Þurfti að færa fórnir þegar hann stóð á krossgötum 27 ára gamall Eiður Þór Árnason skrifar 22. janúar 2021 07:00 Sævar Helgi Bragason er vel þekktur fyrir einlægan áhuga sinn á stjörnufræðum og loftslagsmálum. Vísir/Baldur Þegar Sævar Helgi Bragason vísindamiðlari var 27 ára stóð hann á krossgötum. Hann var þá nýbúinn að skilja við barnsmóður sína og þurfti að velja milli þess að flytja aftur til foreldra sinna eða fara á leigumarkaðinn. ,,Launin mín voru ekki það há og ég vissi að ég myndi eiga í stökustu vandræðum með að láta enda ná saman ef ég færi út á dýran leigumarkaðinn. Þannig að ég ákvað að bíta í það súra og flytja aftur til foreldra minna og búa þar á meðan ég reyndi að safna peningum 27 ára gamall.“ Sævar var viðmælandi Gunnars Dofra Ólafssonar í hlaðvarpinu Leitinni að peningunum. Sjálfur segist Sævar ekki hafa neinn sérstakan áhuga á peningum en vegna mikilvægi þeirra þá neyðist hann að tileinka sér færni og þekkingu þegar kemur að fjármálum. Að hans sögn þarf að kyngja smá stolti þegar maður tekur ákvörðun um að flytja aftur heim. Allt félagslíf stoppar, lítið farið á stefnumót og þá skiptir máli að vinna sem mest. Hann þurfti að færa fórnir, umgekkst síður vini og einnig var minni tími með syninum. Það er það eina sem hann segist sjá virkilega eftir. Sævar ákvað að vinna eins mikið og hann mögulega gat og selja sig ódýrt til að byggja upp eigið vörumerki með það að markmiði að geta hækkað tekjur sínar í framtíðinni. Hann segir að þegar íbúðaverð hækkar bara og hækkar en launin ekki sé það svipað og hlaupa maraþonhlaup þar sem endamarkið færist alltaf lengra og hlaupið verður 100 kílómetra ofurhlaup. Gefur honum meiri ánægju að kaupa hluti eftir að hafa setið á sér Í tvö ár vann Sævar því 200% vinnu þar sem hann vaknaði klukkan sjö á morgnanna og kom seint heim á kvöldin. Hann kenndi, vann tvær aukavinnur og vann auk þess að verkefnum og fyrirlestrum. Á tveimur árum segist hann hafa náð að safna sér 17 milljónum. Hugsunin var að hækka launin sín með dugnaði og um leið auka eftirspurn eftir sér þegar kom að fyrirlestrum og uppákomum. Hin hliðin var svo að draga eins og hægt var úr kostnaði og eyðslu. Sævar segist hafa sett það verkefni upp sem keppni. ,,Hversu lágri fjárhæð get ég varið hvern mánuð? Einn mánuðinn voru útgjöldin mín 110 þúsund krónur og næsta mánuð var þá markmiðið sett að fara undir 100 þúsund krónur. Það tókst og svona hélt það áfram. Á endanum man ég eftir í einum mánuði tókst mér að eyða undir 40 þúsund krónum í heildarútgjöld þann mánuðinn.“ Sævar segir að hafi maður útborguð laun sem nema 600 til 700 þúsund krónum og eyðslan sé 40 þúsund þá vaxi sparnaðurinn mjög hratt. Sævar segist kaupa sér hluti mjög sjaldan og eiga fáa hluti og vandaðri sem endast honum vonandi sem lengst. Þannig hlutir rýrni líka síður í verði en ódýrari hlutir. Að fresta ánægjunni segir Sævar skipta gríðarmiklu máli og það gefi honum meiri ánægju að kaupa hluti eftir að hafa setið á sér. Hann segist einnig eiga erfitt með að kaupa sér dýra hluti. Umhverfisvænt að vera nægjusamur ,,Þegar ég er að kaupa eitthvað þá á ég erfitt með að afhenda kortið eða seðlanna eða hvað það er til þess að eignast þá. Því alltaf undir niðri er þessi hugsun að ég þurfti að hafa brjálæðislega fyrir því að afla mér þessara peninga,“ segir Sævar og bætir við að hann hafi tamið sér nægjusemi í neyslu. Hann bætir við að nægjusemi tengist náið lofslagsmálum og umhverfismálum. Því minna sem við notum því minna þarf að framleiða af vörum sem oftast eru ekki framleiddar á sjálfbæran hátt. Missti 70 til 80 prósent af tekjum sínum í samkomubanni Sævar sem fær stóran hluta af tekjum sínum með fyrirlestrum og uppákomum segir árið 2020 hafa verið sér mjög erfitt. Hann segir að launin hafi lækkað um 70 til 80 prósent á árinu vegna samkomutakmarkanna. Það sem skipti Sævar mestu máli og kom honum í gegnum þetta krefjandi ár var að hann átti varasjóð sem dugði til að brúa bilið vegna tekjuhrunsins. Árið 2020 var að hans sögn eitt lærdómsríkasta ár sem hann hefur lifað þegar kemur að fjármálum. Það hafi til að mynda sýnt sig að það skipti miklu máli að hafa góðan varasjóð og að allir eigi að reyna að spara sér peninga með fórnum. Sleppir ræktinni og hjólar í vinnuna Sævar segist hafa breytt viðhorfi sínu til bíla þegar hann reiknaði út hvað hver ekinn kílómetri kosti og eftir það hafi hann hjólað miklu meira. Þar sem það er löng leið frá heimili hans í Hafnarfirði í vinnuna í Reykjavík gat hann um leið sparað sér kostnað við líkamsrækt enda tveir tímar á reiðhjólinu dag hvern næg hreyfing fyrir flesta. Eins segist hann hafa byrjað að taka til nesti á hverjum degi og hætt um leið að eyða í skyndibita. Sævar segist alls ekki vera agaður en þetta hafi allt verið hluti af verkefninu að geta flutt úr foreldrahúsum aftur. Til þess þurfti hann að vera skipulagður og færa fórnir. Hlaðvarpið Leitin að peningunum er framleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Fjármál heimilisins Neytendur Leitin að peningunum Tengdar fréttir Vonbrigði móður mikilvæg lexía Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir er 21 árs ung kona frá Akureyri sem útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2019. Hún hefur frá útskrift unnið þrjú störf og segist hafa lagt gríðarlega mikla áherslu á sparnað. Hún hafi þegar náð að safna sér dágóðri upphæð en hún hyggur á nám og vill eiga sparnað þegar þar að kemur. 15. janúar 2021 07:01 Sá ekki til sólar í fjármálum en stefnir nú á skuldleysi fyrir fimmtugt Kolbeinn Marteinsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda samskipta- og almannatengslafyrirtækisins Athygli, segist hafa tekið fjármálin í gegn eftir að hafa komist í hann krappan eftir bankahrunið árið 2008 en þá féllu á hann ábyrgðir vegna fyrirtækjareksturs og skulda sem margfölduðust vegna verðbólgu á eftirhrunsárunum. 7. janúar 2021 08:00 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
,,Launin mín voru ekki það há og ég vissi að ég myndi eiga í stökustu vandræðum með að láta enda ná saman ef ég færi út á dýran leigumarkaðinn. Þannig að ég ákvað að bíta í það súra og flytja aftur til foreldra minna og búa þar á meðan ég reyndi að safna peningum 27 ára gamall.“ Sævar var viðmælandi Gunnars Dofra Ólafssonar í hlaðvarpinu Leitinni að peningunum. Sjálfur segist Sævar ekki hafa neinn sérstakan áhuga á peningum en vegna mikilvægi þeirra þá neyðist hann að tileinka sér færni og þekkingu þegar kemur að fjármálum. Að hans sögn þarf að kyngja smá stolti þegar maður tekur ákvörðun um að flytja aftur heim. Allt félagslíf stoppar, lítið farið á stefnumót og þá skiptir máli að vinna sem mest. Hann þurfti að færa fórnir, umgekkst síður vini og einnig var minni tími með syninum. Það er það eina sem hann segist sjá virkilega eftir. Sævar ákvað að vinna eins mikið og hann mögulega gat og selja sig ódýrt til að byggja upp eigið vörumerki með það að markmiði að geta hækkað tekjur sínar í framtíðinni. Hann segir að þegar íbúðaverð hækkar bara og hækkar en launin ekki sé það svipað og hlaupa maraþonhlaup þar sem endamarkið færist alltaf lengra og hlaupið verður 100 kílómetra ofurhlaup. Gefur honum meiri ánægju að kaupa hluti eftir að hafa setið á sér Í tvö ár vann Sævar því 200% vinnu þar sem hann vaknaði klukkan sjö á morgnanna og kom seint heim á kvöldin. Hann kenndi, vann tvær aukavinnur og vann auk þess að verkefnum og fyrirlestrum. Á tveimur árum segist hann hafa náð að safna sér 17 milljónum. Hugsunin var að hækka launin sín með dugnaði og um leið auka eftirspurn eftir sér þegar kom að fyrirlestrum og uppákomum. Hin hliðin var svo að draga eins og hægt var úr kostnaði og eyðslu. Sævar segist hafa sett það verkefni upp sem keppni. ,,Hversu lágri fjárhæð get ég varið hvern mánuð? Einn mánuðinn voru útgjöldin mín 110 þúsund krónur og næsta mánuð var þá markmiðið sett að fara undir 100 þúsund krónur. Það tókst og svona hélt það áfram. Á endanum man ég eftir í einum mánuði tókst mér að eyða undir 40 þúsund krónum í heildarútgjöld þann mánuðinn.“ Sævar segir að hafi maður útborguð laun sem nema 600 til 700 þúsund krónum og eyðslan sé 40 þúsund þá vaxi sparnaðurinn mjög hratt. Sævar segist kaupa sér hluti mjög sjaldan og eiga fáa hluti og vandaðri sem endast honum vonandi sem lengst. Þannig hlutir rýrni líka síður í verði en ódýrari hlutir. Að fresta ánægjunni segir Sævar skipta gríðarmiklu máli og það gefi honum meiri ánægju að kaupa hluti eftir að hafa setið á sér. Hann segist einnig eiga erfitt með að kaupa sér dýra hluti. Umhverfisvænt að vera nægjusamur ,,Þegar ég er að kaupa eitthvað þá á ég erfitt með að afhenda kortið eða seðlanna eða hvað það er til þess að eignast þá. Því alltaf undir niðri er þessi hugsun að ég þurfti að hafa brjálæðislega fyrir því að afla mér þessara peninga,“ segir Sævar og bætir við að hann hafi tamið sér nægjusemi í neyslu. Hann bætir við að nægjusemi tengist náið lofslagsmálum og umhverfismálum. Því minna sem við notum því minna þarf að framleiða af vörum sem oftast eru ekki framleiddar á sjálfbæran hátt. Missti 70 til 80 prósent af tekjum sínum í samkomubanni Sævar sem fær stóran hluta af tekjum sínum með fyrirlestrum og uppákomum segir árið 2020 hafa verið sér mjög erfitt. Hann segir að launin hafi lækkað um 70 til 80 prósent á árinu vegna samkomutakmarkanna. Það sem skipti Sævar mestu máli og kom honum í gegnum þetta krefjandi ár var að hann átti varasjóð sem dugði til að brúa bilið vegna tekjuhrunsins. Árið 2020 var að hans sögn eitt lærdómsríkasta ár sem hann hefur lifað þegar kemur að fjármálum. Það hafi til að mynda sýnt sig að það skipti miklu máli að hafa góðan varasjóð og að allir eigi að reyna að spara sér peninga með fórnum. Sleppir ræktinni og hjólar í vinnuna Sævar segist hafa breytt viðhorfi sínu til bíla þegar hann reiknaði út hvað hver ekinn kílómetri kosti og eftir það hafi hann hjólað miklu meira. Þar sem það er löng leið frá heimili hans í Hafnarfirði í vinnuna í Reykjavík gat hann um leið sparað sér kostnað við líkamsrækt enda tveir tímar á reiðhjólinu dag hvern næg hreyfing fyrir flesta. Eins segist hann hafa byrjað að taka til nesti á hverjum degi og hætt um leið að eyða í skyndibita. Sævar segist alls ekki vera agaður en þetta hafi allt verið hluti af verkefninu að geta flutt úr foreldrahúsum aftur. Til þess þurfti hann að vera skipulagður og færa fórnir. Hlaðvarpið Leitin að peningunum er framleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.
Fjármál heimilisins Neytendur Leitin að peningunum Tengdar fréttir Vonbrigði móður mikilvæg lexía Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir er 21 árs ung kona frá Akureyri sem útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2019. Hún hefur frá útskrift unnið þrjú störf og segist hafa lagt gríðarlega mikla áherslu á sparnað. Hún hafi þegar náð að safna sér dágóðri upphæð en hún hyggur á nám og vill eiga sparnað þegar þar að kemur. 15. janúar 2021 07:01 Sá ekki til sólar í fjármálum en stefnir nú á skuldleysi fyrir fimmtugt Kolbeinn Marteinsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda samskipta- og almannatengslafyrirtækisins Athygli, segist hafa tekið fjármálin í gegn eftir að hafa komist í hann krappan eftir bankahrunið árið 2008 en þá féllu á hann ábyrgðir vegna fyrirtækjareksturs og skulda sem margfölduðust vegna verðbólgu á eftirhrunsárunum. 7. janúar 2021 08:00 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Vonbrigði móður mikilvæg lexía Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir er 21 árs ung kona frá Akureyri sem útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2019. Hún hefur frá útskrift unnið þrjú störf og segist hafa lagt gríðarlega mikla áherslu á sparnað. Hún hafi þegar náð að safna sér dágóðri upphæð en hún hyggur á nám og vill eiga sparnað þegar þar að kemur. 15. janúar 2021 07:01
Sá ekki til sólar í fjármálum en stefnir nú á skuldleysi fyrir fimmtugt Kolbeinn Marteinsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda samskipta- og almannatengslafyrirtækisins Athygli, segist hafa tekið fjármálin í gegn eftir að hafa komist í hann krappan eftir bankahrunið árið 2008 en þá féllu á hann ábyrgðir vegna fyrirtækjareksturs og skulda sem margfölduðust vegna verðbólgu á eftirhrunsárunum. 7. janúar 2021 08:00