstu tvo daga. Á Norðausturlandi mun hvessa og bæta í úrkomu. Elías segir íbúa langeyga eftir lausnum. „Eðlilega er fólk orðið þreytt á þessu. Það er ekki hægt að ætla neinu nútímasamfélagi að lifa við þetta. Síðasta vetur var lokað alloft, ég held að það hafi verið lokað um fimmtíu sinnum þannig að þetta er mjög mikið. Lausnin, jafneinföld og hún er, þá er hún ekki einföld en hún er einfaldlega jarðgöng; annars vegar frá Siglufirði og yfir í Fljót og hins vegar frá Ólafsfirði og þá yfir á Dalvík sennilega.“ Elías segir að forgangsraða þurfi innviðauppbyggingu á landsbyggðinni. „Ég er þeirrar skoðunar að við ættum að búa við farsíma-og útvarpssamband á öllum aðalvegum, og samgöngur sem við getum treyst á. Ég veit líka að það kostar fullt af peningum og það er þá spurning um forgangsröðun til að leysa þessi mál. Ég er svolítið á þeirri skoðun að menn séu ekki að forgangsraða rétt. Ég hefði haldið að við ættum að vera komin lengra árið 2021.“ Ekki hafa borist fregnir af snjóflóðum síðan í gær þegar flóð sást falla út í Héðinsfjarðarvatn. Veðurstofan mun þó öðlast betri yfirsýn eftir athugun og mælingar dagsins. Rýming í bænum verður þá einnig endurmetin.
Fjallabyggð Veður Almannavarnir Samgöngur Byggðamál Tengdar fréttir „Hélt við værum örugg undir snjóflóðavarnargarðinum“ Íbúi sem þurfti ásamt fjölskyldu sinni að yfirgefa heimili sitt á Siglufirði í gær vegna snjóflóðahættu segist undrandi því snjóflóðagarður sé við húsið. Greinilegt sé að verið sé að endurmeta snjóflóðavarnir á svæðinu. Talið er að altjón hafi orðið á skíðasvæði Siglfirðinga í snjóflóði í gær en lyftan virðist hafa sloppið. 21. janúar 2021 19:00 Rýming áfram í gildi og samgöngur takmarkaðar vegna snjóflóðahættu Rýming verður áfram í gildi á Siglufirði í dag og verður hún endurmetin síðdegis á morgun. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, í samtali við fréttastofu. 21. janúar 2021 17:46 Köldu norðlægu áttirnar ekkert að gefa eftir Köldu norðlægu áttirnar með ofankomu fyrir norðan og austan eru ekkert að fara að gefa eftir næstu daga. Einna helst er að sjá að hiti nái að skríða yfir frostmark syðst á landinu. 21. janúar 2021 07:41 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
„Hélt við værum örugg undir snjóflóðavarnargarðinum“ Íbúi sem þurfti ásamt fjölskyldu sinni að yfirgefa heimili sitt á Siglufirði í gær vegna snjóflóðahættu segist undrandi því snjóflóðagarður sé við húsið. Greinilegt sé að verið sé að endurmeta snjóflóðavarnir á svæðinu. Talið er að altjón hafi orðið á skíðasvæði Siglfirðinga í snjóflóði í gær en lyftan virðist hafa sloppið. 21. janúar 2021 19:00
Rýming áfram í gildi og samgöngur takmarkaðar vegna snjóflóðahættu Rýming verður áfram í gildi á Siglufirði í dag og verður hún endurmetin síðdegis á morgun. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, í samtali við fréttastofu. 21. janúar 2021 17:46
Köldu norðlægu áttirnar ekkert að gefa eftir Köldu norðlægu áttirnar með ofankomu fyrir norðan og austan eru ekkert að fara að gefa eftir næstu daga. Einna helst er að sjá að hiti nái að skríða yfir frostmark syðst á landinu. 21. janúar 2021 07:41
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent