Google hótar að loka á leitarvél sína í Ástralíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 22. janúar 2021 07:58 Google hótar að loka á þjónustu sína í Ástralíu en hefur samið við fréttamiðla í Frakklandi um greiðslur vegna aðgangs að efni þeirra. Getty/Valera Golovniov Tæknirisinn Google segir að ef stjórnvöld í Ástralíu haldi því til streitu að rukka Google og Facebook sérstaklega fyrir það þegar fréttum er deilt á síðunum, muni Google einfaldlega hætta starfsemi í Ástralíu og loka á síðuna í landinu. Yfirvöld í Ástralíu vilja setja ný lög sem eru hugsuð sem sárabót fyrir minnkandi auglýsingatekjur innlendra miðla, en æ fleiri kjósa að auglýsa einfaldlega á Facebook eða Google. Ástralska frumvarpið gerir það að verkum að fjölmiðlar fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar fréttum frá þeim er dreift á samfélagsmiðlunum og eru allir helstu fjölmiðlar Ástralíu, þar á meðal miðlar Ruperts Murdoch, búnir að lýsa yfir stuðningi við hugmyndina. Þessi hótun Google um að loka á þjónustuna í Ástralíu fór illa í forsætisráðherrann Scott Morrison sem segir að Ástralir bregðist ekki vel við hótunum. Það séu Ástralir sem ákveði hvað megi og hvað megi ekki í Ástralíu. Fréttir af því að Google hyggist loka á þjónustu sína í Ástralíu verði frumvarpið að lögum bárust nokkrum klukkutímum eftir að greint var frá samningi sem bandaríski tæknirisinn hefur náð við franska fréttaútgefendur um að greiða fyrir fréttir þeirra. Samkvæmt samkomulaginu mun Google semja við einstaka franska fréttamiðla um greiðslur vegna réttinda og aðgang að efni þeirra í nýrri fréttaveitu fyrirtækisins sem heitir News Showcase. Google Ástralía Fjölmiðlar Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Yfirvöld í Ástralíu vilja setja ný lög sem eru hugsuð sem sárabót fyrir minnkandi auglýsingatekjur innlendra miðla, en æ fleiri kjósa að auglýsa einfaldlega á Facebook eða Google. Ástralska frumvarpið gerir það að verkum að fjölmiðlar fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar fréttum frá þeim er dreift á samfélagsmiðlunum og eru allir helstu fjölmiðlar Ástralíu, þar á meðal miðlar Ruperts Murdoch, búnir að lýsa yfir stuðningi við hugmyndina. Þessi hótun Google um að loka á þjónustuna í Ástralíu fór illa í forsætisráðherrann Scott Morrison sem segir að Ástralir bregðist ekki vel við hótunum. Það séu Ástralir sem ákveði hvað megi og hvað megi ekki í Ástralíu. Fréttir af því að Google hyggist loka á þjónustu sína í Ástralíu verði frumvarpið að lögum bárust nokkrum klukkutímum eftir að greint var frá samningi sem bandaríski tæknirisinn hefur náð við franska fréttaútgefendur um að greiða fyrir fréttir þeirra. Samkvæmt samkomulaginu mun Google semja við einstaka franska fréttamiðla um greiðslur vegna réttinda og aðgang að efni þeirra í nýrri fréttaveitu fyrirtækisins sem heitir News Showcase.
Google Ástralía Fjölmiðlar Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira